Áberandi gallar í mikilvægri vinnu.

Á fundi á vegum VSO ráðgjafar í morgun um mat á umhverfisáhrifum í 20 ár kom fram, að þrátt fyrir þá miklu framför sem fólst í því að taka upp hliðstæð vinnubrögð hér á landi og tíðkast höfðu erlendis um árabil fyrir 1994, eru enn mörg atriði, sem laga þarf til þess að þau nái alltaf tilgangi sínum.

Misræmið á milli mats hjá Skipulagsstofnun þessi ár og mati Vegagerðarinnar var æpandi í tölum, sem Auður Magnúsdóttir birti á fundinum.

Ég nefndi tvö æpandi dæmi um útkomuna, þegar verkkaupinn, virkjanaaðilinn, kaupir sér þjónustu verkfræðistofu til  að gera mat á umhverfishrifum, sem í besta falli er að stórum hluta fúsk en felur líka í sér blekkingar og ranga mynd.

Annað er mat á umhverfisáhrifum Búlandsvirkjunar. Í mati á umhverfisáhrifum er alveg sleppt þeirri stórfelldu breytingu sem verður þegar Skaftá er tekin úr farvegi sínum þar sem hún fellur framhjá Skaftárdal og rennur núna í einstæðu hraunkvíslaneti og fimm fallegum fossum.

Í matinu er ekki getið um þessi náttúrufyrirbæri, sem eyðileggja á, frekar en þau væru ekki til.

Hitt atriðið er mat á umhverfisáhrifum virkjana við Kröflu.

Í tillögu tveggja Framsóknarráðherra rétt fyrir kosningarnar 2007 var gert ráð fyrir, að vegna einstæðs gildis svæðisins Leirhnjúkur-Gjástykki sem landslagsheildar yrði ekki hróflað við því svæði nema með sérstakri samþykkt Alþingis.

Í mati á umhverfisáhrifum er ekki orð um svæðið Leirhnjúkur-Gjástykki, heldur aðeins tilgreint að tvær landslagsheildir séu á svæðinu, annars vegar Gæsafjöll, sem eru fyrir vestan það, og hins vegar Kröflusvæðið sjálft, sem fyrir einskæra tilviljun er með sömu útlínur og útvíkkað virkjanasvæði stækkaðrar Kröfluvirkjunar.

Niðurstaða matsins er því sú að ekki verði hróflað við neinni markverðri landslagsheild og að vegna þess að hluti annarrar heildarinnar sé þegar orðið að iðnaðarsvæði, sé í góðu lagi að stúta henni allri.

Í báðum þessum tilfellum er niðurstaða matsins á umhverfisáhrifunum miklu jákvæðara en ella þegar sleppt er mikilvægustu atriðunum eða þau skekkt stórlega.  

Augljós er sá hvati til verkfræðistofa sem felst í því að þær hafa árum saman keppt um að fá stór og dýr verkefni hjá voldugum verkkaupum til að hagræða atriðum og niðurstöðum sem best fyrir verkkaupa.

Sú verkfræðistofa sem best stendur sig í því að gera hvern verkkaupanda ánægðan mun auðvitað fá fleiri verkefni en aðrar verkfræðistofur.    


mbl.is Ósamræmi í mati á umhverfisþáttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

31.3.2014:

"Landeigendafélag Reykjahlíðar hefur opnað vefsíðuna Náttúrugjald þar sem þeir kynna málstað sinn og afstöðu gagnvart gjaldtöku ferðamanna fyrir að skoða náttúru Íslands."

5.6.2014 (í gær):

"Í tengslum við þetta samkomulag munu landeigendur Reykjahlíðar fresta fyrirhugaðri gjaldtöku við Dettifoss til 1. maí 2015.

Ólafur H. Jónsson talsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar
segir þetta engu breyta um áformaða gjaldtöku við Hveri og Leirhnjúk, sem hefjist núna í júní."

Gjaldtaka við Leirhnjúk hefst í sumar - Landeigendafélag Reykjahlíðar


6.6.2014 (í dag):

Ólafur H. Jónsson talsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar gjaldþrota

Þorsteinn Briem, 6.6.2014 kl. 15:30

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú segir:

" þegar verkkaupinn, virkjanaaðilinn, kaupir sér þjónustu verkfræðistofu til að gera mat á umhverfishrifum, sem í besta falli er að stórum hluta fúsk en felur líka í sér blekkingar og ranga mynd."

Þetta er nú svo vitlaust hjá þér að það nær engri átt. Umhverfismat er gert eftir fyrirfram ákveðnum aðferðum og það eina sem verkkaupi gerir er að borga utanaðkomandi aðila fyrir verkið. Ef sá aðili stendur sig ekki er hann í slæmum málum. Þú talar m.a. um blekkingar.

Það þarf greinilega að samræma verklag við þessi mál, en að tala um fúsk og blekkingar án frekari sannana er fráleitt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.6.2014 kl. 16:02

4 identicon

hvað er fúsk og hað er ekki fúsk það er matsatriði ef ómar er þessarar skoðunar á hann að rökstiðja í hverju fúskið lykkur en ekki koma með dylgjur. því ómar sem fréttamaður myndi ekki tæplega koma með svona frétt í fréttirnar.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 17:57

5 identicon

verð að biðja ómar afsökunar hann nefnir 2.dæmi. sem eflaust eru réttmæt en hvað gerist ef ekki er farið í þessar framhvæmdir mun hraunið fillast af sandi með tímanum. skil reindar ekki þessa ásælni í gjástykki og leirhnjúk þar sem menn vita varla hver áhrifinn verða fyrir nágrenið en að kalla ALLA SKÝRLUNA FÚSK ÞÓ FINNIST DÆMI UM GALLA Í HENNI ER NOKKUÐ STÓR ORÐ. það er hægt að fynna galla í öllum skýrslum. lýka í þeim skyrslum sem dásama nátúruna og verkaupi hefur altaf áhrif. en orðspor ræður hvort svona fyrirtæki lifa af það er ekki gott að menn fái það orðspor að hægt sé að kaupa þá því ef svo er gétur ómar keipt sér skýrlu frá VSO.til að fá skyrlu sem hentar ómari. enn það er gott að fá þessi dæm i frá ómari. ágætt inlegg þó ég hafi ekki lesið vel í fyrstu umferð

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 18:16

6 identicon

kristinn geir steindórsson briem.

Please! 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 21:15

7 identicon

haukur. please. er stórt orð ef eitthvað væri á bak við það

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 7.6.2014 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband