Hvað eru þetta mörg "hjörl"?

Mælieiningin "hjörl" varð til þegar Hjörleifur Guttormsson var upp á sitt besta sem "ræðukóngur" Alþingis, þ. e. sá, sem átti lengstan ræðutíma að baki á hverju þingi.

Því miður er ég búinn að gleyma hvað "hjörlið" er langt en kannski getur einhver upplýst mig um það.

Steingrímur J. sér um það að halda þessum titli innan raða VG, eftir að Hjörleifur er ekki aðeins farinn af þingi heldur líka búinn að segja sig úr flokknum.

Þess má geta að Hjörleifur var ekki einhamur eingöngu að þessu leyti heldur á ýmsum fleiri sviðum.

Ég hef fyrir því heimildir, að fyrir nokkrum misserum hafi þurft að taka til hjá prentsmiðju hér í borg, þar sem söfnuðust fyrir hundruð, ef ekki þúsundir tilskipana, sem komu til þingsins frá ESB eftir að við gengum í EES og höfðu verið ætluð þingmönnum til lestrar og varðveislu.

Var ákveðið að henda öllu gumsinu, enda nokkuð ljóst að þingmennirnir myndu ekki sækja þessi gögn.

En það fylgdi sögunni að einn þingmaður hefðu skorið sig úr, sem ævinlega hefði tekið öll þessi gögn til sín svo að ekkert varð eftir.

Þetta var auðvitað Hjörleifur Guttormsson, og má kannski yfirfæra mælieininguna "hjörl" yfir á lengd opinberra gagna.

Ég sting upp á að eitt hjörl af skýrslum sé 100 blaðsíður, enda vafasamt að nokkur ESB tilskipun sé styttri en það, að minnsta kosti varla styttri ef greinargerðir og fylgigögn eru talin með.

Gögnin sem lágu eftir stjórnarskrárnefnd Guðrúnar Pétursdóttur var þá 8 hjörl og skýrslur rannsóknarnefna Alþingis gott betur.

Gaman væri að vita hvað öll gögn Sérstaks saksóknara eru mörg hjörl. En ég efast ekki um að Hjörleifur Guttormsson myndi fara létt með að hakka þau öll í sig.   


mbl.is Steingrímur J. er ræðukóngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ögmundur Jónasson talaði eitt sinn í sex klukkutíma samfleytt í ræðustól Alþingis.

En Garðar Sigurðsson þingmaður Alþýðubandalagsins 1971-1987 stakk upp á að mæla ræðulengd þingmanna í hjörlum og eitt hjörl væri þrjú korter.

Þorsteinn Briem, 17.5.2014 kl. 04:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar vinur minn Pétur H. Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins varð ræðukóngur Alþingis í fimmta sinn í röð óskaði undirritaður honum til hamingju með titilinn en Pétri þótti lítið til koma og nú er hann ekki einu sinni á meðal þeirra tíu efstu í þessum efnum.

Veturinn 2011-2012 var Pétur 33 klukkutíma í ræðustól Alþingis, eða sex klukkutímum lengur en Steingrímur J. Sigfússon nú.

Þorsteinn Briem, 17.5.2014 kl. 05:14

3 identicon

Mæla mætti frammíköll þingmanna í VdH (Vigdís Hauks) 

Legg til að eitt VdH verði equivalent með 12 frammíköllum.  

Reyna mætti að fá VdH viðurkennt í alþjóðlega einingakerfinu SI.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 08:17

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Einnig mætti mæla frammíköllin í desibelum eða því hve vel þau heyrast og skiljast í sjónvarpsútsendingum frá þingfundum. Þar er nefnilega pottur brotinn og frammíköll (sem stundum eru skínandi góð) berast ekki nógu vel til almennings. Annars er ræðutími fyrr og nú ekki sambærilegur og veldur "bjöllukoncert" þingforseta oft miklu um það.

Sæmundur Bjarnason, 17.5.2014 kl. 11:26

5 identicon

En burtséð frá öllu gríni er framkoma Vigdísar Hauks óþolandi með öllu. Sama hvort menn haldi með Steingrími eða ekki, hann hélt langa og athyglisverða ræðu sem hann hafði greinileg undirbúið vel og vandlega. En flónið hún Vigdís gerir allt sem hún getur til að trufla ræðumanninn með gjammi og frammíköllum og kemst upp með það.

Svo koma sjalladúddar eins og Styrmir og ráðleggja Steingrími að sækja námskeið í mannasiðum. Minnir á ráðleggingar um endurmenntun fyrir nokkrum árum.

Styrmi væri nær að tala við vin sinn Einar K. Guðfinnsson ég segja honum að drullast til að taka kellinguna á beinið. Láta menn ekki komast upp með það að trufla ræðumenn með gjammi og góli endalaust. 

Annars hlýtur það að vera umhugsunarefni hversu lítilhæfir menn geta orðið forsetar Alþingis.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 12:31

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Bjarni virkar rólegri en Simmi. Eins og hann sé að leyfa honum að atast og verða sér til minnkunnar. Sannleikurinn er þó sá að báðir flokkarnir eru óðum að skreppa saman.

Sæmundur Bjarnason, 17.5.2014 kl. 13:34

7 Smámynd: Pétur Þorleifsson

http://www.umhverfisraduneyti.is/umhverfisthing/erindi?CacheRefresh=1

Þóra Arnórsdóttir var fundarstjóri á Umhverfisþingi eitt árið. Opnað var fyrir athugasemdir utan úr sal og bað Hjörleifur um orðið. Þóra sagði já,allt í lagi en það má bara vera eitt hjörl. Hjörleifur sagði :ja, það er sautján og hálf mínúta !

Pétur Þorleifsson , 17.5.2014 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband