4.3.2007 | 23:57
HELENA Í KVÖLD, RAGGI Í GÆR.
Ég ólst upp Stórholtinu í Reykjavík og í þeirri götu og neðri hluta Meðalholtsins átti heima ótrúlegt safn fólks, þeirra á meðal Helena Eyjólfsdóttir, Bjarni Böðvarsson og sonur hans, Ragnar Bjarnason, Kristín Ólafsdóttir, KK- Kristján Kristjánsson og sonur hans Pétur Kristjánsson, Friðrik Þór Friðriksson, Ámundi Ámundason, Gunnar V. Andréssson ljósmyndari, Pétur Pétursson þulur og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, dóttir hans, Gunnar Eyþórsson, blaðamaður, en sonur þeirra Gunnars og Ragheiðar Ástu er Eyþór Gunnarsson.
Allt þetta fólk sem tengdist tónlist og listum á aðeins nokkur hundruð metra svæði. Þetta var þorp um miðja síðustu öld, því allt í kring voru auð svæði. Í gær hélt Helena tónleika í Salnum, - Raggi Bjarna fór á kostum í Háskólabíói í gær. Hver kemur næst?
En upptalingunni er ekki lokið því gatan var full af fleira sérkennilegu eða frægu fólki, talið upp eftir Stórholtinu: Pétur Hannesson og dóttir hans, Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, Bernhard Arnar kaupmaður og sonur hans, Björn Arnar, Villi sleggja, Hafsteinn miðill, á 31 Ingólfur Hólakot, á 33 Raggi bakari og Jónína, formaður Hvatar, Jón Ragnarsson rallkappi, á 35-37 voru Snæra-Mangi og sonur hans Ólafur (Óli spotti), Jói svarti, Hilmar Karlsson kvikmyndagagnrýnandi, xxxx fulla, næst fyrir ofan voru Eyþór Gunnarsson læknir, - á 26 voru Helgi Kristjánsson glímumaður og Davíð Helgason körfuboltamaður, á 22 voru Stína og Hafliði, Dunna dóttir þeirra, gift Rúnari Guðbjartssyni, flugstjóra, sálfræðingi og flughræðslulækni, á 22 Sigga Hannesar verkalýðsrekandi. Baldur Scheving knattspyrnumaður á næstu grösum í Meðalholti , - en 30 metrum frá mótum Stórholts og Háteigsvegar voru Ólafur Georgsson og Alda Hansen og sonur þeirra Georg Ólafsson. Og ekki voru nema ca 150 metrar í Einholtið þar sem Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, ólst upp.
Þetta var stórkostlegt þorp til að alast upp í. Og gaman að vita af því hve margir þorpsbúa eru enn í fullu fjöri!
Athugasemdir
Já, nú er hún Snorrabúð stekkur og núna er bara meðalmennska í Meðalholtinu. Skrýtnar skrúfur eru flestar sendar í einangrunarbúðir en þær skrýtnustu verða heimsfrægar, til dæmis Björk og Sigur Rós.
Steini Briem (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 00:25
Svo var einu sinni eða tvisvar halið ættarmót Holtabúa, að mig minnir. Kom að norðan til að hitta ykkur
Kveðja frá Sigrúnu, Stórholti 23 En þar bjuggu bræðurnir Sigurður frá Minnivöllum sem keyrði á Þrótti og Guðjón frá Minnivöllum sem keyrði á Hreyfli, ásamt fjölskyldum sínum
Sigrún Jóna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.