Eldhúsdeginum þjófstartað með Prúðuleikaraþætti.

Fyrir hreina tilviljun datt inn til mín bein útsending frá Alþingi rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi, sem varð til þess að draga mann að tækinu, þvílíkt var fjörið. Þetta var nokkurs konar Prúðuleikaraþáttur.  

Steingrímur J. var greinilega í stuði þegar hann fór í gegnum skuldaleiðréttinguna og séreignasparnaðinn og síðan lagði Vigdís Hauksdóttir sitt af mörkum til að halda fjörinu uppi með frammíköllum, sem af spunnust þriggja manna orðaskipti þegar þingforseti var dreginn inn í leikritið.

Lokakaflann átti síðan Pétur Blöndal og enda þótt ýmis orðaskipti þyki fréttnæmust frá þessum hluta umræðnanna í nótt, sitja þó eftir fræðandi og málefnaleg atriði í ræðum þeirra Steingríms og Péturs, sem eiga fullt erindi til landsmanna.

Í eldhúsdagsumræðunum í kvöld er hætt við að hún verði ekki eins grípandi og áhugaverð, vegna þess hve umræðan verður dreifð. Verði það þannig, er það synd, því að málefnalegar umræður með rökum og gagnrökum eru nauðsynlegar. Má segja að eldhúsdeginum hafi verið þjófstartað í nótt.  

 


mbl.is Sagði Vigdísi að þegja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband