24.5.2014 | 17:03
Góður áfangastaður í miðri Evrópu.
Gaman hefur verið að fylgjast með þróuninni á ferðamynstri Íslendinga til úlanda síðan flug hófst frá landinu 1945.
Í fyrstu voru helstu áfangastaðirnir valdir þannig, að flugið þangað væri sem styst og aðal "kikkið" sem fékkst út úr ferðinni var að komast yfir hafið.
Þess vegna var Glasgow lengi einn fjölsóttasti áfangastaðurinn en eftir að Viscount skrúfuþoturnar komu til skjalanna jókst umferð til Kaupmannahafnar og Oslóar.
Með þotuöldinni lengdust leiðirnar og London kom sterkt inn. Ferðafrömuðirnir Ingólfur í Útsýn og Guðni í Sunnu hjálpuðu síðan landanum til að brjótast út úr Norður-Evrópu skelinni og taka upp sólarlandaferðir.
Umsvif Loftleiða í Luxemborg færðu vettvanginn ögn sunnar á árunum 1965-1990 en í raun voru áfangastaðir sunnar á áætlunarleiðum beint frá Íslandi að mestu óskrifað blað fyrr en á síðustu áratugum þegar flug jókst til Parísar og fleiri borga heldur sunnar.
Með sameiningu Þýskalands kom Berlín inn í myndina og á síðustu árum hafa áfangastaðir enn sunnar veirð að koma inn.
Áfangastaðir í Sviss hafa augljósan kost þegar litið er á landakort, því að þaðan er tiltölulega stutt í allar áttir til fjölmargra áhugaverðra landa og héraða.
Syðsti hluti Þýskalands liggur nær Miðjarðarhafi en Norðursjó og Ermasundi og Sviss er enn nær Miðjarðarhafinu, þannig að með því að hefja ferðalag þar eftir lendingu úr flugi frá Íslandi opnast styttri leiðir en fyrr til Austurríkis, Tékklands, Slóvaíku og Ungverjalands.
Hefur áætlunarflug til Genfar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er bara svo dýrt í Sviss.....
Jón Logi (IP-tala skráð) 25.5.2014 kl. 14:33
Rangt Jón Logi!
Það er ódýrara að búa í Sviss en á Íslandi. Þetta veit ég mæta vel, því búsettur í báðum löndunum.
Nema þú gerir þér góða ferð í Moulin Rouge í Zürich, eins og fjármálastjóri KSÍ.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.5.2014 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.