Yfirleitt vinnur besta liðið í svona keppni.

Þegar úrslitin í keppninni um Englandsmeistaratitilinn eru ráðin er oft mikið rætt um síðustu leikina, sem þeirra leikja sem réðu úrslitum.

Fylgjendur Liverpool horfa einnig á langvinna sigurgöngu sinna manna og þá óheppni að glutra svo glæsilegri frammistöðu niður í leik við botnlið.

Þessi nálgun felur í sér mikla einföldun. Þessi keppni er nefnilega frekar með einkenni langhlaups en einstakra spretta eða endaspretts.

Allir leikirnir frá upphafinu í haust til lokaumferðarinnar buðu nefnilega upp á jafnmörg stig í pottinum og öll mörkin hefðu verið talin saman og City unnið, ef tvö lið hefðu orðið efst og jöfn að stigum.

Í raun réðu einstök töp, jafntefli eða vinningar jafn miklu um útkomuna, hvort sem leikið var við topplið, botnlið eða miðlungslið snemma eða seint á leiktíðinni.

Í svona keppni eru úrslitin yfirleitt skýr: Besta liðið vinnur.    


mbl.is Man City enskur meistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ansi ruglað Ómars tal,
illa stundum lætur,
allra best er Arsenal,
á Anfield margur grætur.

Þorsteinn Briem, 11.5.2014 kl. 18:10

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Apakettir,Apaspil

Anfield fóstrar betra lið

á vellinum eru töfrarnir

þar vinna poolarar flest önnur lið.

Á Anfield Road er sunginn fagur söngur

sem hleypir krafti í menn

Á Highbury menn stunda göngur

um deild þeir falla senn ;)

Ragna Birgisdóttir, 12.5.2014 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband