Ekkert að marka útlendingana ?

Eftirminnileg eru ummæli gamla Austfirðingsins sem sagði að ekkert væri varið í víðáttur, fjöll, hraun og eyðisanda, engir ferðamenn vildu sjá svo ömurlegt landslag sem væri einskis virði. "Ég hef átt heima fyrir austan í hálfa öld og veit nákvæmlega hvað er mest er virði að skoða. Það er Hallormsstaðaskógur!" sagði sá gamli um leið hann strunsaði út af ráðstefnu um náttúrverðmæti landsins og gildi þeirra fyrir ferðamennsku og sagðist ekki nenna að sitja undir svona kjaftæði.  

Hann miðaði auðvitað við verðmætamat samlanda sinna af hans kynslóð og stóð í þeirri trú að fólk, sem byggir þéttbýl og að miklu leyti skógi þakin erlend lönd, myndi þyrpast í hundruða þúsunda tali til Íslands til að sjá íslensku skógana.

Þrátt fyrir öll mín ferðalög um land okkar gangandi, akandi, hjólandi, ríðandi og fljúgandi í meira en 60 ár, hafa útlendingar, sem ég hef ferðast með undanfarin ár, opnað augu mín mun betur fyrir landinu en allt mitt flakk.

Allt fram undir síðustu aldamót hafði skoðun mín á náttúru Íslands mótast fyrst og fremst af ferðum hér heima án þess að hafa gert neinn marktækan samanburð við önnur lönd.

Þetta breyttist allt með ferðum til annarra landa og samskiptum við víðförult fólk, þekkta ljósmyndara, kvikmyndagerðarmenn, sjónvarpsmenn og vísindamenn, þar sem loksins kom til sögunnar nauðsynlegur samanburður við aðra heimshluta og lönd til þess að hægt væri að átta sig á raunverulegri sérstöðu náttúru Íslands.  

 

 


mbl.is Ísland er mögnuð upplifun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknar hér typpatog,
töluvert til lýta,
sjallar leggja lóð á vog,
láta Guðna skíta.

Þorsteinn Briem, 21.4.2014 kl. 20:38

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hef farið ì allnokkrar ferðir með Þjóðverjum um Ísland. Skynjað fjölbreytileikann, fegurðina líka í auðninni à hàleitinu. Hins vegar eru líka Þjóðverjar sem sjà fegurðina bara í skógum eða sandstöndum,þetta fólk hefur lítinn àhuga á Íslandi. Fegurðin sér hver og einn. Í Þýskaland eru líka hópar sem hatar all sem þýskt er,hatar bændur,bændamenningu,gyðinga,eða velja sér stjórmalaflokk til að hata. Ómar svona öfl eru líka til á Íslandi hér hata þeir bændur, Framsókn, kristið fólk, eða fólk af landsbyggðinni. Það merkir sig með rauðri kúlu sem það setur à nefið eða í barminn. Steinar allra landa.

Sigurður Þorsteinsson, 21.4.2014 kl. 21:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef þú, Sigurður Þorsteinsson, átt við undirritaðan með því að gapa hér um "Steina allra landa" þá bjó ég í áratug í íslenskri sveit með kúm, kindum og framsóknarmönnum og hef hamrað á því að bæta þurfi kjör íslenskra sauðfjár- og kúabænda.

Þorsteinn Briem, 21.4.2014 kl. 21:51

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland nú þegar 80% í Evrópusambandinu og kjör íslenskra sauðfjár- og kúabænda myndu batna stórlega ef Ísland væri að öllu leyti í sambandinu.

Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.

Ostar
frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.

Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.

Tollar á öllum vörum
frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum, 20% á sætabrauði og kexi, 15% á fatnaði og 7,5% á heimilistækjum.

Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.

Þar að auki eru dráttarvélar og aðrar búvélar, kjarnfóður, tilbúinn áburður, illgresiseyðir og skordýraeitur, heyrúlluplast og olía seld hingað til Íslands frá Evrópu.

Vextir
myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.

Þorsteinn Briem, 21.4.2014 kl. 22:01

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Andlegt heilbrigði Sörlaskjólsskáldsins er í samræmi við kynhneygð þess.

Sigurgeir Jónsson, 21.4.2014 kl. 22:37

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður er gagnkynhneigður og sama er mér að Sigurgeir Jónsson sé hommi.

Þorsteinn Briem, 21.4.2014 kl. 22:40

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sörlaskjólsskáldið telur nauðsynlegt að obinbera kynhneygð sína.

Sigurgeir Jónsson, 21.4.2014 kl. 23:05

8 identicon

Hversu mikið var að marka þær þúsundir Íslendinga sem sáu Spán sem besta land í heimi. Þar var allt sem Íslendinginn þyrsti í; sól, ódýr matur, heitur sjór og kaldur bjór. Hefðu Spánverjar átt að einbeita sér að því að uppfylla þær kröfur og láta annað sitja á hakanum?

Ef við ætlum að hlusta á útlendinga þá eru þeir sem hingað koma ekki hlutlausir og varla marktækir. Af fáfræði sjá þeir mikla fegurð í iðnaðarúrganginum sem við köllum Bláa Lónið, auðnum hálendisins þar sem allur jarðvegur hefur fokið burt af okkar völdum og náttúrulegu og villtu drullusvaðinu sem við höfum skapað við Geysi og aðra staði sem við teljum að freisti útlendinga.

Af sérvisku sækja þeir okkur heim af sömu hvötum og áhuga og yfirgefin sovésk iðnaðarþorp og moldarkofa í Afríku. Og það er varla til það land sem ekki telur sig hafa einstaka og sérstaka náttúru og náttúrufegurð að bjóða túristum. Sérstaða okkar er engu meiri en sérstaða annarra og þegar grannt er skoðað ekki nein sérstaða. Flest má finna engu síðra annarstaðar.

Jós.T. (IP-tala skráð) 21.4.2014 kl. 23:07

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi.

Hér á Íslandi eru þrír íbúar á hvern ferkílómetra og hingað til Íslands kemur nú um hálf milljón erlendra ferðamanna á ári.

Miðað við að hver erlendur ferðamaður dveljist hér á Íslandi í eina viku eru hér að meðaltali um tíu þúsund erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu.

Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands árið 2009 og gistu þá að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.

Að meðaltali voru því um ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum innanlands á degi hverjum árið 2009.

Þannig voru að meðaltali fleiri Íslendingar á ferðalögum hérlendis en erlendir ferðamenn á degi hverjum árið 2009.

Þorsteinn Briem, 21.4.2014 kl. 23:24

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslendingar ferðast langmest til annarra Evrópulanda, þar á meðal Spánar, og hafa því væntanlega mestan áhuga á að heimsækja iðnaðarsvæði, samkvæmt  "Jós.T.".

Þorsteinn Briem, 21.4.2014 kl. 23:27

11 identicon

Og útlendingar koma til Íslands til að telja fjölda Íslendinga á hvern ferkílómeter samkvæmt Steina B. Og gistingar Íslendinga hjá ættingjum og vinum, í sumarbústöðum og íbúðum stéttarfélaga sönnun á því hversu einstakt og vinsælt Ísland er til ferðalaga. Verst að útlendingarnir skuli vera lang hrifnastir af iðnaðarúrganginum í hrauninu hjá Grindavík. Einstakara en hálendið, Þingvellir Gullfoss og Geysir og næturlífið í Reykjavík að sögn þeirra.

Jós.T. (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 02:01

12 identicon

Þetta er sver fullyrðing, - að bláa Lónið sé númer eitt. Greinilegt að Jós.T. þekkir lítið til, - hefur alla vega ekki rússað með túrista út um allt.
Get nefnt nokkra aðra staði..........
Hraunfossar, Dritvík, meir að segja malarmörkina á Kaldadal, Hvalfjörð, ALLA fossa, ÖLL náttúruleg hverasvæði, Grænavatn, Kerið, ÖLL ósnortin hraun, mýrlendi, vallendi, flóa, fjöll, firði, ALLA jökla, sandfjörur, stuðlaberg og svo framvegis.
Maður fær stundum ábendingar um eitthvað sem betur mætti fara, aðallega háspennulínur á vitlausum stöðum, og undarlegar byggingar á vitlausum stöðum. (flottur kontrast er kumbaldinn á planinu uppi á Þingvöllum versus gamli bærinn), torfhús og sveitakirkjur þykja flott en industríalisminn og módernisminn þykja síður passa. Harpan er t.d. svona 50-50, en Hallgrímskirkja skorar vel.
Bláa lónið fær sitt skor af sjónrænum ástæðum, - þetta er bara súrrealískt, - en það er hins vegar farið að fá pillur út af massatúrisma. Græna lónið í Mývatnssveit fékk gott skor þegar ég var þar síðast, - þægilegt, minna, og færra fólk á flötinn.
Í grunninn, - iðnaðarsvæðin eru holt og bolt ekki sjónrænt vinsæl, - en fá ákveðna virðingu hjá þeim sem halda að þetta sé 100% allt endurnýjanleg orka. Þeir sem hafa lesið meira eru ekki hrifnir, og það er bylgja í gangi hvar ferðamenn sneiða hjá Austurlandi, - meir að segja ég var hissa þegar ég komst að þessu!
En marktækir? Ojá, - alveg eins og kúnninn í búðinni sem vill kaupa eitthvað, - maður segir honum ekki að hann sé með vitlausan smekk....

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 07:32

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.

Yellowstone National Park

Þorsteinn Briem, 22.4.2014 kl. 10:57

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er rétt, að mínu mati, að útlendingar sjá landið oft með öðrum augum en íslendingar. Að vísu hefur viðhorf margra íslendinga breyst síðustu ár eða áratugi.

Útlendingar eru stundum að horfa á það sem íslendingum finnst ekkert sérstakt.

Það er ekki síst trjáleysið sem hrífur. Þessi ,,nekt", landsins má kalla.

En það er ekki það að útlendingar vilji að allt sé auðn eða oþh. heldur þessi prímitífi gróður. Lággróður o.s.frv., mosi, mýrar, lækir.

Þessvegna segi ég að það er bókstaflega náttúruspjöll sumsstaðar þar sem fólk er að drita niður trjám upp um allar hlíðar, alveg skipulaglaust, og fara svo á eftir með lúpínu eða annan arfa og pusa þessu í allar áttir - eru bara náttúruspjöll sem ætti að varða við lög.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.4.2014 kl. 12:19

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jafnframt tel eg að Færeyjar gætu tekið duglegan skerf af ferðamönnum sem koma til Íslands - ef þeir vildu. Færeyingar hafa hinsvegar ekki viljað það hingað til. Eg hef séð umræður í Færeyjum þar þeir eru að velta þessu fyrir sér og mjög algengt er að sjá álíka og: Og viljum við hafa allt fullt af fólki yfir sumarið eins og á Íslandi? Segja færeyingarnir.

En sem kunnugt er kann slíkt að breytast skyndilega. Ef peningar eru í spilinu.

Færeyjar hafa í raun uppá ýmislegt að bjóða sem Ísland hefur ekki. Td. þessi litlu þorp sem eru barasta eins og listaverk. Þetta var allt lagt eyði hér. Voru svona lítil þorp útum allt. Allt lagt í eyði vegna skammsýni innbyggja.

http://www.youtube.com/watch?v=DyElaxMerLU

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.4.2014 kl. 12:42

16 identicon

Yfir 4 milljónir manna heimsóttu Empire State Building í Bandaríkjunum árið 2012. Mannvirki sem slær út 9000 ferkílómetra náttúruundur.

Jos.T. (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 12:51

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrra, 2013, varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.

30.12.2013:

Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum


Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þessi íslensku fyrirtæki greiða alls kyns skatta til íslenska ríkisins og þeir níu þúsund Íslendingar sem hjá þeim starfa greiða að sjálfsögðu einnig skatta til íslenska ríkisins, tekjuskatt og næst hæsta virðisaukaskatt í heimi af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

Svo og útsvar til íslenskra sveitarfélaga.

Og erlendir ferðamenn greiða í raun alla þessa skatta með útgjöldum sínum til íslenskra fyrirtækja, 238 milljörðum króna árið 2012.

Þorsteinn Briem, 22.4.2014 kl. 13:45

18 identicon

Um millión manns heimsækja virkjanasvæðið Hoover Dam árlega, en það er á mörkum fylkjanna Nevada og Arizona, en svæði þetta er svo til eyðimörk: http://en.wikipedia.org/wiki/Hoover_dam

Hve segir svo að virkjanir hafi ekki aðdráttarafl fyrir ferðamenn?

Friðrik F. (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 23:30

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012 og 72% þeirra fóru þá að Gullfossi að sumri til en 61% að vetri til.

Um 800 þúsund erlendir ferðamenn dvöldu hér á Íslandi í fyrra, 2013, og meira en hálf milljón þeirra fór að Gullfossi, miðað við að 63% þeirra hafi farið þangað á árinu.

Ef sami fjöldi erlendra ferðamanna hefði þá farið að fossinum Dynki í Þjórsá og hver þeirra greitt tíu þúsund krónur fyrir ferðina hefði heildarupphæðin verið rúmlega fimm milljarðar króna.

Og 150 milljarðar króna, andvirði Kárahnjúkavirkjunar á 30 árum.

Þorsteinn Briem, 23.4.2014 kl. 00:31

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.10.2013:

"Útflutningur vöru og þó einkum þjónustu hefur dregið vagninn frá hruni.

Mestu munar þar um hlut ferðaþjónustunnar, sem hefur vaxið langt umfram væntingar og hvert metið verið slegið á fætur öðru í komu erlendra ferðamanna.

Álverð hefur
hins vegar lækkað skarpt frá því vorið 2011.

Verðið á tonni af áli var 1.820 dollarar í ágúst síðastliðnum en 2.600 dollarar í apríl 2011 [sem er verðlækkun um 30%].

Og Seðlabanki Íslands reiknar með að meðalverð sjávarafurða lækki um 4% á þessu ári og 2% á næsta ári."

Blikur á lofti í vöruútflutningi héðan frá Íslandi

Þorsteinn Briem, 23.4.2014 kl. 00:37

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landsvirkjun tapaði 4,4 milljörðum króna árið 2013 vegna lækkandi álverðs

26.2.2014:


"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [hátt í andvirði Kárahnjúkavirkjunar].

Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

Þorsteinn Briem, 23.4.2014 kl. 00:46

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 70% erlendra ferðamanna komu hingað til Íslands árið 2007 til að njóta náttúru landsins og 40% nefndu íslenska menningu og sögu en um 10% nefndu aðra þætti, til dæmis ráðstefnur.

Ferðaþjónusta hér á Íslandi í tölum - Október 2009, bls.12

Þorsteinn Briem, 23.4.2014 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband