"Æ, æ, - ég er með fullan fataskáp af engu til að fara í."

Ofangreind setning minnir mig að Milton Berle hafi notað sem dæmigerða setningu fyrir konur, og hún virðist við fyrstu sýn ríma við könnun á því hve mikið af niðurpökkuðum fötum konur nota fyrir ferðalagið.

Ef ferðast á hér á landi held ég hins vegar að hlutfallið sé jafnara á milli kynjanna, því að leitun er að landi, þar sem eins tvísýnt er um veður og veðrabrigði geta verið snögg, auk þess sem Færeyjar og Ísland eru svölustu staðir Evrópu á sumrin.  


mbl.is 90 prósent kvenna nota ekki öll fötin sem þær pakka niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Hvað ætli Gísli á Uppsölum hafi haft mörg föt til skiptanna? Þegar þátturinn um Gísla voru sýndur á sínum tíma ríkti mikill eftirvænting. Þjóðin var að uppgötva ríkidæmið nýkomin út úr torfhúsunum.

Fáir hafa orð á því við útlendinga í dag hver húsakosturinn Íslendingar var um 1900. Hvar er litla torfhúsið til sýnis? Kjarval uppgötvaði litina í Bleikdalsá en torfbærinn við ánna er að hverfa ofan í svörðinn.

Eitt sinn sat ég við hliðina á Afríkubúa í rútu á leið frá Hong Kong inn í Kína. Hann var ekki með neina ferðatösku og því spurði ég hann að því hvort hann hefði týnt farangrinum. Ó nei, hann var í fata-innkaupaferð. Ætlaði að taka allt sem hann keypti heim í flugvél.

Sigurður Antonsson, 11.5.2014 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband