1.6.2014 | 00:11
Inn á netið með kosningar samtímis gamla laginu !
Það hefur komið á daginn sem ég setti fram í bloggpistil í gær varðandi það, að andrúmsloftið við þessar byggðakosningar og minnkandi áhugi kjósenda væru áberandi.
Þetta hefur afleiðingar, til dæmis þær að niðurstöður skoðanakannana reynast mun lengra frá raunverulegum úrslitum en áður hefur þekkst, því að það er auðveldara og minni fyrirhöfn að svara í síma heldur en að hafa fyrir því að fara á kjörstað.
Þessi gamaldags aðferð að þurfa að fara á kjörstað er í mínum huga nátttröll á öld nets og tækni, bjagar lýðræðið og er til tjóns .
Andmæli varðandi það að margt fólk, til dæmis eldra fólkið, muni líða fyrir það að eiga ekki eins auðvelt með netkosningu og yngra fólkið, eru engin afsökun, því að til að byrja með mætti vel bjóða upp á tvo kosti á kjördegi, bæði þann gamla og hinn nýja.
Það er brýn nauðsyn á því að auka beina þátttöku almennings í stjórnmálum á alla lund, því að síminnkandi þátttaka er ógn við lýðræði, mannréttindi og lifandi og réttlæti í þjóðfélaginu.
Dagur: Vona að meirihlutinn haldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Ef þið kjósið ekki öll Sjálfstæðisflokkinn verðið þið rekin af elliheimilinu!," sagði Gísli og brosti svo fallega.
Þorsteinn Briem, 1.6.2014 kl. 00:17
Framsóknarflokkurinn nú með samtals sjö fulltrúa í níu stærstu sveitarfélögunum.
Þorsteinn Briem, 1.6.2014 kl. 00:23
Áðan las oddviti kjörstjórnar í Reykjavík upp nýjustu tölur, sem sýndu að Framsókn og Sjallar væru með 44% atkvæða samanlagt en Samfó og Björt framtíð 42%.
En enginn í ráðhúsinu né í Efstaleiti virðist kunna samlagningu og allir standa uppi ráðþrota.
Nema að tölurnar, sem oddvitinn las upp, séu bull, rétt eins og það að' engir seðlar væru auðir !
Ómar Ragnarsson, 1.6.2014 kl. 00:52
Harla ólíklegt að Vinstri grænir myndi meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 1.6.2014 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.