5.6.2014 | 18:38
Undrandi á viðbrögðunum.
Formaður Framsóknararflokksins segist í viðtölum um þessar mundir vera undrandi á viðbrögðunum við því sem er að gerast í málefnum, sem hann varðar þessa dagana.
Undir það má fella viðbrögðin, sem útspil oddvita framboðslista flokksins í Reykjavík kallaði fram, þegar hún sagði að það væri nú einu sinni Þjóðkirkja á Íslandi og moska ætti því ekki að rísa í Reykjavík.
Síðla árs 2006 var Frjálslyndi flokkurinn með svipað útspil varðandi innflytjendur á Íslandi.
Á skömmum tíma þrefaldaðist fylgi Frjálslynda flokksins og hefði verið kosið þá strax, hefði það líklega skilað sér í kjörkassana, því að það hefði orðið aðal kosningamálið þá, rétt eins og moskumálið nú.
Nú segir formaður Framsóknarflokksins vera undrandi á viðbrögðunum núna við sams við útspili á vegum hans flokks og Frjálslyndir viðhöfðu 2006.
Mikil umræða skapaðist yfir áramótin 2006-2007 vegna útspils Frjálslyndra og féllu harkaleg ummæli í þeirri orðræðu.
Nú segist formaður Framsóknarflokksins vera alveg undrandi á því að þetta skuli hafa gerst nú.
Meðal þeirra allra fyrstu sem létu í ljós andstöðu við stefnu flokksins í Reykjavík var formaður þingflokks Framsóknarmanna og fyrrum borgarfulltrúi flokksins í borginni, sem sagði að stefna frambjóðenda flokksins í moskumálinu bryti gegn lögum og stefnu flokksins.
Sama hafa fleiri Framsóknarmenn sagt, nú síðast fyrrverandi formaður flokksins.
Núverandi formaður flokksins segist vera alveg undrandi á þessu og velur andmælendum útspils framboðsins hin verstu orð.
Söfnuður múslima hefur beðið í 14 ár eftir því að fá svar við ósk um úthlutun lóðar undir mosku. Allan þennan tíma voru teknar til greina mótbárur gegn þeim stöðum, sem til greina komu. Fróðlegt væri að vita hve margir þeir voru.
Í New York tók skamma stund að samþykkja að ný moska væri reist skammt frá hrundum Tvíburaturnunum.
2006 og 2014 gerðust sams konar viðburðir í íslenskum stjórnmálum, að einn stjórnmálaflokkanna tók upp svipaða umræðu og þjóðernissinnaðir jaðarflokkar í Evrópu hafa gert.
Í bæði skiptin urðu viðbrögðin svipuð en forsætisráðherra segist vera alveg steinhissa á því.
Athugasemdir
Þorsteinn Briem, 5.6.2014 kl. 18:55
Mannsbarnið loftárása virðist lostinn viðvarandi furðu allt frá því að hann komst til valda.
Hann undrast nú einnig að einhverjum hafi þótt við að heyra, að hann og Bjarni hafi þegið boð um að veiða í Laxá í einn og hálfan dag frítt og það vafningalaust.
Maður bíður bara spenntur ef næstu undrum.
Jóhann (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 18:59
Þorsteinn Briem, 5.6.2014 kl. 19:03
"Undrandi á viðbrögðunum". Var að hlusta á viðtalið á Bylgjunni.
En nú er ég ekki lengur undrandi á því að "hæstvirtur" forsætisráðherra hafi verið lítill námsmaður og menntun hans því í minna lagi.
Sigmundur er einfaldlega ílla gefinn hrokagikkur!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 19:51
Auðvitað er formaður Framsóknarflokksins ekki undrandi á viðbrögðunum. Það er náttúrulega ekkert nýtt að vinstrimenn oftúlki, misskilji, geri mönnum upp skoðanir og orð, eða hreinlega bara ljúgi blákalt. Vissulega er fólki brugðið eftir þessi síðustu ofsaköst vinstrimanna, en þessi ofbeldishegðun gengur eftir þekktu munstri og endurtekur sig í sífellu, en er engum undrunarefni. .
Auðvitað var Sigmundur bara í hreinni kurteisi að benda vinstrimönnum á að svona hegðun sé ekki boðleg í siðmenntuðu þjóðfélagi.
Og auðvitað getur Sigmundur, sem forsætisráðherra allrar þjóðarinnar (eftir glæsilegan kosningasigur í fyrra, sem er staðfestur með glæsilegri útkomu í sveitastjórnarkosningum) ekki sagt það hreinlega, sem ég get, að þessi ofstopi og ofbeldi vinstrimanna er merki um sjúklegan hugsunarhátt, fasisma, og hann sé svo sannarlega ekki boðlegur á 21. öldinni, og að þeir geta bara hoppað upp í afturendann á sér.
Auðvitað má gagnrýna Sigmund fyrir að sýna fasistalýðnum í vinstriflokkum linkind, og fyrir þessa hvítu kurteisislýgi, enda hefur það aldrei verið farsælt að vera kurteis við ofbeldisfólk.
Hilmar (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 21:46
"Öfsaköst", "ofbeldishegðun", "merki um sjúklegan hugsunarhátt, fasisma", - það vantar ekki lýsingarorðin yfir viðbrögð þeirra flokksmanna í Framsóknarflokknum, sem andæft hafa útspili frambjóðenda flokksins í borgarstjórnarkosningunum.
Ómar Ragnarsson, 5.6.2014 kl. 21:53
Það er ýmislegt sem vesalingarnir blaðra undir nafnleynd.
Þorsteinn Briem, 5.6.2014 kl. 21:53
18.4.2014:
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn missa tíu þingmenn ef kosið yrði nú og ríkisstjórnin félli
Þorsteinn Briem, 5.6.2014 kl. 21:59
Framsóknarflokkurinn fékk í þessum sveitarstjórnarkosningum einungis níu fulltrúa af 97, um 9%, í níu fjölmennustu sveitarfélögum landsins, þar sem um 80% landsmanna búa.
Þorsteinn Briem, 5.6.2014 kl. 22:02
Hvað heitir þú fullu nafni, "Hilmar" og hvert er þitt heimilisfang, eða þorir þú engan veginn að skrifa hér undir fullu nafni?
Þorsteinn Briem, 5.6.2014 kl. 22:10
Sæll Ómar minn, ég var bara að æfa mig í stílbrögðum vinstrimanna.
Af viðbrögðunum þínum að dæma, hefur framlag mitt vakið verðskuldaða athygli þína.
Nú veist þú hvernig okkur hinum líður, lesandi pistla og athugasemdir ykkar vinstrimanna.
Auðvitað ætti ég að biðjast afsökunar á því að æra ykkur óstöðuga, en ég er alltof illa innrættur til þess.
Hilmar (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 22:12
"Hilmar" þorir ekki enn að skrifa hér undir fullu nafni.
Þorsteinn Briem, 5.6.2014 kl. 22:15
Kanski átti Sigmundur D. ekki að vera undrandi á að sami sjálfupphafni pólitíski réttrúnaðarkórinn færi í gang og eins og í máli Frjálslynda flokksins á sínum tíma http://magnusthor.blog.is/blog/magnusthor/?month=4;year=2007;offset=5
Þetta blessaða fólk sem kennir sig margt við vinstristefnu berst hatramlega fyrir þöggun umræðu sumt á þeirri forsendu að það héldi að þá færu vondu öflin á kreik. Ef svona hugsunarháttur hefði fengið að ráða þá værum við enn að pukrast með barnaníð í okkar samfélagi, það mætti ekki ræða af því að vondu öflin gætu farið á kreik.
Á sama hátt og ekki mátti ræða um vandamál tengd innflytjendum, má nú ekki ræða vandamál sem frændur okkar í skandinavíu þurfa að berjast við vegna öfgatrúaðra múslima.
Einu sinni mátti ekki minnast á gúlagið, hver djöfullinn er eiginlega að Íslenskum vinstrimönnum. http://vey.blog.is/blog/vey/entry/879964/
Ég set svona til hliðar, fram þá kenningu að andúðin og hneykslunarumræðan vegna ummæla Sveinbjargar Birnu sé í réttu hlutfalli við áhuga manna á inngöngu í ESB og skömm þeirra yfir að hafa mælt kúgunarsamningum út af Icesave, bót.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 22:15
Af hverju viltu vita hvar ég bý Steini?
Hafðir þú eitthvað í huga?
Hilmar (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 22:16
Sammála Hilmari. Þessi ofsaköst hérna á netinu endurspegla ekki þankagang þjóðarinnar. Þess vegna brá þeim kannski svona illilega við úrslit kosninganna. Vona að þau jafni sig brátt.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 22:17
Ekki veit ég til þess að Ómar Ragnarsson og undirritaður hafi mælt Icesave-samningunum og Gúlaginu bót.
Þorsteinn Briem, 5.6.2014 kl. 22:19
Úrslit borgarstjórnarkosninganna skipta ekki nokkru máli.
En að sjálfsögðu hélt Framsóknarflokkurinn að hann yrði í meirihluta í borgarstjórn eftir kosningarnar.
Þorsteinn Briem, 5.6.2014 kl. 22:22
Harla einkennilegt ef Bjarni Gunnlaugur, sem ekki býr í Reykjavík, heldur að hann geti ráðið því hvað þar er byggt.
Og forsætisráðherrann á ekki heldur lögheimili í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 5.6.2014 kl. 22:31
Hilmar segir: "Auðvitað er formaður Framsóknarflokksins ekki undrandi á viðbrögðunum."
Kemur þú af fjöllum, Hilmar. Mannsbarnið loftárása er ævinlega steinhissa!
Alltaf!
Hefur það farið framhjá þér?
Þú ert nú meiri bjáninn.
(og bættur sé skaðinn að enginn viti frekari deil á þér)
Jóhann (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 22:32
Steini @ 16 ekki ég heldur, því merkilegra er að Ómar skuli gerast nytsamur sakleysingi þessa öfgalýðs. Kanski vegna framsóknarfóbíu sinnar.
Annars er þetta algjör snilldargrein, sem ég vísa í eftir Vilhjálm Eyþórsson, t.d. þetta um viðbrögð vinstrimanna við gagnrýni á kommúnismann.
" Sá sem ekki gefur a. m. k. þegjandi samþykki sitt við þeim illræðisverkumsem daglega fara fram innan járn- og bambustjalds hlýtur nefnilega að vera að minnsta kosti „hægriöfgamaður", en þó trúlega „fasisti". Séu menn mjög harðir eru þeir sennilega „nasistar". Vegna þessa alls er í rauninni miklu sniðugra að vera vinstri maður en hægri, hafi menn geð í sér til þess að ganga með Gúlaginu á annað borð. Sjálfur hef ég þó aldrei getað hugsað mér það og svo erum fjölmarga aðra. "
Það er engu líkara en að íslenskir vinstrimenn hafi fundið gamlan samhljóm í múslimum!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 22:33
Þér kemur akkúrat ekkert við hvað byggt er í Reykjavík, Bjarni Gunnlaugur.
Þorsteinn Briem, 5.6.2014 kl. 22:36
Það er náttúrlega ekki ofsafengið að hóta mönnum lífláti, eins og sjá má hér að ofan, og æsa sig út af byggingum í annarra manna sveitarfélögum.
Þorsteinn Briem, 5.6.2014 kl. 22:41
Eða þetta hjá Vilhjálmi um vinstrimennina íslensku, óskaplega sem þetta passar nú vel við moskuumræðuna:
".....Þeir eru þó fáir, sem hafa skarpskyggni eða innsæi til þess að vera í alvöru á móti ríkjandi viðhorfum, enda þarf til þess hugrekki, eins og sagan hefiir margsannað. Miklu sniðugra — og hættuminna — er að láta forritast með hefðbundnu vinstra prógrammi og kaupa þar með tibúin, viðurkennd rórill. Þetta skýrir það, hve mörg skáld, fjölmiðlamenn, rithöfundar og listamenn hallast að vinstri stefnu, því þannig geta menn fengið í einum pakka fjölda (fyrirframvitaðra) vandlætingar og hneykslunarefna, enda hafa vinstri menn í vopnabúri sínu mikinn fjölda sökudólga, sem ávallt er þakklátt verk að ráðast á. Einnig öðlast þeir það öryggi á sálinni, sem fylgir því að vera í hóp. Það spillir heldur ekki, að flestir þeir, sem fjalla um bókmenntir og listir, eru líka vinstri menn (af sömu ástæðum og listamennirnir). "
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 22:51
Reyndi Salmann Tamimi að svipta systur sína forræði yfir börnum sínum þegar hún tók saman við kristin mann? Mig langar að fá þetta á hreint vegna þess að Ögmundur Jónasson kynnti manninn sem málsvara hófsemdar. Mér skilst að þetta komi fram í bók sem systir hans skrifaði. Er þetta rétt? Var hún óhæf móðir vegna þess að maðurinn hennar var kristinn? Endilega leiðréttið mig ef þetta er rangt.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 22:53
Jóhann, ef Ómar væri ekki sá sem hann er, myndi hann mótmæla orðavali og dónaskap þínum af hörku.
En Ómar er sem hann er, og hefur aldrei mótmælt ruddaskap annarra vinstrimanna. Það breytist sennilega ekki úr þessu.
Ég verð því ekki undrandi þó þú haldir áfram að hella úr hlandkoppi þínum yfir landa þína á blogginu hans.
Hilmar (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 23:12
Um að gera að skipta sér af einkamálum fólks á bloggsíðum.
Og mér sýnist allur æsingurinn hér vera hjá öðrum en undirrituðum og Ómari Ragnarssyni.
Þorsteinn Briem, 5.6.2014 kl. 23:13
Enn þorir "Hilmar" ekki að skrifa hér undir fullu nafni.
Þorsteinn Briem, 5.6.2014 kl. 23:15
Ef þetta kom fram í bók sem hún skrifaði þá átti það væntanlega ekki að fara leynt.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 23:21
Hér í Reykjavík byggjum við Reykvíkingar það sem okkur sýnist.
Nenni ómögulega að lesa meira af þessum æsingi öllum, hvað þá einhverra nafnleysingja.
Punktur.
Þorsteinn Briem, 5.6.2014 kl. 23:23
Bók Amal Tamimi heitir „Von“ og var skrifuð af Kristjönu Guðbrandsdóttur árið 2013. Þarf væntanlega ekki að fara lengra til að komast að sannleiksgildi sögunnar um Salmann.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 23:29
Takk Þorvaldur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 23:33
Sjáðu til Steini, þá snýst þetta ekki um þor eða kjakleysi, heldur skynsemi.
Það nenna ekki allir að sofa með annað augað opið, af því að einhver snælduvitlaus dúddi á internetinu veit hver maður er, og hvar maður býr. Maður getur heldur ekki boðið fjölskyldunni upp á svoleiðis óöryggi.
Sjúkleg þráhyggja þín, og gríðarlegur fjöldi athugasemda hjá Ómari, frá þér, benda til þess að þú hafir ekki fulla stjórn á þér, og ég er ekki þekktur (fyrir þá sem þekkja mig) fyrir að taka óþarfa áhættur.
Hilmar (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 23:42
Hilmar (hægri maður) segir: "Jóhann, ef Ómar væri ekki sá sem hann er, myndi hann mótmæla orðavali og dónaskap þínum af hörku."
Ég gaf þér eina einkunn í einu orði.
Hún er þessi:
"Bjáni"
Og rétt eins og sjálfur silfurskeiðungurinn verður þú steinhissa...
Jóhann (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 23:47
,,Amal Tamimi framkvæmdastjóri Jafnréttishúss er Íslendingur af palestínskum uppruna. Hún ólst upp sem múslimi og hún segir islam ekki öfgatrú. Hins vegar geri túlkun karlmanna á trúnni víða að verkum að hún verði öfgafull en slíkt sé ekki eingöngu bundið við islam.
Andúð á múslimum sem sums staðar megi finna á Vesturlöndum sé ekki trúarlegs eðlis, segir Amal Tamimi, heldur sé hún pólitísks eðlis. Hún líkir andúð á múslimum nú um stundir við þá afstöðu sem beindist að gyðingum í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari. Það sé særandi að allir múslimar séu dæmdir eftir framferði sumra.
Amal Tamimi er í Sjónmáli í dag."
http://www.ruv.is/mannlif/andud-a-muslimum-er-politik
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.6.2014 kl. 23:57
Jú jú Jóhann minn, það er þekkt að þegar fólk er of illa menntað, hefur ekki vald á tungunni og getur ekki skrifað áhugaverðan og skemmtilegan texta, og hefur ekki næga greind, þá grípi það til einfaldra orða eins og bjáni.
Auðvitað skiljum við sum hvað liggur á bak við þessi einföldu orð þín, frústrering, reiði og vanmáttur.
En ekki láta þessi orð mín draga úr framlaginu þínu til menningar, aldrei að vita nema að þú getir rambað á áhugaverðan texta. Það er heil kenning til um að apar gætu skrifað heildarverk Shakespeare á ritvél, hafi þeir til þess óendanlegan tíma.
Hilmar (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 00:03
Hér eru nokkrar tölfræðilegar staðreyndir að því gefnu að múslimar telji 1.000.000 manns. (sem er varlega áætlað)
1. Tíu prósent af þeim fjölda jafngildir eitt hundrað milljón manns.
2. Ef þessu má leiða að 1% eru 10.000.000.
3. 0,1 prósent af þeim eru þá ein milljón.
4. 0,01 eru að sama skapi eitt hundrað þúsund. Eða u.þ.b. þriðjungur Íslendinga.
5. 10.000 múslimar teljast því vera 0,001 prósent.
6. Og þúsund væru 0,0001 prósent.
OK, stöldrum við hér.
Segjum sem svo að a.m.k. 0,0001 prósent allra múslima fremdu hræðileg voðaverk eins og að sprengja, grýta, brenna, aflima og guð-má-vita-hvað, þá ættum við að heyra tæpar þrjar fréttir í fjölmiðlum á degi hverjum.
Sem er einfaldlega bull.
(ég setti þessa tölfræði inn hjá Jóni Magnússyni, fyrrverandi eitt og annað, en hún hefur enn ekki verið birt)
Jóhann (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 00:14
Jóhann (00:14). 1.000.000.000
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 00:19
...og þér að segja, Hilmar þá er ég betur menntur en þú.
En þú getur mín vegna beðið eftir því að einhverjir Hilmarar semji Shakespeare uppá nýtt.
Með tímanum.
Jóhann (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 00:19
Takk fyrir það, Haukur.
Svona fer fyrir manni þegar maður gleymir núllum.
:)
Jóhann (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 00:22
Það er bara þannig, alveg sama hvernig málunum er snúið, að forsvarsmenn framsóknarflokksinns eru búnir að koma flokknum í skelfilega stöðu.
Eg bara skil ekki afhverju nánast allir framsóknarmenn samþyggja að fordómaliðið sé tekið inn.
Það virðist vera alveg ótrúleg undirgefni í framsóknarflokknum gagnvart foringjaræðinu. Jú jú, þaður vissi að þeir rynnu vel á eftir forystusauðinum - en að þeir væru svona undirgefnir og létu allt ganga yfir sig - það er með ólíkindum.
Það er alveg svakalegt til lengri tíma litið að flokkurinn hafi lagst svona lágt til að fá atkvæði - og setja sjálfir á sig stimpilinn. Allan flokkinn. því flokksforystan öll annaðhvort samþykkir óbeint eða fæst ekki til að fordæma.
Með hann Simma greyið, að þá er bullið í honum fyrir löngu orðið af slíkri stærðargráðu að það er verulega vandræðalegt fyrir þjóðina að hofa uppá það þegar svokallaður forsætisráðherra fer að tjá sig.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.6.2014 kl. 00:45
Ef ég mætti umorða þessa hugsun þína, Ómar, þá er fagnaðarefni að Framsóknarflokkurinn hafi lagst í þessa vegferð.
Hvort heldur hún var plönuð eður ei.
Fyrir vikið ráðast nú fram óttaslegnir öfgamenn, sem reyna að gotta sér uppá þjóðerni og göfuga hreinræktun. Alls óvitandi um söguna.
Spurningin er einfaldlega þessi: Viljum við hafa trúfrelsi og jafnræði í stjórnarskrá okkar.
Ef öðru hvoru er neitað,( eins og framsóknartilberarnir vilja meina), og þorri landsmanna gengst við því, þá skulum við sem Íslendingar sætta okkur við það.
En þetta eru nú bara skitin ca. 10% sem garga hvað hæst á Útvarpi Sögu, með bjánann Pétur Gunnlaugsson í fararbroddi.
Jóhann (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 00:59
Það er náttúrulega erfitt að segja til um hvernig þetta muni þróast.
En almennt um þjóðreminginn sem hefur verið óvenju áberandi undanfarin ár - að þá var alltaf ljóst að hann átti sér líka skuggahliðar eða til að minnsta kosti gæti átt sér skugghliðar.
Þegar framsókn fór að vinna með þjóðrembing pólitískt - þá fór lagðist það strax illa í mig. Einhver vond tilfinning.
Að vinna með þjóðreming pólitískt er mjög vandasamt. Hefur tilhneigingu til að pólitísk málefni og umræða verði óballaníseruð og erfitt er að þræða einstigið.
Jafnframt hefur þjóðrembingur það eðli að vilja alltaf éta meira og meira. Ef honum er sleppt lausum - þá er líkt og hann fái aldrei nóg. Fer alltaf yfir á næsta svæði og svo næsta o.s.frv og hefur tilhneigingu til að bólgna út.
Mér fannst skrum framsóknarflokksinns í kringum þjóðrembingsþemað vera allt of lausbeislað og nánast að þeir gæfu honum lausan tauminn.
Þetta, þ.e. fordómaumræðan kringum innflytjendur/muslima er í raun bara ein svarta hlið þjóðrembingsins.
Það er með ólíkindum hve hinir fordómasinnuðu hafa belgst út við útspil framsóknar í kosningunum.
Maður hefur að sjálfsögðu séð ótrúleg ummæli varðandi muslima á undanförnum árum á netinu en þau hafa svona að mestu verið frá alræmdum aðilum ekkert mjög fjölmennum.
En núna er eins og opnist fyrir allar gáttir. Ótrúlega fjölmennt og ennfremur alveg ótrúleg ummæli sem menn láta frá sér.
Það vekur furðu að framsóknarflokkurinn eða topparnir skuli ekki hafa fyrir löngu HAFNAÐ alfarið og algjörlega allri slíkri tengingu við Framsóknarflokk. Eg barasta skil ekki hvað framsókn er að fara.
En jú jú, þá hefðu þeir þurft að þagga niður í Sveinbjörgu og Guðfinnu og framsóknarframboðinu í Rvk. og það vildu þeir alls ekki. Atkvæðin voru svo góð, að framsóknar mati.
Atkvæði Skúla Skúlasonar. Skúli var nú bara daglegur gestur í betri stofu framsóknarmaddömunnar á facebook síðunni fyrir kosningar með sitt yfirgengilega hatur og raus. Maður sem var meir að segja of öfgafullur fyrir moggabloggið! Hann var bannaður á moggablogginu. En sat við háborð í betri stofu framsóknarmaddömunnar alla daga og nætur fyrir kosningar og framsóknarmenn lutu höfði enda hafði Skúli lofað 4000 atkvæðum, að mig minnir.
Hitt er svo annað, að því miður, því miður, bendir nánast allt til að þetta útspil framsóknar hafi verið fyrirfram plottað á eftu levelum flokksinns. Það er dáldið margt í atburðarrásinni sem styður það. Hvort það hafi átt að spilast nákvæmlega svona úr því skal eg ekkert segja til um.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.6.2014 kl. 01:35
Eitt það merkilegasta við orðræðu þeirra sem vilja verja síðasta útspil Framsóknarflokksins er að þeir virðast rugla algjörlega saman þöggun og umræðu.
Síðustu viðbrögð forystunnar er að kvarta yfir því að fólk skuli tjá sig um hina nýju stefnu flokksins. Eins og það að andmæla skoðunum sé tilraun til þöggunar - að sjórnmálaflokkur megi segja hvað sem er, en aðrir eigi að þegja.
Sumar skoðanir eru umdeildari en aðrar. Þegar forráðamenn stjórnmálaflokks sem fer með forsætisráðuneytið styðja leynt og ljóst við mjög svo umdeildar skoðanir þá verða viðbrögðin þeim mun meiri. Það eru eðlileg viðbrögð í opnu samfélagi.
Þeir sem skrifa í kommentakerfum fjölmiðla eru ekkert frekar af einum eða öðrum væng stjórnmálanna, þó auðvitað séu fáir þeirra Framsóknarmenn (sem hafa milli-kosningafylgi upp á örfá prósent). Mikill meirihluti þeirra sem tjá sig eru alfarið á móti þeirri múslímafóbíu sem Framsóknarflokkurinn virðist hafa tekið upp á sína arma.
Sigmundur Davíð hefur reyndar sagt það beint út að hann sé ekki á móti byggingu mosku í Reykjavík. En hann gat ekki sagt það í kosningavikunni. Var það af því að hann vildi fá atkvæði múslímafóbanna? Hans eigin skoðun skiptir ekki máli í umræðu um framgöngu flokksins í Reykjavík fyrir kosningar, einfaldlega af því að hann lét ekki sína skoðun uppi fyrr en kosningar voru afstaðnar.
Framsóknarflokkurinn fékk 11% fylgi á landsvísu, eða c.a. 16.000 atkvæði. Skoðanakannanir rétt fyrir kosningar sýndu að Framsókn var með um 5-6% fylgi í Reykjavík, og að fylgið var nánast allt meðal þeirra sem voru eldri en 55 ára (undir 55 ára var fylgið 2-3%). Að niðurstöðurnar skyldu verða rúm 10% skýrist að stærri hluta af aldursdreifingu í kjörsókn en fylgisaukningu vegna moskumálsins.
Nýlegar rannsóknir í Bretlandi sýna að útlendingaandúð er talsvert meiri meðal eldri aldurshópa en þeirra yngri. Moskuupphlaupið hefur því fælt fáa eldri kjósendur frá, en auðvitað dregið til sín einhverja múslímafóba sem hefðu annars aldrei kosið Framsóknarflokkinn.
Miðað við aldursdreifingu í Reykjavík, og að því gefnu að kosningaþátttaka var minnst meðal yngstu kjósenda, má út frá skoðanakönnunum sem birtar voru í lok kosningavikunnar sjá að Framsókn hefði fengið milli 4000 og 5000 atkvæði. Niðurstaðan varð 5865 atkvæði, fylgisaukning vegna moskumáls því trúlega undir 2000 atkvæðum.
Það er nú allur árangurinn af þessu upphlaupi! Framsókn hefur fengið á sig ljótan stimpil sem mun reynast erfitt að afmá, fyrir skitin par þúsund atkvæði.
En framkoma Sveinbjargar og annarra í aðdraganda kosninga dregur dilk á eftir sér. Flestir Framsóknarmenn skammast sín greinilega mikið og eru orðnir afskaplega hörundsárir, vilja helst þagga niður í umræðunni.
Og múslímafóbar og rasistar telja sig hafa fengið viðurkenningu á skoðunum sínum enda vaða þeir nú uppi. Það er kannski hið besta mál, þeir geta þá reynt á eigin skinni hversu vinsælar skoðanir þeirra eru.
Brynjólfur Þorvarðsson, 6.6.2014 kl. 06:09
"Flestir Framsóknarmenn skammast sín greinilega mikið og eru orðnir afskaplega hörundsárir, vilja helst þagga niður í umræðunni. "
Þetta er engin umræða heldur yfirlýsingar um hvað Framsókn sé illa innrætt að voga sér að gagnrýna múslimi. Sama var upp á teningnum varðani frjálslynda flokkinn og innflytjendur.
Ég hef gert það svona meira til gamans (því svarvon er heldur lítil) að spyrja suma í þessum hneysklunarkór hvað þeir telji að Ísland geti tekið við mörgum hælisleitendum, 1000, 10.000. 100.000? Einnig hvort það teldist rasismi að taka eingöngu við svona 100 á ári og hjálpa þeim að aðlagast íslensku umhverfi tungu og siðum og fylgja eftir að þeir komi ekki með siði sem brjóta í bága við stjórnarskrá og lög landsins.
Frómt frá sagt þá hefur enginn svarað þessu enn (sumir svo hræddir við umræðuna eða uppteknir af þögguninni að þeir loka á mig) , ég beini sömu spurningum til þín Brynjólfur.
Nei, menn vilja miklu fremur gefa sér fyrst að hér sé verið að ala á útlendingaandúð og mismunun og setja sig á siðferðislega háan hest, sumir hverjir án þess að hafa nokkur efni á því eins og sést á meðhöndlun Samflylkingar á styrkumsóknum sumra trúfélaga.
Þöggunin felst einmitt í þessum hatursviðbrögðum sem Eyþór lýsir svo vel að voru í gangi gagnvart þeim sem gagnrýndu kommúnismann.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 07:27
"...sem Vilhjálmur Eyþórsson lýsir svo vel..." átti þetta náttúrulega að vera.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 07:35
„Mikilvægt er að greina á milli búrku og hijab eða slæða. Samkvæmt íslam eiga konur að hylja hár sitt og líkama en ekki andlit. Búrka hefur ekkert með íslam að gera heldur er kúgunartól karlaveldisins,“ segir Amal Tamimi og segir gott að skoða málið áður en notkun á búrkum verði almenn. Hún segir að í lögreglulögum sé heimild til handa lögreglu að fara fram á að andlit fólks sé ekki hulið. „Ég segi konum frá þessum lögum þegar ég er með fræðslu. Ég er sammála hugmyndum um að banna búrkur. Konur ganga ekki í búrkum þegar þær fara í pílagrímsför til Mekka og í Egyptalandi eru þær bannaðar á opinberum stöðum svo sem vinnu og í háskólum.“
Amal Tamimi er bara flottust. Bæði í sjón og raun.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 08:16
Þegar flokkur spilar út umræddu spili - þá skiptir öllu máli hvernig það er gert.
Amal nefnir réttilega að svokallaður Frjálslyndi flokkur reið ekki feitum hesti frá sínu ósmekklega útspili hérna um árið.
Að mínu mati á það sér þær skýringar að útspilið var eins klaufalegt og hugsast getur. Þeir gerðu allt rangt. En auk þess vantaði líka allar PR deildir og spunamenn hjá frjálslyndum til að setja dæmið í tilheyrandi búning.
Það er mikil hefð hjá framsókn að búa til propaganda og þeir hafa PR menn og spunadeildir. Það er miklu sterkara grunn element til staðar í Framsóknarflokknum.
Enda kom í ljós núna, að þeir gerðu þetta í meginlínum rétt.
Svona er þetta oftast gert á Norðurlöndum td. af Danska þjóðarflokknum.
Það skiptir umtalsveru máli að gera þetta, má segja, proxy.
Skýla sér á bak við eitthvað almennt - en hafa það sem í raun skiptir máli undirliggjandi.
Láta í veðrinu vaka - en geta jafnframt bakkað í skýlið. O.s.frv.
Það hlýtur öllum hugsandi mönnum og konum að vera ljóst að framsókn í Rvk. gerði þetta meðvitað. Það var verið að höfða til ákv. þátta sem má helst ekki nefna. Eftirfarandi framsóknnarmaður vissi það alveg strax:
,,Það sjá allir sem eru eldri en tvævetra í pólitík að þetta snerist aldrei um lóðamál. Allar þessar setningar sem fylgdu hugmyndunum um að afturkalla lóðina eru með augljósa tengingu í þjóðernispopúlisma,“ segir hann og bætir við: „Sveinbjörg er fluggáfuð manneskja en alls ekki vitlaus. Hún sagði þetta ekki einu sinni fyrir einhverja slysni, heldur sagði hún þetta oft. Það er augljóst til hverra var verið að höfða."
http://www.dv.is/frettir/2014/6/6/thotti-kosningabarattan-osmekkleg-NRKWVC/
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.6.2014 kl. 10:07
Bjarni, þú spyrð mig athyglisverðrar spurningar um hversu mörgum við ættum að leyfa að koma til landsins.
Ég hef oft stungið upp á því, í hálfkæringi, að við ættum að bjóða t.d. 10.000 kínverjum á ári, svona til að hrista upp í umræðunni.
En ef við ræðum málin á alvarlegri nótum. Útlendingar á Íslandi skiptast í tvo hópa.
Annars vegar mikill fjöldi sem kemur hingað til vinnu frá öðrum löndum EES. Miðað við framkvæmdaáform sem núna eru í umræðunni má búast við að þeim fjölgi enn meir. Líklegast verða flestir þeirra Pólverjar, enda fjölmenn pólsk samfélög hér nú þegar og það er trúlegt að sú staðreynd geri það auðveldara fyrir Pólverja að ákveða að flytjast hingað.
Pólverjar eru þegar eitthvað í kringum tíundi hver íbúi Íslands. Hlutfallslega ber mest á þeim í minni sjávarplássum, t.d. þekki ég til þar sem mikill meirihluti barna í yngstu bekkjum grunnskóla eru af pólskum uppruna.
Einn stærsti þröskuldur í aðlögun þessara pólskættuðu barna að Íslensku samfélagi er að þau eru það mörg, og það lélég í íslensku þegar þau byrja í grunnskóla, að þau einangrast í pólskumælandi hópum, læra ekki íslensku nema seint og illa og aðlagast íslenskum börnum því seint.
Gjaldfrjáls leikskóli sem gæti tekið við öllum börnum myndi stuðla að miklu hraðari aðlögun þessa nýja pólska minnihluta sem á eftir aðeins eftir að stækka á Íslandi.
Annar hópur útlendinga eru flóttamenn. Þeir eru mjög fáir samanborið við hina, og stefnan virðist sú að hleypa þeim alls ekki inn í landið. Þó hefur það verið gert nokkrum sinnum að taka við ákveðnum hópum (nokkrum tugum) í einu, handvalið í flóttamannabúðum erlendis, og þegar hingað er komið er gert mikið til að hjálpa einstaklingum að aðlagast samfélaginu.
Lykilatriði í aðlögun útlendinga er nefnilega hversu móttækilegt samfélagið er gagnvart aðlögun þeirra. Ekki öfugt. Þeir sem setjast að í framandi landi vilja halda í sitt tungumál, sína siði (sama gildir um Íslendinga í útlöndum), en þeir vilja líka aðlagast samfélaginu, vera þátttakendur, kynnast og virða siði hins nýja heimalands.
Pólverjar og aðrir íbúar EES sem hér setjast að vegna atvinnu myndu aðlagast miklu hraðar ef boðið yrði upp á gjaldfrjálsa leikskóla. Það kostar peninga, er samfélagið reiðubúið til að standa straum að aðlögun þeirra sem koma hingað til að vinna þá vinnu sem við "innfæddir" nenna ekki lengur að vinna?
Mælingar erlendis (m.a. í Bretlandi) sýna að innflytjendur frá t.d. Póllandi og öðrum löndum EB, skila talsvert meiru í sameiginlega sjóði en þeir fá. Þeir eru, með vinnuframlagi sínu og sköttum, að bæta efnahagsástand síns nýja heimalands, bæði ríkisfjármál og almenna hagsæld. Mér þætti það alls ekki fjarstæðukennt að samfélagið kæmi til móts við þá með t.d. gjaldfrjálsum leikskólum.
Þeir sem koma frá fjarlægari löndum, jafnvel stríðshrjáðum, þarfnast meiri aðlögunar. Það kostar peninga og vinnu, en er vel framkvæmanlegt ef vilji er fyrir hendi. Það er vel þekkt í mörgum löndum að settir séu kvótar, einhver tala sem samfélagið telur sig ráða við skipulagslega og fjárhagslega.
Ef við tækjum á móti 20 flóttamönnum á ári myndi það vera vel framkvæmanlegt, og væri stórkostleg aukning frá því sem nú er. Mig grunar að mikið meira en það væri erfitt í framkvæmd.
Er það rasismi að vilja takmarka innflutning útlendinga með það fyrir augum að hægt sé að aðlaga þá samfélaginu? Nei, ekki held ég það. Samfélagsgerð okkar byggir á lýðræði fyrst og fremst, þátttaka í lýðræði krefst ákveðinnar einsleitni íbúanna - fyrst og fremst tungumálakunnáttu. Stórir hópar fólks sem ekki talar tungumálið eiga erfitt með lýðræðisþátttöku, og eru í hættu á að lenda á neðstu stigum samfélagsins sem eykur líkur á glæpatíðni meðal þeirra. Sérstaklega þegar haft er í huga að margir flóttamenn koma frá löndum þar sem samfélagsgerðin er meira eða minna hrunin.
En það er rasismi að ráðast á minnihlutahópa sem þegar eru komnir inn í landið. Það er rasismi að úthrópa fjórðung mannkyns sem óæskilega og illviljaða.
Og loks er það þjóðernisþröngsýni að halda að hægt sé að "vernda" á einhvern hátt einhverja sér-íslenska menningu með því að einangra hana. Öll samfélög í veraldarsögunni breytast, kynslóð fram af kynslóð, og innflutningur fólks bætir frekar en dregur úr menningunni. Þetta sjá menn t.d. í Þýskalandi þar sem menningarstraumar frá Tyrklandi hafa náð fótfestu t.d. meðal ungs fólks - tökuorð úr tyrknesku, klæðaburður og tónlist svo dæmi séu nefnd.
Fyrir nokkur hundruð árum streymdu Pólverjar til Danmerkur og bættu sínum menningarstraumum við, en eru reyndar að mestu gleymdir í dag. Dönsk menning væri án efa fátæklegri ef þeir hefðu ekki komið. Bretar hafa alla tíð verið opnir fyrir innstreymi fólks, t.d. Pólverjar í miklu magni í lok fyrra stríðs, Pakistanar í kjölfar þeirra stríðs, kínverjar frá Hong Kong osfrv. Bresk menning er miklu ríkari fyrir vikið og sérstaklega pakistanskir innflytjendur eru taldir hafa bjargað Bretum úr kreppuástandi 8. áratugar.
Persónulega bý ég og starfa erlendis, í höfuðborg EB lands, þar sem tilflutningur útlendinga er svo mikill að stefnir í að innfæddir verði í minnihluta í höfuðborginni innan nokkurra áratuga. Menningin er enda hér ótrúlega fjölbreytt og ekki verð ég var við fordóma eða vandræða vegna útlendinga (þótt eflaust gerist hér ýmislegt sem ég ekki sé).
Brynjólfur Þorvarðsson, 8.6.2014 kl. 07:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.