Hvers vegna var hann kallaður Jói dús ?

Í gegnum tíðina hefur maður heyrt og séð margt á endalausum þvælingi um landið. Eitt af þvi var það, að um miðja síðustu öld hlaut ungur maður að nafni Jóhannes viðurnefnið "dús" vegna þess, að sem barn gekk hann óvenju lengi með snuð í munninum og var ákaflega erfitt að venja hann af því.

Snuð var ein af þessum uppfinningum manna til að búa til eftirlíkingu af náttúrulegum hlutum, en á öld tækniframfara var allt slíkt talið af hinu góða.

Því fyrr sem barnið var tekið af brjósti, gat farið að drekka gerilsneydda kúamjólk og fengið sér snuð, því betra. Og því fyrr sem hægt var að taka snuðið af barninu, því betra, þótt beita yrði það hörku.  

Nú kemur í ljós í þessu eins og mörgu öðru að gamla lagið í takt við náttúruna best, ekki hið nýja og tæknilega. 

Og athyglisvert er hve margar af vísindalegum uppgötvunum okkar tíma fela það í sér, að manninum líði þrátt fyrir allt best þegar hann er í sem svipuðustu umhverfi og þróaði hæfileika og hraustleika formæðra okkar og forfeðra langt aftur í aldir, en ekki í veröld tilbúnings og eftirlíkinga.  

Þegar lesið er um þá uppgötvun að best sé að börn séu sem lengst á brjósti, jafnvel allt að fjögurra ára aldri, leitar hugurinn til Jóa dús. 

Kannski var það eðlisávísun hans sem barns sem knúði hann til þess eftir að hafa verið sviptur móðurmjólkinni að leita eins lengi og hann gat til þess sem best hafði reynst um aldir í stað hinnar stöðluðu og geldu aðferðar sem þá var lenska.

Hann gat hins vegar ekki sótt til hins upprunalega heldur varð að láta sér snuðið nægja eins lengi og hann fékk að komast upp með það.  

Eðlisávísun Jóa dús hafði sennilega rétt fyrir sér en ekki tæknifíkn hinna fullorðnu.    


mbl.is Hrósa ætti konum fyrir brjóstagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Slakaði nú á Ómar Ragnarsson. Eða ertu orðinn framsóknarmaður eins og Egill Helgason?

 

„..að manninum líði þrátt fyrir allt best þegar hann er í sem svipuðustu umhverfi og þróaði hæfileika og hraustleika formæðra okkar og forfeðra langt aftur í aldir.“

 

Hvaða hraustleika ertu að tala um? Barnadauði líklega meiri en 50% og meðal aldur minni en 50 vetra. Ertu með nostalgíu eftir vosbúð og kulda torfkofanna, þar sem hygiene var meira og minna óþekkt fyrirbrigði, enda erfitt að viðhalda við ríkjandi aðstæður og ignorance íbúanna. Hvað veldur, þjóðremba Simma Kögunar og Guðna frambjóðanda?

 

Hallo folks. wake up!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 21:37

2 identicon

Ekki les ég þetta svona skakkt út hjá Ómari, heldur einfaldlega það, að brjóstagjöfin er betri en tilbúningurinn.
Kúamjólkin og hennar vörur koma svo á eftir og fylgja okkur út ævina.

Á eftir brjósti, ekki í staðinn fyrir það...

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.4.2014 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband