Útlitið er frekt á athyglina, því miður.

Sem betur fer erum við öll misjafnlega af Guði gerð og útlit okkar er hluti af því.

Það er ekki auðvelt að komast hjá því að láta útlit okkar trufla álit okkar hvert á öðru og það er að mörgu leyti ósanngjarnt, því að persónuleikar okkar, umgengnisvenjur, hegðun gagnvart öðrum og það sem við áorkum til að bæta okkur sjálf og þá sem eru í kringum okkur, skipta öll máli.

Í bernsku fannst mér leiðinlegt að vera eldrauðhærður og freknóttur vegna allra athugasemdanna sem dundu á mér vegna þess. Og ekki bætti úr skák að heita nafni, sem var afar sjaldgæft þá og fá í viðbót alls konar athugasemdir vegna þess.

Dæmi um misjöfn viðhorf gagnvart þessu eftir löndum, er munurinn á bandarísku verslunarfólki og íslensku varðandi aldur viðskiptavinanna.

Í Bandaríkjunum er algengt og þykir sjálfsagt að afgreiðslufólk spyrji viðkskiptavini hvort þeir séu komnir með réttindi ellibelgja.

"Are you senior?" er til dæmis spurt og þykir bæði fela i sér virðingarvott og viðleitni til að aðstoða viðskiptavininn við að nýta sér réttindi sín, jafnvel þótt það kosti seljandann peninga.

Þarna vega uppeldi, kurteisi og velvilji meira en gróðasjónarmið í þessu landi, sem svo margir tengja við eftirsókn eftir gróða.

Hér á landi er þessu þveröfugt farið. Nánast aldrei er spurt að þessu og þegar ég hef spurt afgreiðslufólk að því, hvers vegna það sé ekki gert, er svarið það, að búast megi við því að viðskiptavininum finnist þetta lítillækkandi og móðgandi og bregðist hinn versti við.

"Hvað á þetta að þýða, - lít ég út fyrir að vera svona gamall?"eða eitthvað í þá átt hreyta viðskiptavinirnir út úr sér.  

Það finnst mér undarlegt, því að enginn getur gert að því hve gamall hann er og það er eitthvað bogið við þjóðfélag, þar sem menn telji sig þurfa að fyrirverða sig fyrir aldur og útlit.  


mbl.is Þegar þú hefur lést um 36 kíló viltu ekki fá þessar athugasemdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur með síðan böll,
siglir inn í daginn,
allir fara á Austurvöll,
en aðeins sést þar maginn.

Þorsteinn Briem, 21.5.2014 kl. 20:31

2 identicon

Brímarinn er vísnatröll
Þykir nokkuð laginn
Þótt skyggi á eigin kviðu-böll
Búkurinn og maginn

Annars svona alvarlega með þessa "senior" spurningu.
Þekki þetta úr túrisma, t.d. sem tjaldvörður. Allt að því vandræðalegt að spyrja. En þessu má nú snúa við, - "þú ert þó ekki orðin "senior" eða?"
Og alltaf að spyrja kallinn fyrst ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.5.2014 kl. 21:06

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 24.5.2014 kl. 22:28

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 25.5.2014 kl. 23:33

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 25.5.2014 kl. 23:39

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar í hálfa öld: Lög og textar Ómars Ragnarssonar

Þorsteinn Briem, 25.5.2014 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband