Vöxtur ferðaþjónustunnar bjargar miklu.

Með gjaldeyrishöftum og öðrum aðgerðum auk vaxandi innstreymis gjaldeyristekna í gegnum ferðaþjónustuna er gengi íslensku krónunnar haldið það hátt, að ekki skapist verðbólga hér innanlands vegna hækkandi innkaupsverðs á erlendum vörum. 

Lítil verðbólga í helstu viðskiptalöndum, sem nálgast verðhjöðnun sums staðar, hjálpar til. Evran er meira en 10 krónum verðminni í krónum en hún var.

Bensínlítrinn helst í rúmlega 240 krónum. Stiginn er viðkvæmur jafnvægisdans til þess að vernda kaupmátt umsamins kaups og hóflegra kauphækkana.

Lítið má út af bregða til að allt fari ekki af stað og verðbólguhjólið fari að snúast hraðar.

Aukin neysla og kaupmáttur skapar hættu á viðskiptahalla við útlönd í stað jákvæðs viðskiptajöfnuðar.

Þess vegna eru of mikil neysluaukning og innflutningur ekki æskileg, heldur hægur vöstur lukkunnar best.

Vöxtur ferðaþjónustunnar, hluti af því sem kallað var í háði "eitthvað annað", hefur skipt sköpum um hæga en jafna endurreisn eftir Hrunið.     


mbl.is Viðskiptajöfnuður óhagstæður um 12 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.9.2013:

"Útflutningur fyrstu sex mánuði ársins 2013 jókst um 1,1% að raungildi borið saman við fyrstu sex mánuði ársins 2012.

Þar af jókst þjónustuútflutningur
um 4,7% en á móti dróst vöruútflutningur saman um 0,8%.

Landsframleiðslan jókst um 2,2% að raungildi fyrstu sex mánuðina 2013 miðað við sama tímabil 2012

Þorsteinn Briem, 4.6.2014 kl. 00:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.10.2013:

"Útflutningur vöru og þó einkum þjónustu hefur dregið vagninn frá hruni.

Mestu munar þar um hlut ferðaþjónustunnar
, sem hefur vaxið langt umfram væntingar og hvert metið verið slegið á fætur öðru í komu erlendra ferðamanna.

Álverð hefur
hins vegar lækkað skarpt frá því vorið 2011.

Verðið á tonni af áli var 1.820 dollarar í ágúst síðastliðnum en 2.600 dollarar í apríl 2011 [sem er verðlækkun um 30%].

Og Seðlabanki Íslands reiknar með að meðalverð sjávarafurða lækki um 4% á þessu ári og 2% á næsta ári."

Blikur á lofti í vöruútflutningi héðan frá Íslandi

Þorsteinn Briem, 4.6.2014 kl. 00:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2014:

"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].

Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

Þorsteinn Briem, 4.6.2014 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband