Sá, sem þráði titilinn meira, vann.

Það fór eins og mig grunaði og setti á blað hér á blogginu í gær, að þegar jöfn hörð og langvarandi keppni er í úrslitarimmunni í handboltanum, standi það lið uppi sem sigurvegari, þar sem leikmenn og stuðningsmenn þyrstir ögn meira í titilinn en mótherjinn.

Margir spáðu því fyrirfram að Haukar myndu hafa betur í rimmunni og vinna með tölunum 3:0, þ. e. sigra í þremur leikjum í röð og nýta sér sína miklu breidd í leikmannahópnum og sigurhefðina.

En það fór á aðra lund og minnir á það þegar KA varð Íslandsmeistari í knattpyrnu hér um árið.

Sigurinn er fyrst og fremst Vestmannaeyinga sem heildar, hinnar órofa samheldi og smitandi baráttugleði sem gæddi gamal málttæki nýju lífi: "Trúin flytur fjöll."

Til hamingju, Eyjamenn !   


mbl.is Ótrúleg stemning þegar bikarinn fór á loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband