Kosningarnar, Júróvision og heilu íþróttamótin biðu ósigur.

Það að sigra einhvern þýðir að annar aðili keppninnar sigrar eða vinnur hinn. A sigrar eða vinnur B, og B bíður ósigur eða tapar fyrir A.

Í tengdri frétt á mbl.is segir: Assad, ( A í þessu tilfelli ), sigraði kosningarnar, sem eru B í því tilfelli.

Kosningarnar biðu sem sagt ósigur fyrir Assad og virðast samkvæmt þessu hafa verið að keppa við hann.

Um daginn heyrðst sagt frá svipuðm ósigri Júróvision fyrir austurrískum klæðskiptingi og hin og þessi íþróttamót hafa verið að bíða ósigur í vor.

Ekkert lát virðist vera á þessari órökréttu orðanotkun og má senn búast við því að öll heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu eins og hún leggur sig muni bíða beiskan ósigur fyrir einhverju þeirra landsliða, sem þar etja kappi hvert við annað.  


mbl.is Assad vann kosningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Moggagreyið lagfærði þetta eftir smástund. Einhver fullorðinn hefur rekið augun í þetta.

Eiður (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 19:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 10.6.2014 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband