24.5.2014 | 22:11
Frábær skemmtun. Lakara liðið næstum búið að vinna.
Úrslitaleikurinn um Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu í kvöld var frábær skemmtun með spennu, sem entist í 118 mínútur.
Spennan og skemmtunin í leiknum var skapað af leikmönnum Atlético þegar þeir skoruð mark snemma í leiknum sem virtist ætla að endast þeim til sigurs.
Lengi vel voru þeir betra liðið á vellinum. En í uppbótartíma eftir langvarandi og ákafa pressu Real, jöfnuðu þeir leikinn og allt var galopið í framlengingunni.
En í henni kom í ljós að tvennt háði Atlético mönnum, áfallið við að glutra vinningi niður í uppbótartíma og það að með hetjulegri baráttu höfðu þeir lagt allt í sölurnar í venjulegum leiktíma og höfðu ekki úthald í 30 mínútur í viðbót á sama hraða.
Ronaldo sást lítið í leiknum en hefði hugsanlega átt að fá vítaspyrnu þegar boltinn fór eftir aukaspyrnu hans í olnboga varnarmanns Atlético.
Eftir vítaspyrnu hans fór hann úr að ofan "pósaði" eins og flottasti vaxtarræktarmaður og gerði mikið til að vera í sviðsljósinu.
Þetta hefur áreiðanlega farið í taugarnar á mörgum, sem á horfðu, því að myndirnar sem teknar voru af honum við þetta tækfæri verða áreiðanlega áberandi í fjölmiðlum.
En þetta er mannlegt og skiljanlegt. Bestu afreksmenn í þessari krefjandi íþrótt verða að vera viðbúnir hvenær sem er því að hljóta meiðsli, sem bindur enda á velgengnina.
Því get ég vel fyrirgefið Ronaldo að nota tækifæri til að njóta augnabliks, sem kannski verður ekki aftur í boði. Enda ekki hver sem er, sem hampar titlinum besti knattspyrnumaður heims og að vera í liði Evrópumeistaranna.
Real Madrid Evrópumeistari í 10. sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þorsteinn Briem, 24.5.2014 kl. 22:34
Reisn er yfir Ronaldo,
rær ei þar í spiki,
Atlético að hann hló,
eins og skít á priki.
Þorsteinn Briem, 24.5.2014 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.