Til hamingju, Konráð og Afturelding !

Ég hef fylgst með áhuga með gengi liðs Aftureldingar í 1. deildinni í handboltanum eftir að Konráð Olavsson tók við þjálfun þess.

Ég þekki Konráð í gegnum fjölskylduna, - hann er mágur Láru og það hefur ævinlega verið gaman og fróðlegt að spjalla við hann í fjölskylduboðunum.

Konráð var landsliðsmaður í handboltanum á sínum tíma og þeir bræðurnir, Haukur og hann, eru með mikla meðfædda hæfileika í boltaíþróttum.

Það er gaman þegar vel gengur hjá ungum mönnum undir stjórn manns, sem hefur reynslu á handboltavellinum bæði hér á landi og erlendis.

Til hamingju, Konráð og Afturelding !   

 


mbl.is Konráð: Sætur sigur og flottur vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband