Svipað gerðist hjá Suður-Kóreska flugfélaginu hér um árið.

Fyrir allmörgum árum tapaði Suður-Kóreska flugfélagið miklu á því að slysatíðni á vélum félagsins var mun hærri en hjá öðrum flugfélögum. Einstaka slys gat að vísu hafa gerst hjá einhverju öðru félagi, en loks kom að því að þau voru orðin of mörg.

Eftir að eitt stórslysið varð og upptökur úr stjórnklefanum sýndu að flugstjórinn naut óeðlilegrar og nánast tilbeiðslukenndrar virðingar sem hamlaði því að aðstoðarmenn hans þyrðu að koma með athugasemdir um gerðir hans, hrundi traustið á félaginu og það stórtapaði, rétt eins og malasíska flugfélagið gerir nú.

Forráðamenn Suður-Kóreska félagsins tóku sig til og létu fara fram gagngera könnun á  samskiptavenjum starfsmanna félagsins þar sem gamlar foreskjulegar hefðir reyndust gera mikið ógagn.

Voru tekin upp gerbreytt vinnubrögð byggð á nauðsynlegum og nútímalegum samskiptum starfsmanna og í kjölfarið komst flugfélagið í hóp öryggustu flugfélaga heims.

Slysa- og óhappatíðni hefur verið í hærri kantinum hjá Malasyan Airlines síðustu ár og við rannsókn á hvarfi Boeing 777 þotunnar í vor kom í ljós að félagið hafði sparað sér að taka í notkun tækni sem hefði hugsanlega getað breytt miklu um það hve gersamlega vélin hvarf.

Þar að auki er það jafnvel enn verra að vélin hafi horfið með öllu en þótt hægt hefði verið að komast að orsökum slyssins. Það er óvissan sem er verst, því að hún býður upp á það að leita að verstu hugsanlegum skýringum.

Það er erfiðara fyrir flugfélög frá litlum eða vanþróuðum þjóðum að ávinna sér traust í flugi en hjá stórum og velmegandi þjóðum.

Fyrir sum löndin, eins og Eþíópíu, er virt flugfélag sem keppir á alþjóðamarkaði gríðarlega mikilvægt.

Það var Loftleiðaævintýrið líka fyrir okkur Íslendinga þegar við vorum að reyna að öðlast traust og virðingu meðal sjálfstæðra þjóða eftir að við stofnuðum lýðveldi 1944.   


mbl.is Afbóka flug með Malasyan Airlines
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 24.5.2014 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband