21.4.2014 | 16:19
Athyglisvert súlurit.
Athyglisvert súlurit birtist í frétt á mbl.is sem sýnir hagnað og tap fyrirtækja á Íslandi á þessari öld.
Á því sýna bláar súlur vaxandi gróða fyrirtækja á síðari helmingi slímsetu Sjálfstæðisflokksins í 16 ár frá 1991 til 2009 og nær gróðinn hámarki árið 2007, á árinu sem meirihluti landsmanna vildi í síðustu kosningum fá aftur undir stjórn sömu flokka og stjórnuðu landinu í 12 ár í aðdraganda Hrunsins.
En árið 2008 blasir við svo stór rauð tapsúla, að sennilega verður að leggja saman marga áratugi blárra súlna til að jafnast á við hana eina.
Þessi rauða tapsúla sýnir fyrirbrigði sem mörgum hugnast vel um þessar mundir að nefna "hið svokallaða hrun".
Úr þessum rauðu rústum byrja síðan að rísa úr brunarústum Hrunsins vaxandi bláar súlur hagnaðar fyrirtækja þegar við völd er rústabjörgunarstjórn sem margir nefna nú "verstu ríkisstjórn í sögu þjóðarinnar", hvorki meira né minna.
Ekki dettur mér í hug að halda því fram að sú ríkisstjórn hafi, frekar en aðrar ríkisstjórnir, verið óskeikul í hvívetna og aldrei gert nein mistök.
En bendir þetta athyglisverða súlurit til þess að ríkisstjórnirnar á undan og eftir henni verði í framtíðinni stimplaðar sem bestu ríkisstjórnir í sögu þjóðarinnar?
Hagnaður fyrirtækja aldrei meiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 21.4.2014 kl. 16:26
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er lækkunin á skuldum heimilanna?
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 21.4.2014 kl. 16:27
Þorsteinn Briem, 21.4.2014 kl. 16:29
Þetta súlurit ber greinilegan vott um umhyggju síðustu ríkisstjórnar með almenningi og heimilum landsins.
Þórður Einarsson, 21.4.2014 kl. 20:45
Ég hélt að núverandi ríkisstjórn ætlaði að hækka skatt á matvæli.
Þorsteinn Briem, 21.4.2014 kl. 21:29
21.4.2014 (í dag):
"Fjármálaráðherra kynnti fyrr á þessu ári hugmyndir um að einfalda virðisaukaskattkerfið, með það að langtímamarkmiði að einungis verði um eitt skattþrep að ræða.
Nú eru skattþrepin tvö, 25,5% fyrir flestar vörur en 7% fyrir matvæli, bækur og geisladiska."
Þorsteinn Briem, 21.4.2014 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.