13.6.2014 | 10:46
23 leikmenn á vellinum.
Japanski dómarinn, sem dæmdi opnunarleik HM, var mannlegur þegar hann lét bugast gagnvart einstæðri stemmingu á troðfullum heimavelli þjóðar, sem lítur á úrslitaleik HM 1950 sem þjóðarharmleik sinn.
En þótt viðbrögð hans væru mannleg voru þau ekki stórmannleg.
Vissulega var axlarsnerting leikmannana tveggja í vítateignum staðreynd, en þó ekkert umfram það sem eðlilegt má teljast, og alls ekki var um ólöglegt peysutog að ræða.
En leikaraskapurinn, sem menn fá að komast upp með, að láta sig detta hvenær sem þeim sýnist það geta haft áhrif á leikinn, er hvimleiður.
Fílhraustur og þrautþjálfaður afreksmaður hrynur ekki niður við litla og skammvinna snertingu.
Ef eitthvað var átti dómarinn frekar að gefa honum gult spjald en að verðlauna hann með vítaspyrnu á mótherjann.
Dómarinn reyndi að gera sitt besta og tókst það yfirleitt, en maður hafði það samt allan tímann á tilfinningunni að hann væri það sem kallað er heimadómari, 23. maðurinn á vellinum.
Það bjargaði leiknum að Oscar, besti maður leiksins, skoraði 3ja mark Brassanna, en það mark og fyrra mark Neymars voru dæmi um muninn á knattspyrnusnillingum og góðum knattspyrnumönnum.
Þegar lið hefur slíka menn innanborðs er erfitt að deila um leikslok.
Japanski dómarinn fær að heyra það | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svona fór leikurinn á mínu heimili:
Brasilía: 2 / Króatía: 2
Japan: 1 / -1
Ef ég væri í aganefnd mótsins myndi ég setja Neymar í bann í næsta leik en japanska dómaranum myndi ég gefa spjald, þ.e. brottfararspjald í næstu flugvél til Tokyo.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.6.2014 kl. 12:00
Já þetta er til skammar að hrynja svona niður,þrautþjálfaðir íþróttamenn.
Svona leikmenn eru til minnkunar fyrir fótboltann,og þarf að útrýma.
Já Neymar slapp vel í gær,verðskuldað rautt hefði átt að vera..
Ef dómarnum verður refsað td vegna vítaspyrnudómsins,ætti þá ekki að refsa leikmanninum líka.?
En hvað segið þið um þegar dómarinn dæmdi á Króatann vegna brot á markmanninum í lokinn þegar þeir skoruðu svo?
Eru þeir algjörlega verndaðir.?
Svo geta markmenn farið með lappir beint á móti leikmanni,og ekkert dæmt.
Eins og ÍBV markmaðurinn um daginn,þegar hann reif treyju og gerði skurð á leikmanninn.
Kveðjur.
Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.