19.5.2014 | 13:55
Verðskulduð viðurkenning fyrir þarft og vel heppnað framtak.
Sjónvarpsþáttaröðin "Orðbragð" er eitt þarfasta og best heppnaða framtak í sjónvarpsþáttagerð og menningu okkar í langan tíma.
Þessa þáttaröð mætti vel endursýna með jöfnu millibili á næstu áratugum.
Íslensk tunga er einn af þremur hornsteinum tilveru okkar hér á þessari eldfjallaeyju við ysta haf.
Þessir hornsteinar eru nefndir í upphafi ljóðs Snorra Hjartarsonar:
"Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein."
Móðurmálskennarar lofa Orðbragð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.