Mengun drepur sífellt fleiri dýr og fugla.

Ég sá á facebook í gær óhugnanlega kvikmynd sem tekin var á Midway eyju í Kyrrahafi. Frá eyjunni eru meira en 2000 kílmetrar til lands, en sífellt fleiri fuglar deyja þar vegna þess að magar þeirra eru orðnir fullur af plastdrasli.

Á Kyrrahafinu mun nú vera fljótandi plastrusls-eyja þrisvar sinnum stærri en Ísland.

Plastið þótti mikið bjargræði þegar það ruddi sér til rúms á sínum tíma en er nú smám saman að snúast upp í andhverfu þess og ógn við lífríkið.

Íslenska orðtakið "lengi tekur sjórinn við" er eitt af mörgum dæmum um sinnuleysi okkar gagnvart því sem við erum að gera náttúrunni á ótal sviðum. Ef svo heldur fram sem horfir er ekki bjart yfir framtíðinni og æ meiri þörf er á að spyrnt verði við fótum svo að ein ljóðlínan í ljóðinu "Aðeins ein jörð" rætist ekki:

Aðeins ein jörð.

Afglapa sporin hræða,

því lögmálið grimma lemur og slær

og lætur ei að sér hæða:

Ef deyðirðu jörðina deyðir hún þig

og deyjandi mun þér blæða...  

  


mbl.is Með kynlífsleikfang í maganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorskur át þar langan lim,
litríkan úr plasti,
átti eitt sinn Framsókn fim,
flottur sá kærasti.

Þorsteinn Briem, 15.4.2014 kl. 02:00

2 identicon

George Carlin - Arrogance of mankind

 http://www.youtube.com/watch?v=2cjRGee5ipM

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 15.4.2014 kl. 04:31

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Frá íslenskum skipum fer í dag lítið sorp í sjóinn, þó eitthvað smávegis af lífrænu, matarafgangar o.þ.h.

Ég sigldi á íslenskum fraktara vorið 1981 og á útleiðinni til Noregs var ótrúlegustu hlutum hent í sjóinn, s.s. víradrasli og tómum 200 l. olíutunnum sem skoppuðu í kjölsoginu og hurfu svo út við sjóndeildarhring.

Næst fer ég á sjó 1989 - 1998 á frystitogara og þá var allt önnur umgengni um sorpið og meiri virðing borin fyrir sjónum. Það hafði orðið gríðarleg viðhorfsbreyting.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.4.2014 kl. 06:48

4 identicon

"Garbage Island - As long as it's existed, the middle of the Gyre has been a naturally occurring point of accumulation for all the drifting trash in its half of the ocean. Once upon a time, flotsam circled into the middle of the Gyre and (because up until the past century everything in the world was biodegradable) was broken down into a nutrient-rich stew perfect for fish and smaller invertebrates to chow on."
http://topdocumentaryfilms.com/garbage-island/

Ingvar Tryggvason (IP-tala skráð) 15.4.2014 kl. 09:23

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mín reynsla er mjög lík þinni reynslu Gunnar. Ég er nokkuð sannfærður um að það hafi orðið viðhorfsbreyting á okkar fiskveiðiflota sem flokka má til byltingar í þessu efni.
Því miður er þetta skelfilega efni ofnotað á mörgum heimilum og sóðaskapurinn sem því fylgir er áberandi.
Lífríki láðs og lagar er í stórhættu vegna offjölgunar mannkynsins, græðginnar, skeytingarleysins, sóunarinnar og vanþekkingar á flestum þáttum umhverfisvár.

Árni Gunnarsson, 15.4.2014 kl. 09:44

6 Smámynd: FORNLEIFUR

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1375254/

Mér finnst þessi umhverfisumræða fara algjörlega fram úr sér þótt einn andskotans dildó finnist í þorski við Noregi.  Ætli sonur karlsins hafi ekki stungið þessu í þann gula áður en karlinn fór að gera að. Í stað þess að kveikja á titraranum í fréttinni, sem allt ætlaði að gera vitlaust í Noregi, fer Ómar beint í vangaveltur um plast í hafinu. 

Góð vísa hjá Breim.

FORNLEIFUR, 15.4.2014 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband