"Skapandi kynlíf."

Út er að koma bók um nauðsyn "skapandi kynlífs."  Ég hef ekki eins miklar áhyggjur af því að kynlíf sé ekki skapandi og margir aðrir, því að tilvist allra aldurhópa þjóðfélagsins er sönnunin:  

 

Í kynlífinu margur mæddist, -

munnurinn oft gapandi.

En allt væri dautt og enginn fæddist

ef það væri´ei skapandi.  


mbl.is Skrifar bók um kynlíf Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stoltur kallinn steytir görn,
stóð þar ei á honum,
Ómar hann á ótal börn,
með einni af þessum konum.

Þorsteinn Briem, 5.6.2014 kl. 17:27

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Læknir var spurður hvort samkynhneigð gæti verið arfgeng.

Læknirinn svaraði; "Ekki ef það er stundað eingöngu".

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.6.2014 kl. 21:05

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eins og kemur fram í bókinni "Minningar úr Menntaskóla" sem gefin var út fyrir nokkrum áratugum, er þar rifjað upp, að nemandi í skólanum hafi spurt Sigurð Þórarinsson jarðfræðing og menntaskólakennara fyrir meira en 60 árum hvort hómósexúalismi væri algengur og Sigurður svarað: "Ekki ef hann er praktiseraður eingöngu."

Ómar Ragnarsson, 5.6.2014 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband