Smæð þjóðfélagsins getur verið kostur.

Bandaríkjamenn eru þúsund sinnum fleiri en Íslendingar. Slæmar fréttir?  Nei, góðar fréttir ef það er skoðað, að uppgangsfyrirtæki á Íslandi er hlutfallslega þúsund sinnum mikilvægara fyrir örþjóð eins og okkur heldur en stórþjóð eins og Bandaríkjamenn.

Þess vegna er gott gengi íslensks fyrirtækis á hinum stóra alþjóðlega markaði svo dýrmætur fyrir okkur og svo mikilvægt fyrir okkur að hlúa að slíkum rekstri.

En þá verður líka að búa svo um hnúta að fyrirtækið hafi aðstöðu til þessarar alþjóðlegu samkeppni, þótt það sé staðsett hér á landi, skapi störf hér á landi og skili arðinum hingað.

Meðan gjaldeyrishöft og þröngsýni ríkja hér er hætt við að um leið og vel fer að ganga fyrir íslenskt fyrirtæki á alþjóðlegum markaði, missum við það úr landi.  


mbl.is Sjá stór tækifæri um allan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknar þar synd má sjá,
sundrað meyjarhaftið,
undir sjalla oft hún lá,
ansi smátt þó skaftið.

Þorsteinn Briem, 30.5.2014 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband