Vegaxlirnar eru vanræktar.

Íslendingar nota helst aldrei vegaxlirnar, sem þó eru víða ágætar, eins og til dæmis í Kömbunum. Hægfara silakeppir halda löngum röðum af bílum á eftir sér með því að fara löturhægt inni við miðlínu vegarins.

En því miður vanrækir Vegagerðin vegaxlirnar stórlega og það svo, að víða eru þær beinlínis hættulegar.

Ástæðan er sú, til dæmis á Suðurlandsvegi, að á köflum eru axlirnar sæmilegar en snarversna síðan skyndilega án nokkurrrar viðvörunar verða mjórri, grófari, með möl og sandi og jafnvel skorum vegna vatnsrennslis, sem ekkert grín er að lenda allt í einu í.

Á meðan ekki er fé til að breyta vegum í 2+1 væri hægt að laga ástandið með því að lagfæra vegaxlirnar svo að þær séu nothæfar og öruggar til notkunar í stað hættunnar og óvissunnar sem víða ríkir.

En síðan er alveg óunnin sú kynnning, áróður og aðhald sem þarf til að koma á almennilegri tillitssemi ökumanna, sem meðal annars birtist í því að víkja út á axlirnar ef þeir þurfa endilega að fara svona hægt eins og þeir gera allt of margir.  


mbl.is Ferðamenn skapa slysahættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varð að stoppa á miðri Markarfljótsbrú í gær vegna ferðamanna sem voru að taka myndir

Kristján (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 06:58

2 identicon

a. Óbrotin lína [(hindrunarlína)] [Rg. nr. 348/1998] (L11) sem gefur til kynna að hættulegt sé að aka yfir hana og óheimilt nema brýna nauðsyn beri til.

Ef þessu hefur verið breytt er það illa auglýst.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband