Silfur Egils hjá Icelandair. "N/A"

Fræg er sagan af þeirri fyrirætlan, sem Egill Skallagrímsson sagði frá, að hann gæti hugsað sér að dreifa silfursjóði sínum yfir fundarmenn á Þingvöllum sér til skemmtunar, því að þá myndi hann upplifa einhvern magnaðasta viðburð síns róstusama lífs.

Var það ætlun hans að þá myndi þingheimur allur berjast.

Það hefði auðvitað kostað getað  mörg mannslíf, örkuml og meiðsli og hefði ávinningurinn af tilvist silfursins þá meira en unnist upp.

Þetta kemur upp í hugann þegar horft er á þá sjálfseyðingarbraut sem Icelandair virðist stefna inn á þessa dagana.

Silfrið í þessu tilfelli er stóraukinn ferðamannastraumur til Íslands og þar með auknir flutningar Icealandair sem hafa skapað mikinn gróða hjá félaginu, ofurlaun forstjórans og vonir flugstjóra um að fá hlutdeild í gróðanum, svona svipað eins og þegar sjómenn fá hærri laun í formi aflahlutar í vaxandi afla.  

Í gamla daga háði það Loftleiðum í upphafi ferils þess félags, að það notaði gamlar og hægfleygar flugvélar og átti erfitt með að halda áætlun á löngum leiðum yfir Atlantshafið.

Ensk skammstöfun nafnsins var IAL, Icelandic AirLines, en gárungar fundu fljótlega upp að skammstöfunin þýddi I Am Late.

Farþegar fyrirgáfu félaginu þetta vegna þess að fargjöldin voru langtum lægri en hjá nokkru öðru flugfélagi.

Nú er því ekki til að dreifa hjá Icelandair og gerbreytt og aukin fjarskipta- og samskiptatækni veldur því að óánægja viðskiptavina, sem telja sig illa svikna og hlunnfarna, breiðist með ógnarhraða út um netheima.  

I Am Late er í augum margra ekki aðeins í gildi heldur skammstöfunin N/A, "Not availabe" sem myndi verða soðin upp úr nýju nafni félagsins: Northern Airlines.   

 


mbl.is Vaxandi órói og óvissan algjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ef ég man rétt var IAL yfirleitt þýtt „Icelandic Always Late“. Fleiri slíkar skammstafanir voru til, t.d. SABENA, belgiska flugfélagið, sem um var sagt: „Such a Bloody Experience, Never Again“.

Vilhjálmur Eyþórsson, 21.5.2014 kl. 13:39

2 identicon

Nú verður minn ágæti bekkjabróðir Jónas Elíasson að láta hendur standa fram úr ermum og hanna mælitæki sem eyðir allri óvissu um áætlanir Icelandair.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2014 kl. 13:52

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Berja þar í lofti lóm,
liggja samt á gulli,
Egils budda aldrei tóm,
í útrásar þó bulli.

Þorsteinn Briem, 21.5.2014 kl. 14:00

4 identicon

Pólska félagið LOT = Lot Of Trouble

Flugleiðir = Flug-LEIÐIR

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.5.2014 kl. 17:35

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei, Flugleiðir = Flugleiðindi.

Ómar Ragnarsson, 21.5.2014 kl. 20:20

6 identicon

Tja, - það á víst við í dag ;)
Man nú eftir alls konar leiðindum í gegn um tíðina. Einu sinni sem oftar fóru flugfreyjur í verkfall, en til þess ráðs var gripið að hreinsað var út skrifstofulið til að gegna þeirra störfum. Sigurður Helgason var t.d. "pungfreyja" í vél sem ég var í á heimleið frá London ef ég man rétt, -ca 20 ár síðan.
Vegna þess að þeir voru ekki eins fljótir að afgreiða og vanar freyjur, þá var ekki rukkað fyrir veitingar. Komust þá menn fljótt "á bragðið" og hratt léttist barinn. Svo hratt reyndar, að Sigurður varð að fara aftur fyrir Saga class í afgreiðslu.
Þessu hefði kannski verið betur varið í launabót?

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.5.2014 kl. 22:42

7 identicon

@Jón Logi: „ Einu sinni sem oftar fóru flugfreyjur í verkfall". Getur þú nefnt fleiri dæmi um verkfall flugfreyja en í sögunni af Sigurði Helgasyni „pungfreyju"? Hvenær hafa þessi tíðu verkföll flugfreyja -„einu sinni sem oftar" - átt sér stað?

Apperka (IP-tala skráð) 21.5.2014 kl. 22:57

8 identicon

Þannig hófst eitt sinn verkfall hjá flugfreyjum þann 15. desember 1973.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband