21.5.2014 | 00:29
Gömul saga og ný.
Á stríðsárunum 1940-45 voru mestu umsvif og uppgangur, sem þá höfðu komið á Íslandi. Í stríðslok áttu Íslendingar miklar inneignir í Bretlandi og í hönd fóru tvö ár mestu neyslu, sem menn höfðu þekkt.
Bílum, flugvélum, skipum og hvers kyns varningi var mokað inn í landið. Sumt af því, eins og endurnýjun togaraflotans, var þörf fjárfesting, sem borgaði sig í framtíðinni, en um margt mátti segja það, sem Framsóknarmenn, þá einir í stjórnarandstöðu, sögðu að það væri "gums".
Ýmsir tölu þá og síðar að Nýsköpunarstjórnin hefði verið besta ríkisstjórnin í sögu landsins.
Það held ég ekki, því að þessi methraði á að eyða stríðsgróðanum hefndi sín í harkalegu bakslagi mestu skömmtunar, hafta og spillingar þeim tengdum, sem um getur hér á landi.
Stjórnin var hins vegar svo heppin, að hún sprakk vegna utanríkismála áður en til þess kæmi að hún þyrfti að taka afleiðingunum af bruðli sínu með dýrmætan gjaldeyrisforða.
Svipað gerðist á græðgisbóluárunum fyrir Hrunið og innistæðulaus uppgangurinn þá hét "traust efnahagsstjórn" á kosningaskiltum Sjálfstæðiflokksins 2007.
Í raun var um að ræða hrikalegust þensluverksmiðju allra tíma, þar sem uppsprengt gengi krónunnar skóp yfirgengilegan innflutning og lága vexti, sem bjuggu til "snjóhengjuna" miklu sem síðan hefur hangið yfir þjóðinni eins og Daemoklesar-sverð.
Ýmis teikn eru nú á lofti um að það stefni í svipað ástand, þar sem búnir eru til peningar til eyðslu með tilheyrandi versnandi viðskiptajöfnuði að mestu eða öllu leyti á kostnað skattgreiðenda síðar meir.
Viðskiptajöfnuður gæti stórversnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."
"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.
Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."
Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu
Þorsteinn Briem, 21.5.2014 kl. 00:48
Á meðan hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft getur Seðlabankinn að töluverðu leyti stjórnað gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði.
Eignir útlendinga í íslenskum krónum eru hins vegar um eitt þúsund milljarðar og ef gjaldeyrishöftin yrðu afnumin í einu vetfangi myndi gengi krónunnar hrynja enn og aftur.
Og skuldir ríkissjóðs Íslands eru um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna, um 90% af vergri landsframleiðslu.
22.10.2012:
Eignir útlendinga í íslenskum krónum um eitt þúsund milljarðar
30.9.2013:
Skuldir ríkissjóðs Íslands um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna
Þorsteinn Briem, 21.5.2014 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.