Góður andi á starfsmannafundi Tryggingarstofnunar.

Það var ánægjulegt að vera viðstaddur starfsmannafund Tryggingarstofnunar í gærmorgun, ekki aðeins vegna þess tilefnis að trú og góð starfskona, Björg Hulda Sölvadóttir, var heiðruð fyrir hálfrar aldar farsælt starf, heldur ekki síður vegna þess að í máli þeirra sem töluðu kom fram að mikið væri lagt upp úr því að bæta starfsanda, þjónustu og andrúmsloft hjá stofnuninni.

Fram komu meðal annars þær upplýsingar að í könnun á áliti viðskiptavina hinna ýmsu stofnana og fyrirtækja fyrir nokkrum árum hafi Tryggingastofnun lent neðarlega á blaði, fyrir neðan meðallag.

Það ætti kannski ekki að koma á óvart, því að flestir sem þurfa þangað að leita, gera það vegna þess að þeir standa höllum fæti í þjóðfélaginu, svo sem vegna fötlunar og aldurs.

En þessu hefur tekist að snúa við á siðustu árum og upplýst var nú væri Tryggingastofnun vel fyrir ofan meðallagið.   


mbl.is Hálfa öld í Tryggingastofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband