16.4.2014 | 20:14
"Þjóðarsáttarsamningar" 1990. En hvað nú ?
Svonefndir "Þjóðarsáttarsamningar" árið 1990 voru hugsanlega mesta íslenska stjórnmálaafrek síðustu aldar. Að minnsta kosti eitt af þeim allra merkustu.
Eftor misheppnaða baráttu við verðbólguna, "víxlverkun kaupgjalda og verðlags" og rýrnun krónunnar, tókst að komast að heildarsátt í kjarasamningum sem mörkuðu tímamót.
Litlu munaði þó að forsendur samninganna brystu þegar stefndi í það að BHMR yrði ekki með.
Á síðustu stundu tókst að bjarga þessu og samningarnir héldu og mörkuðu upphaf af nýjum háttum samskipta aðila vinnumarkaðarins.
Nú liggur fyrir að viðleitni manna til að hafa stjórn á verðbólgunni og víxlverkum kaupgjalds og verðlagt verði stefnt í uppnám, sem tókst naumlega að komast hjá 1990.
Launahækkanir fólks í þjónustu opinberra stofnana, ríkissjóðs og sveitarsjóða, veltast að vísu ekki út í verðlagið á sama hátt og hækkanir á almenna markaðnum, en það kom vel í ljós í samningum ASÍ og SA á dögunum, að hækkun á opinberum gjöldum hafa alveg sömu áhrif í þá veru að eyðileggja forsendur kjarasamninga.
Stóra spurningin er hvaða áhrif á rekstur hins opinbera launahækkanir opinberra starfsmanna hafa.
Ef auknum launaútgjöldum verður velt út í verðlag á opinberri þjónustu er einsýnt að forsendur samninganna í vetur bresta.
Ef áhrif samninganna verða þau að draga verður saman í ríkisútgjöldum til annars en launagreiðslna blasir við að skerða þjónustu, sem þegar hefur verið skert svo mjög að farið hefur verið út á ystu nöf.
Langvinnt verkfalla opinberra starfsmanna 1984 bar engan árangur þegar upp var staðið vegna aukinnar verðbólgu sem át launahækkanir þeirra upp.
Nú sýnist langlíklegast að aftur fari á svipaða lund. Það mun hafa enn meiri áhrif en 1984, því að nýleg leiðrétting á skuldum heimilanna var gerð á þeirri forsendu að verðbólgunni yrði haldið í skefjum.
Og við blasir hundruða milljarða króna greiðslur í gjaldeyri úr ríkissjóði vegna gjalddaga risalána árið 2016.
Niðurstaða: Þetta lítur ekki vel út. Enn bólar ekkert á meira en 300 milljörðum sem teknar yrðu frá "hrægömmum" og vogunarsjóðum, sem Framsóknarmenn lofuðu fyrir kosningar að kæmu í hlut landsmanna.
Forsendur kjarasamninga brostnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð áminning á föstu
Neyslubundinn hagvöxtur drifinn af einkaneyslu. Ekki með auknum útflutningi. Árið byrjaði vel en leiðréttingar rússíbani kennara virðist hafa komið af stað skriðu.
Verkfallsrétturinn er vandmeðfarinn. Þegar verðbólguvagninn er ræstur er hið hefðbundna að endurtaka sig. Svo virðist sem stjórnmálmönnum hafi mistekist að ná þjóðarsamstöðu gegn verðbólgu. "Krónan er góð og ekkert atvinnuleysi?" Dulbúið atvinnuleysi. Er það til að miklast af erlendis?.
Danir voru harðir við sig þegar þeir sáu verðbólguna birtast. Væri ekki ráð að biðja um Hr.Christensen frá Danske Bank
Sigurður Antonsson, 16.4.2014 kl. 21:04
Sá er munur á samningum á hinum almenna markaði og hjá starfsfólki ríkis og sveitarfélaga, að hinir fyrrnefndu eru samningar um lágmarksgreiðslur, en samningar opinberra starfsmanna eru konkret greiðslur. Það leiðir til þess að þar sem launakjör ráðast af lögmálum markaðarins, verður sívaxandi munur á markaðslaunum og launum opinberra starfsmanna. Sú litla leiðrétting, sem nú virðist vera að nást, er ekki nándar nærri nóg til að laga þennan mun, sem hefur farið jafnt og þétt vaxandi. Hann var orðinn gríðarlegur rétt fyrir hrun, minnkaði dálítið þar fyrst á eftir, en hefur farið enn vaxandi nú síðustu misserin. Það er fráleitt óeðlilegt, að grunnskólakennarar, svo dæmi sé tekið, séu með þriðjung launa af því sem tíðkast meðal háskólamenntaðra bankamanna. Oft eru kennarar þess utan með meiri menntun þegar þeir ljúka námi en viðmiðunarstéttir á almennum markaði, þ.e. viðmiðun er menntunarstig. Það er því í fyllsta máta óeðlilegt ef markaðslaunafólk ætlar að setja verðbólgumarkmið í hættu með því að rugga bátnum þegar þessar löngu tímabæru og hóflegu leiðréttingar eru að nást fram fyrir t.d. þau, sem bera ábyrgð á grunnmenntun þjóðarinnar. Það segir mér það einfaldlega, að það fólk vill fyrir alla muni halda hæfu fólki frá kennslunni.
E (IP-tala skráð) 16.4.2014 kl. 21:55
Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 16.4.2014 kl. 21:56
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er lækkunin á skuldum heimilanna?
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 16.4.2014 kl. 21:57
Þorsteinn Briem, 16.4.2014 kl. 21:59
"Þjóðarsáttin" 1990 var og er bara goðsögn. "Litlu munaði þó að forsendur samninganna brystu þegar stefndi í það að BHMR yrði ekki með.
Á síðustu stundu tókst að bjarga þessu..."
Og hvernig var því bjargað, Ómar Ragnarsson? Með því að þáverandi og núverandi allsráður Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði samning við BHMR sem hann sveik svo. Var dæmdur fyrir af Félagsdómi og beit svo höfuðið af skömminni með því að láta setja bráðabirgðalög í anda samninga ASÍ.
Það var nú allt "stjórnmálaafrekið", öll "sáttin". Hinir "nýju hættir samskipta aðila vinnumarkaðarins" fólust í því að taka ríkisstarfsmenn út úr myndinni. Síðan hafa þeir í raun ekki haft sjálfstæðan samningsrétt. ASÍ og SA hafa lagt línurnar.
Nú er gott lag að brjóta þetta fyrirkomulag á bak aftur. Forysta bæði ASÍ og SA hefur ekki verið jafn veik áratugum saman. Kominn er tími á að þeir fari í aftursætið.
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.4.2014 kl. 22:05
"Sá 3,1% hagvöxtur sem mældist á fyrstu níu mánuðum [2013] var að verulegum hluta drifinn áfram af stórauknum tekjum í ferðaþjónustu, enda var framlag þjónustuviðskipta við útlönd til hagvaxtar 2% á tímabilinu."
Þorsteinn Briem, 16.4.2014 kl. 22:05
"Borgarráð ákvað um miðjan nóvember síðastliðinn að hætta við áformaðar hækkanir á gjaldskrám í öllum þjónustuflokkum borgarinnar.
Með því vildi borgin taka frumkvæði í að farin yrði ný leið í komandi kjarasamningum með því að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt."
Frumkvæðið að þessari leið nú í vetur var því Reykjavíkurborgar en ekki ríkisins.
Þorsteinn Briem, 16.4.2014 kl. 22:25
no.4. það var hér alt í gær en það fór í hruninu .
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 17.4.2014 kl. 13:28
Úff....
Þetta er hræðilega vitlaust:
"Launahækkanir fólks í þjónustu opinberra stofnana, ríkissjóðs og sveitarsjóða, veltast að vísu ekki út í verðlagið á sama hátt og hækkanir á almenna markaðnum"
...nei, nei.... þetta veldur BARA því að hækka þarf skatta.
Þeir kjánar sem enn halda að ríkið hafi staðið betur eftir síðustu ríkisstjórn ættu að kíkja aðeins á hagstofan.is.
Skuldir okkar jukust negfnilega um 397 milljónir á hverjum degi síðustu ríkisstjórnar.
Það stoðar lítið að skoða í innra bókhald en "gleyma" skuldbindingum eða hvað þá eð "gleyma" að leggja fyrir (síðasta ríkisstjórn "gleymdi" nefnilega nokkrum sinnum að leggja til LSR og skattaafskrifta alls um 50ma).
Skuldastaða mars 2009 1370ma
Skuldastaða mars 2013 1950ma
Óskar Guðmundsson, 22.4.2014 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.