Slæmar fréttir fyrir kuldatrúarmenn en þeir mun finna ráð.

Slæmar fréttir fyrir kuldatrúarmenn hrannast nú upp. Í fyrra var janúar óvenju hlýr og þá komust þeir að því að ef hann yrði ekki tekinn með í útreikninga á meðalhita ársins, myndi árið ekki verða eins hlýtt, og glöddust þeir mikið við að hafa fundið þessa leið til útreikninga.

Ef janúar í ár yrði kaldur, yrði hægt að taka meðaltal mánaðanna frá febrúar 2013 til janúar 2014 og sanna með því þá trú að loftslag hefði ekkert hlýnað á þessari öld, eins og þeir halda staðfastllega fram.

Þegar síðastliðinn janúar var hlýrri en í meðalári gekk þetta ekki upp og nú hefur hver mánuðurinn af öðrum brugðist vonum kuldatrúarmanna, allir verið hlýrri en í meðalári og vorið það besta í minnst hálfa öld.

Kuldatrúarmenn hafa stundum reynt að flýja til annarra heimshluta til að finna sönnur fyrir því að loftslag hafi ekki hlýnað á þessari öld en nú berast afar slæmar fréttir frá suðurhvelinu um hlýnun þar og afleiðingar hennar.

En kuldatrúarmenn munu sem fyrr vafalaust finna ráð við þessu og benda á að ekkert sé að marka niðurstöður vísindamanna sem hafi atvinnu af því að reikna þær út, jafnt vísindamanan, sem rannsaka veðurfar og afleiðingar þess á suðurhvelinu sem á norðurhvelinu.

Nú hefur slæm frétt til viðbótar bæst við: Obama Bandaríkjaforseti ætlar jafnvel að ganga lengra en ESB í loftslagsmálum.  Er þá fokið í flest skjól.

En kuldatrúarmenn munu vafalaust setja traust sitt á Republikana í því að stöðva aðför Obama að orkunotkun Bandaríkjamanna.

Það hlálega við þá trú margra kuldatrúarmanna að við eigum að taka Bandaríkjamenn okkur til fyrirmyndar í orkumálum, innflytjendamálum og trúmálum, er það, að í síðastnefndu málaflokknunum hafa Bandaríkjamenn verið á undan Evrópuþjóðum allt frá árunum 1955 til 1970 þegar mannréttindabaráttan þar í landi náði hvað mestum árangri.

Og borgaryfirvöld í New York voru í engum vafa um það að leyfa byggingu mosku í nágrenni við hrunda Tvíburaturnana með þeim rökum að enginn afsláttur yrði veittur í mannréttindamálum þar í landi.

Þeir þurftu engin 14 ár til þess að komast að þeirri niðurstöðu, eins og þurfti í Reykjavík, og nú er uppi hreyfing um að afturkalla.    


mbl.is Nýtt landslag á suðurhveli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð samantekt hér:

Meltwater Pulse

BP (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 23:23

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú segir: " og sanna með því þá trú að loftslag hefði ekkert hlýnað á þessari öld, eins og þeir halda staðfastllega fram."

Þessu hef ég hvergi séð haldið fram. Ég skal éta hattinn inn ef þú getur bent á eina heimild fyrir þessari fullyrðingu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.6.2014 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband