26.4.2014 | 10:07
Tók mánuð fyrir 100 árum. Hvað nú?
28. júní 1914 skaut serbeskur þjóðernissinni austurríska ríkiserfingjann og konu hans í Sarajevo.
Réttum mánuði síðar voru Serbía og Austurríki-Ungverjaland komin í stríð og innan viku eftir það var heimsstyrjöld skollin á.
Á þessum mánuði sem leið tók ein aðgerð ráðamanna þjóðanna við af öðrum í áttina að ófriði, fór hægt af stað í byrjun en óx hröðum skrefum.
Atburðarásin í Úkraínu núna minnir óþyrmilega á hliðstæða atburðarás fyrir einni öld.
1914 voru stríðsþjóðirnar búnar að skuldbinda sig á ýmsa vegu gagnvart hver annarri, og það leiddi til allsherjar stríðs. Svipuð atburðarás var í september 1938, en þá tókst að afstýra stríði með naumindum, og reyndar til lítils, því að friðurinn stóð aðeins í nokkra mánuði og innan árs var skollin á heimsstyrjöld.
Gagnvart atburðarásinni núna standa menn og virða hana fyrir sér. Og stóra spurningin er: Hvað nú ?
Hafa menn ekkert lært af óförunum 1914 ?
Rússar hafa rofið lofthelgi Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er engu líkara en þig klæji í lófana eftir stórstríði þar sem tugir eða hundruðir miljóna myndu deya og hörmungarnar yrðu ólýsanlegar og meiri en nokkru sinni áður ef kæmi alheimsstríð. Aldrei minnistu á það. Þessir stríðspistlar þínir eru ansi undarlegir. Stríð er ekki leikur að eitthvað spennandi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.4.2014 kl. 13:41
Sigurður, hvernig í ósköpunum getur þú lesið það út úr þessum pistli Ómars ?
Hákon Þorri Hermannsson (IP-tala skráð) 26.4.2014 kl. 16:52
Sigurður Þór, Ómar var bara að rekja gamlar staðreyndir og benda á líkindi með þeim og nútíma atburðum. Ég held að það séu einhverjir aðrir en hann Ómar sem ætla sér landvinninga í Úkraínu.
Þetta vandamál sem nú hrjáir ærlegt fólk í Úkraínu stafar af spillinu sem var uppræktuð í Sovétríkjunum sálugu og dreift samviskusamlega um lönd þar innan. En Rússar, mestu spillingar sérfræðingar heimssögunnar stjórnuðu Sovétríkjunum og Varsjár bandalaginnu.
Það er undarlegt að þú svona vitur friðar sinni Sigurður Þór skulir benda á Ómar Ragnarsson sem stríðs æsingamann í væntanlegu stríði sem Rússar eru búnir að hóta Úkraínumönnum.
Hrólfur Þ Hraundal, 26.4.2014 kl. 16:54
"Ekki veldur sá sem varar" segir máltækið. En nú er svo að sjá að sumir telji þann sem vari við einmitt vera þann sem vill að ófarirnar endurtaki sig. Stórmerkilegt.
Ómar Ragnarsson, 26.4.2014 kl. 20:48
Var það ekki líka kallað að skjóta sendiboðann ?
Sigurður Þór sér eitthvað annað, sennilega með einhver gleraugu sem einhver hefur lánað honum.
Haraldur Gudbjartsson (IP-tala skráð) 27.4.2014 kl. 03:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.