Þarf alþjóðlegt dómsvald í svona málum?

Forræðismál virðast vera einhver erfiðustu mál, sem rekin eru fyrir dómstólum, og verða enn erfiðari ef þau eru orðin að eins konar milliríkjamáli.

Í ævisögu Steingríms Hermannsssonar, sem þurfti að glíma við mörg afar erfið mál í stjórnmálum, má skynja hve forræðismál hans sem tengdist tveimur löndum, var honum erfitt.

Enn er í minni málarekstur Sophiu Hansen, þar sem um var að ræða brottnám tyrknesks föður á tveimur dætrum Sophiu til Tyrklands.

Þrátt fyrir allt tal um að nútíma réttarfar sé svo miklu betra en það var fyrr á öldum, er engu líkara, en að þegar forræðismál lenda á borði tveggja þjóða, ráði þær ekki við þau, heldur verði þessi mál að bitbeini á milli þjóðanna.

Af þeim upplýsingum, sem fást af dómstólameðferð á máli Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur í Danmörku, er að sjá að dönsk yfirvöld séu ekki fær um að leggja faglegt mat á mál hennar.

Og af tali lögfræðinga er heyra að slík hegðun sé alvanaleg þegar um svona mál sé að ræða.

Einhvern veginn finnst manni að til þyrfti að vera sérstakur alþjóðlegur dómstóll, sem fjalli eingöngu um svona mál út frá sjónarmiði óháðs þriðja aðila.  

 


mbl.is Ein­göngu að klekkja á Hjör­dísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eðlilegt Ómar að þér finnist þetta einkennilegt þegar málflutningurinn er svona einhliða í íslenskum fjölmiðlum eins og í þessu tilviki.

Þessar síður varpa betra ljósi á aðra fleti málsins:

http://forrettindafeminismi.com/2013/11/23/brottnams-og-talmunarmal-hjordisar-svan-adur-obirt-gogn/

og

http://kvennabladid.is/2013/12/02/vidtal-vid-barnsfodur-hjordisar-svan/

Ragnar (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 10:14

2 identicon

Takk Ómar fyrir að vekja máls á þessu.

Aðalheiður (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 11:33

3 identicon

Kæri Ragnar. Væri nú ekki kominn tími til að finna eitthvað annað. Þessar tilvitnanir eru að verða frekar þreyttar. Við skulum frekar taka nokkrar staðreyndir.

1. Stúlkurnar halda því fram að faðir þeirra fari illa með þær svo ekki sé dýpra í árina tekið

2. Stúlkurnar eru á Íslandi en móðirin í öryggisfangelsi í Danmörku

3. Stúlkurnar voru færðar með lögregluvaldi síðast úr landi, þá ekki bara grátandi heldur hamslausar af sorg og kvíða

4. https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advtype=52&advid=29686905

5. Vinsamlega segið líka frá samskiptum barnsföður Hjördísar Svan við hinar mæður barnanna hans.Hvað á hann annars mörg börn?

Þetta eru bara nokkrar hugleiðingar og það er rétt að málflutningurinn hefur verið nokkuð einhliða.

Þetta er þannig mál að Hjördís sem er forræðislaust foreldri ætti að vera undir verndarvæng allra sem bera hag barna fyrir brjósti

Ásta (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 11:42

4 identicon

Enn ein ástæða fyrir þörf óháðs dómstóls, til að áróður um foreldrana á netmiðlum þvælist ekki fyrir velferð barnanna. Mig langar að vita hvort börnin verði send til föðursins, áður en þeirra máli hér sem barnaverndarnefnd hefur áfrýjað til hæstaréttar og rannsókn á ofbeldisásökunum í Danmörku er lokið, eins og virðist vera útlit fyrir? Á bara að taka sénsinn og vona að þær verði ekki beittar ofbeldi? Ég hef hvorki forsendur til að dæma föður né móður frekar en aðrir utanaðkomandi. Allir með viti hljóta að vera sammála því að börnin eigi að njóta vafans á meðan hann finnst.

Þór (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 11:45

5 identicon

Af þeim litlu upplýsingum, sem fást af dómstólameðferð á máli Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur í Danmörku, er að sjá að dönsk yfirvöld séu fær um að leggja faglegt mat á mál hennar og hafi gert það. Ekki er að sjá að dómstólar hérlendis hefðu tekið öðruvísi á málinu. Það er enn þannig í báðum löndunum að ásakanir einar sér nægja ekki til sakfellingar. Einhliða fréttaflutningur þar sem annar aðilinn og stuðningsmenn ráða ferð er mælikvarði á fréttamenn en ekki málið.

Espolin (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 11:50

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er bara eðlilegt náttúrulögmál að góð móðir í öllum tilfellum á að eiga fyrsta rétt til barna sinna. Þetta er ekki fyrir lagana menn að leika sér með. Munið sæðisgjafi er faðir. Nauðgari er faðir. One night stand barn á faðir líka.

Valdimar Samúelsson, 15.5.2014 kl. 12:24

7 identicon

Sæll Ómar. Kærar þakkir fyrir að vekja máls á þessu.

Þar til fyrir rúmu ári horfði ég, af takmörkuðum áhuga, á þetta mál utanfrá og hugsaði, eins og flestir, að það hlyti að vera einhver pottur brotinn hjá móðurinni, þar sem bæði Íslenskt og Danskt réttarkerfi eiga að vera vel fær um að taka til greina vitnisburð barna og önnur fyrirliggjandi gögn.

Það er tæpt ár síðan að ég dróst fyrir tilviljun inn í þetta mál, ég ætlaði vissulega alls ekki að blanda mér inn í það sem mér fannst ,,einkamál" bláókunnugs fólks, en til að gera þá sögu stutta, þá hef ég síðan þá séð heil ógrynni málsgagna sem benda óhugnalega sterklega til þess að faðir barnanna sé langt frá því að vera allur þar sem hann er séður, svo ekki meira sagt. Það sem slær mig hvað mest er þetta: Það er ekki greinanlegur vilji, hvorki hjá dönskum yfirvöldum, né íslenskum, til að hlusta á börnin, sem þó eru skýrmælt og hugrökk að segja frá ósegjanlega erfiðum hlutum.

Hávær hópur í kommentakerfum íslenskra dagblaða heldur því fram að börnin séu heilaþvegin af móður sinni, nokkuð sem er harla fjarstæðukennt, til dæmis í tilfellum eins og þegar skýrsla frá leikskóla greinir frá frásögn 5 ára barns um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi af hálfu föður síns - 5 mánuðum eftir að barnið hitti móður sína síðast. Það er freistandi að grípa til kaldhæðni gagnvart slíkum fullyrðingum, en látum okkur nægja að segja þetta, í fullri einlægni: Ég þekki enga móður sem er svo máttug að hún geti heilaþvegið 5 ára barn svo rækilega að það dugi til að snúa barninu gegn ástríku foreldri 5 mánuðum síðar.

Til viðbótar má svo bæta við að fjöldi fólks sem hefur mælt fyrir því að rödd barnanna fái að heyrast hefur orðið fyrir persónulegu áreiti, bæði í formi símhringinga, tölvupósta og nafnlausra skilaboða á samfélagsmiðlum, þar á meðal hótunum um morð og limlestingar - auk þess sem íslenskir fréttamenn sem hafa sýnt áhuga á að fjalla um málið hafa rekið sig hastarlega á að málfrelsið er ekki allt þar sem það er séð.

Frá því að ég fór, fyrir áðurnefnda tilviljun, að hafa afskipti af þessu máli, hef ég enn fremur komist að því að það sem lögfræðingur Hjördísar segir í þessu máli á því miður við rök að styðjast; danska ríkið setur ,,rétt" dansks foreldris ætíð í fyrsta sæti, nokkuð sem m.a. Evrópusambandið hefur óskað skýringa á.

Af þessum ástæðum er ég hjartanlega sammála þessari ályktun þinni, að til þyrfti að vera sérstakur alþjóðlegur dómstóll, sem á hlutlausan hátt gæti tekið að sér að skera úr í málum sem þessum. En þangað til slíkum dómstól verður komið á laggirnar - hvað gerum við þá?

Helga Sigurdardottir (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 12:26

8 identicon

Þeir eru mættir foræðalausu feðurnir hér inni ....enn þeir hafa síðustu mánuði verið í herferð gegn Hjördísi... Ótrúlegur viðbjóður hér í mögum svörum.... enn athugaðu það Ómar að þessir aumingja menn sem eru að svara hér eru að bera sig saman við Hjördísarmál....enn það vill svo til að hennar mál hefur ekkert með þeirra mál að gera.... þeirra skoðun er sú að börnin eiga að vera hjá föður þó þær vilja það ekki og hann hefur misnotað þær kynferðislega og líkamlega samkvæmt lögmanni Hjördísar.... þeim finnst sem sagt í lagi að börnin þeirra umgangist kynferðisofbeldismann ...? já þessir menn eru ekki í lagi .... þeir tala um að Hjördís sé búin að undirbúa börnin svo vel að þær geti skáldað upp kynferðisofbeldi.... var þá leikskólakennarinn úti í Danmörku líka búin að undirbúa þau svona vel.... ? nei þetta er bara klór í bakkann hjá þessum aumingja mönnum ...þessir menn eru svo uppteknir af eigin drullllu að þeir sjá ekki út.... mæli með að fólk sem veit ekkert um þetta mál sé ekki að tjá sig um það...og já ég þekki þarna vel til .... mér finnst algjör viðbjóður hvað þessir menn eru að skrifa hér og annars staðar.... þeir heyra ekki , sjá ekki og lesa ekki .... eina takmarkið hjá þeim virðist vera að drullllla yfir fólk.... sem þeir eiga örugglega eftir að gera hér fyrir neðan ... enn ég ætla ekki að svara þessum aumingja mönnum þeir eru ekki þess virði ... enda ekkert sem þeir geta skrifað af viðbjóði sem ég hef ekki séð hjá þeim áður....

Sigurveig Eysteins (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 13:04

9 identicon

"Það er bara eðlilegt náttúrulögmál að góð móðir í öllum tilfellum á að eiga fyrsta rétt til barna sinna" Thetta er mognud lesning og varpar finu ljosi a astaedu thess ad jafnretti a islandi er ekki til stadar. Eigum vid ad alykta sem svo ad Danskt rettarkerfi se ekki eins vel i stakk buid ad huga ad velferd barna og thad islenska?

Gunnar (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 17:07

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Burt séð frá lögum hinna ýmsu þjóða og trúflokka, þá er það samkvæmt eðli málins að móðir á miklu meiri  rétt yfir börnum sínum en faðirinn. 

Þannig er það víðast hvar í náttúrunni vilji menn hafa hanna til hliðsjónar. 

Karlmenn sem beita konur og börn ofbeldi eru náttúruleysingjar.  Ef mannkynið hefði þróast við það að karlmenn beittu konur ofbeldi þá litu konur allt öðruvísi út en þær gera í dag.    

Hrólfur Þ Hraundal, 15.5.2014 kl. 17:39

11 identicon

I hinum stora heimi thykir thad rettindamal ad born fai ad umgangast bada foreldra og eg get bara ekki sed af hverju vid horfum til dyrarikisins til ad rettlaeta thessa skodun thina framyfir thad sem restin af hinum "sidada heimi" gerir. Vid buum ekki vid thad ad lifa a natturunni og karlpeningurinn thurfi ad fara ut til veida og koma kannski aldrei aftur eins og thau gera!

Karlmenn sem beita konur ofbeldi eru natturuleysingjar og thar er eg sammala ykkur en eg er ekki tilbuinn til ad trua thvi sem thessi kona er ad segja thar sem domstolar eru ekki sammala henni OG ad hun er buin ad nota thetta spjald adur. Auk thess er thad alltof algengt ad (ser i lagi islenskar) konur noti thetta til ad fa sinu framgengt. Thu getur thvi kennt kynsystrum hennar um thad ad kasta ryrd a ord hennar, alveg eins og vid kennum kynbraedrum okkar um ad vera stimpladir ofbeldismenn thegar barnsmaedur okkar nota thad i stridi um yfirrad yfir bornum okkar.

Eg er samt liklega ad tala fyrir daufum eyrum thar sem eg se ad thetta er gamla kynslodin ad tala herna og thid erud ekki ad skilja thad ad konur og karlar eiga eiga ad hafa sama rett heima og heiman. Restin af thessu er ritskodud og segi eg thvi ekki alla mina skodun ad thessum vidhorfum ykkar!

Gunnar (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 18:57

12 identicon

Ásta, ég get ekki séð að þú hafir lesið mikið frá þessum linkum sem ég vísa á.

Í þeim efri er vísað í dóma og ýmsar staðreyndir og í þeim seinni er viðtal við barnsföður Hjördísar Svan ásamt því að aðra mæður sem eiga börn með honum, commenta hér fyrir neðan.

Umfjöllun er einhliða hérlendis, því fjölmiðlar hérlendis hafa lítið fjallað um þessa dóma eða greint frá hlið föðursins. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur geti mótmælt því.

Best að taka það fram að ég hef engra hagsmuna að gæta í þessu máli né neinu hliðstæðu og á mín börn með einni konu sem ég er enn kvæntur. Ég er bara gagnrýninn á það sem ég les í fjölmiðlum.

Ragnar (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 23:25

13 identicon

Fólk sem kommentar um mál Hjördisar og dætra hennar, og vill meina að það sé einhver maðkur í mysunni hvað hana varðar, hefur pottþétt ekki séð hana með börnunum sínum og komið inná heimili þar sem hún og börnin búa. Hún ber eingöngu hag barnanna sinni í brjósi - allavega mikið frekar en að hún hugsi um sjálfa sig.

Aðalheiður (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband