10.6.2014 | 20:09
Meiri og óþægilegri spenna utan vallar en innan?
Stærstu íþróttamót veraldar skapa oft spennu í umverfi þeirra sem getur ógnað þeim friði og því öryggi, sem ríkja þarf í kringum slík stórmót sem eiga að efla friðsamleg samskipti þjóða og trúarbragða.
Þessi stórmót fóru langt frameftir síðustu öld oftast fram í ríkjum Evrópu eða á norðurhveli jarðar þar sem lítil hætta var á að eitthvað mikið færi úrskeiðis.
Í Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968 vöktu krepptir hnefar sigurvegaranna í 200 metra hlaupinu heimsathygli og gáfu til kynna, að hætta væri á að ýmislegt gæti farið úrskeiðis í heimi harðnandi átaka stétta, kynþátta og trúarbragða.
Hryðjuverkin í Munchen 1972 vöktu menn af værum blundi í þessum efnum og ástæða er til að vera mjög á varðbergi eftir því sem fleiri mót eru haldin í ríkjum þriðja heimsins þar sem ólga vegna mikillar fátæktar og misréttis geta orðið til að sjóði upp úr.
Brasilía er næstum eins stórt land og Bandaríkin og með álíka marga íbúa og Frakkland, Þýskaland og Bretland til samans, vaxandi þjóð og vaxandi efnahagsveldi en líka mikill órói ríkjandi.
Þar er því allt stórt í sniðum og getur brugðið til beggja vona um að heimsmeistarakeppnin þar heppist vel.
Þótt spennan vegna úrslita í leikjum keppninnar og mótsins í heild sé mikil er spennan vegna atburða utan vallanna óþægilegri og meira þrúgandi.
Vonandi fer þó allt vel, enda vegur þjóðaríþróttar Brasilíumanna í húfi.
Senda forseta Brasilíu gula spjaldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nokkur dæmi árið 2013:
Share of world wealth:
Evrópusambandið 36,7%,
Bandaríkin 29,91%,
Frakkland 5,91%,
Þýskaland 5,35%,
Ítalía 4,92%,
Bretland 4,88%,
Kanada 2,83%,
Spánn 1,92%,
Rússland 1,51%,
Indland 1,5%,
Brasilía 1,31%,
Sviss 1,3%,
Suður-Kórea 1,27%.
Þorsteinn Briem, 10.6.2014 kl. 22:54
Þorsteinn Briem, 10.6.2014 kl. 23:14
Brasilía gæti sem sagt farið fram úr Rússlandi ef vel gengur þarna suður frá.
Ómar Ragnarsson, 11.6.2014 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.