11.5.2014 | 01:21
Sumargleðin 35 árum eða jafnvel enn lengra á undan !
Tímamót, skeggjuð manneskja í kjól á sviðinu sem heillar alla upp úr skónum, Austurríkismaður sem sigrar í Eurovision?
Nei.
Á facebooksíðu Þuríðar Sigurðardóttur má sjá ljósmynd, sem hún hefur legið á eins og ormur á gulli í 35 ár og sýnir eitt af eftirminnilegri atriðum Sumargleðinnar á áttunda áratugnum, skeggjaða hljómsveitarkonu.
Það var fátt sem þeim hópi datt ekki í hug. Meðal annars sumarafbrigðið af jólasveini í fullum jólasveinabúningi, svonefndur júlísveinn, látinn fara hamförum á Norðurlandi um hásumar og slær í gegn hjá Skagfirðingum, þegar hann kveðst aðspurður vera tvíburabróðir Ketkróks og heita Sauðárkrókur !
Enn er ekki runninn upp sá tími þegar hægt verður að telja árin afturábak frá júlísveini í Júróvision aftur til Sauðárkróks á Króknum ! En hver veit nema sá tími muni koma þegar júlísveinn leggur Evrópu að fótum sér.
Skeggjaða konan sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.