Flestar verðlaunaveitingar orka tvímælis. Bandarískt glerhús.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva orkar tvímælis, er eins og flestar verðlaunaveitingar eða keppni.

Því veldur ekki aðeins það að erfitt er að deila um smekk, heldur einnig umdeilanlegar reglur sem keppt er eftir.

Sum frægustu lögin, sem kynnt voru fyrst í söngvakeppninni, komust til dæmis ekki í efstu sætin árin sem þau kepptu. Og önnur lög, sem urðu efst, hurfu fljótlega af sjónarsviðinu.

Þegar bandarískt blað bendir á þetta varðandi söngvakeppnina er kastað úr glerhúsi varðandi vitið á bak við hana. Sjálfir hafa Bandaríkjamenn verið í fararbroddi varðandi keppni af ýmsu tagi, sem skilar oft mjög umdeilanlegum niðurstöðum, en hefur þó þann viriðingarverða tilgang að veita skemmtun, umræður, deilur og síðast en ekki síst, heilmikið "show".

Óskar, Emmy og hvað þetta heitir nú allt.

Sumir helstu og frægustu jöfrar í kvikmyndaheimsins fengu aldrei Óskarsverðlaun, svo sem sjálfur Hitchcock. Sumar myndirnar, sem sópuðu til sín verðlaunum, voru meira umbúðir en innihald.

Þetta á ekki aðeins við um listir heldur keppni í gerð ýmissa hluta, svo sem bíla.

Sumir bílar, sem hömpuðu titlinum "bíll ársins í Evrópu" reyndust skammlífir. Má nefna Porsche 928, Citroen CX og Rover 3500 sem dæmi.

Aðrir bílar, sem reyndust marka tímamót, svo sem Volkswagen Golf, fengu ekki náð fyrir hinum viðurkenndu álitsgjöfum.

Um allt af þessu tagi má deila, eins og árlegar deilur um "íþróttamann ársins" á Íslandi bera vitni um.

En þetta gefur lífinu og tilverunni lit og eitthvað til að tala um og deila um í samræmi við misjafnt mat manna, sem ýmist skapar hrifningu eða hneykslan.  


mbl.is Vita að keppnin er fáránleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, Porsche 928 var í framleiðslu frá 1978 til og með 1995 skv. Wikipedia. Er það skammlíft í bílaheiminum?

gunnar (IP-tala skráð) 10.5.2014 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband