13.6.2014 | 11:07
Margt enn óskýrt um vitneskju og hugarfar víkinga.
Eldgosið í Eldgjá 934 var stærsta eldgos á sögulegum tíma en ekki Skaftáreldarnir 1783. Þess vegna hefur mér lengi fundist einkennilegt að það skyldi ekki rata á síður sagnabókmennta okkar.
Og þegar eldarnir á Hellisheiði árið 1000 eða 999 eru skoðaðir er óvíst að þeirra hefði verið getið nema vegna þess að þeir voru uppi kristnitökuárið og komu því óbeint við sögu varðandi ummæli Snorra goða á Alþingi.
Ég er ekki viss um að landnámsmenn hafi ekkert vitað um eldgos. Margt af því sem var á seyði á þeim tíma í veröldinni hefur verið sýnt fram á að hafi átt uppruna allt austur til Indlands, þ. e. svonefnd minni, atriði í sögum sem ganga aftur og birtast að nýju í sögum síðari tíma.
Má þar nefna Njálsbrennu sem dæmi, en dæmin eru mun fleiri.
Ljóslega kemur fram í Landnámu og Íslendingasögunum að fornmenn voru uppteknir af sjálfum sér og sínum búksorgum en að mikilleikur landsins var algert aukaatriði.
Besta dæmið eru ummæli Gunnars á Hlíðarenda um fegurð Fljótshlíðar, sem hann útskýrir með lýsingu á bleikum ökrum og slegnum túnum.
Og fylgdarmenn Ingólfs Arnarsonar eru látnir harma það að til lítils hafi verið riðið um blómleg héruð áður en hann settist að í Reykjavík. Allt metið á mælikvarða jarðargróða.
Raunar má færa skýr rök að því að Ingólfur hafi ekki riðið um hin blómlegu héruð fyrr en eftir að hann hafði valið sér Reykjavík á fyrsta staðnum á ströndinni þar sem voru góð hafnarskilyrði og aðstæður allar sem líkastar því sem er í Dalsfirði í Noregi.
Við flæðarmál í Reykjavík varpaði hann öndvegissúlum sínum, heimilisvættum, fyrir borð og lét þær reka upp í fjöruna þar sem haldin var landnámsathöfn til sátta við landvætti.
Hefur séra Þórir Stephensein fært að þessu góð rök. Vegna hafstrauma gat súlurnar alls ekki hafa rekið fyrir Reykjanes inn til Reykjavíkur.
Kögunarhóll við Ingólfsfjall hefur líkast til heitið Inghóll í öndverðu og fjallið dregið nafn af því, Inghólsfjall, sem síðar breyttist í Ingólfsfjall. Hóllinn sá gerir fjallið ólíkt öllum öðrum á Suðurlandi.
Hafi svipað fyrirbæri verið við Ingólfshöfða, sem sjór hefur síðan eytt, gæti hann hafa heitið Inghólshöfði í öndverðu.
Voru víkingar hræddir við eldgos? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í æsku lærði maður að Skaftáreldar hefðu verið mesta eldgosið á sögulegum tíma. Þetta var í skólabókum og til sannindamerkis tölur (sem ég er auðvitað búinn að gleyma) um rúmmál gosefna osfrv. Ég minnist þess ekki, en véfengi alls ekki þó, að hafa heyrt eða lesið um áður að Eldgjárgosið sem þú nefnir hafi verið enn stærra. Er langt síðan fræðimenn komust að þeirri niðurstöðu?
Annað, þú nefnir Kögunarhól og Ingólfsfjall, hóllinn geri fjallið ólíkt öllum öðrum á Suðurlandi. Hvernig?
Kveðja, ÞJ
Þórhallur Birgir Jósepsson, 13.6.2014 kl. 11:36
Hér eru nokkrar slóðir um Eldgjárgosið m.m.:
http://eldgos.is/storgos-eftir-landnam/katla-eldgja-934/
http://is.wikipedia.org/wiki/Eldgj%C3%A1
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=57031
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 11:43
Þakka þér, Baldur Ragnarsson.
Þórhallur Birgir Jósepsson, 13.6.2014 kl. 11:52
Etna er á austurströnd Sikileyjar og hæsta virka eldfjall Evrópu, um 3.350 metra hátt. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5 milljónir ára og fá eldfjöll í heiminum eiga eins langa skráða gossögu, allt aftur til ársins 1500 fyrir Krist.
Eldgos í Etnu hafa kostað mannslíf, enda er töluverð byggð við rætur og í neðri hlíðum fjallsins, þar sem jarðvegur er frjósamur og skilyrði til ræktunar góð eins og við Eyjafjöll, þar sem nú er kornrækt á Þorvaldseyri.
Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri - Mynd
Og hér var töluverð kornrækt á Reykjanesskaganum á Landnámsöld en á skaganum er mikil eldvirkni, til dæmis skammt frá Keflavíkurflugvelli.
Við Etnu er meðal annars Catanía, önnur stærsta borg Sikileyjar, þar sem nú búa rúmlega 300 þúsund manns.
Eldfjallið Etna á Sikiley - Vísindavefurinn
Etna
Staðfest eldgos í Vesúvíusi skammt frá borginni Napólí á Ítalíu eftir árið 79, þegar borgin Pompei eyddist í eldgosi, voru árin 203, 472, 512, 787, 968, 991, 999, 1007, 1036 og 1631 en eftir það hefur eldvirknin í fjallinu verið nokkuð sífelld.
Eldfjallið Vesúvíus fyrir ofan Napólíflóann
Napólí er þriðja stærsta borg Ítalíu með rúmlega 1,3 milljónir íbúa og á stórborgarsvæðinu búa tæplega 4,5 milljónir en borgin er um 2.500 ára gömul.
Og skammt fyrir norðan Napólí er borgin Róm, þar sem um 2,5 milljónir manna búa. Róm var til forna höfuðborg rómverska heimsveldisins, menningarleg höfuðborg Miðjarðarhafssvæðisins og kölluð borgin eilífa.
Napólí
Þorsteinn Briem, 13.6.2014 kl. 12:20
"Guðríður Þorbjarnardóttir var íslenskur landkönnuður og talin ein víðförlasta kona heims sem uppi var kringum árið 1000.
Að því er sögur herma sigldi hún átta sinnum yfir úthöf og ferðaðist fótgangandi um þvera Evrópu.
Guðríður var fædd á Íslandi en sigldi til Grænlands og þaðan til Vínlands.
Hún eignaðist þar barn, Snorra Þorfinnsson, og er talið að hún sé fyrsta konan af evrópskum uppruna sem fæddi barn í Ameríku.
Guðríður fór að sögn einnig til Rómar."
Guðríður Þorbjarnardóttir
Þorsteinn Briem, 13.6.2014 kl. 12:37
Sæll Ómar.
Minnist þess er ég var á ferð um Þýzkaland
1988 að þeir sem höfðu atvinnu af 'lyfjagrösum'
kenndu Skaftáreldum um hversu gróður sá hafi um
langan tíma ekki verið nýtilegur vegna eiturefna
frá gosi þessu enda vitað að askan barst um alla Evrópu
og talið að hún ein hafi valdið því að hitastig lækkaði
í Evrópu ef ekki víðar.
Því virðist einsýnt að áhrif Skaftárelda að segja megi um jörðina
alla hafi verið gífurleg og furðulegt að ekkert af þessu skuli koma
fram á Vísindavefnum án þess að ég geri athugasemdir við það
framar þessu eða það skipti mig nokkru máli.
Svona í framhjáhlaupi er rétt að geta þess að Borgarvirki
hefur aldrei verið fjárrétt í nokkrum skilningi þess orðs
af þeirri einföldu ástæðu að kindur reka menn ekki uppímóti
hversu mjög sem þá langar til! Það er einfaldlega ógerningur, Ómar!
Húsari. (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 12:39
Þorsteinn Briem, 13.6.2014 kl. 12:47
"Gjóskan fer fljótt ofan í svörðinn og þegar hún er komin ofan í svörðinn er hún orðin hinn besti áburður og sprettan er yfirleitt betri eftirá."
"Þetta eru mjög góð efni í svörðinn og því er íslenskur jarðvegur eins frjósamur og hann er."
Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur - Kastljós 20.4.2010
Þorsteinn Briem, 13.6.2014 kl. 12:55
Sæll aftur!
Mætti gjarna koma fyrir fjárrétt við Borgarvirki tímabundið
og girða af og að þeir kraftajötnar, sannkallaðir víkingar,
jafnt í vestri sem austri bættu þeirri þraut á dagskrá sína
að reka inní þá rétt þó ekki væru nema 5 kindur!!
Húsari. (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 13:04
Eldgos hljóta að hafa komið landnámsmönnum gífurlega á óvart, enda óþekkt í Norður- Evrópu, þótt einhverjir kunni að hafa haft spurnir af þeim við Miðjarðarhaf.
Kristnir menn, þ.á m. páfinn í Róm höfðu frá því´um miðja tíundu öld spáð heimsendi og endurkomu Kristst árið þúsund. Því þyrft að kristna alla heimsbyggðina fyrir það ár. Gífurlegt átak var gert í trúboðsmálum og kristnaðist sá hluti Mið- og Austur- Evrópu, sem ekki var þegar kristinn, Ungverjaland, Danmörk, Noregur, Grænland og Ísland. Þegar eldgosið hófst hafa að sjálfsögðu hinir kristnu sagt það merki um að heimsendi væri að hefjast, en hinir heiðnu bent á hraunið undir fótum sínum. Heimsendafárið mikla er ekki nefnt í Íslendingabók, enda vildi kirkjan ekkert af því vita eftir á en hélt fast í gífurlega landvinninga sína.
Vilhjálmur Eyþórsson, 13.6.2014 kl. 13:08
Landnám Ingólfs Arnarsonar náði frá Ölfusá að botni Hvalfjarðar.
Hveragerði er því innan Landnáms Ingólfs og fjöldinn allur af gróðurhúsum er á svæðinu frá Hveragerði að Mosfellsbæ.
"Víkin eða Reykja(r)vík er heiti á vík í suðurhluta Kollafjarðar í Faxaflóa og nær frá Laugarnesi í austri að Örfirisey í vestri."
"Laugarnes er landsvæði í Reykjavík sem telst til Laugardalsins og fyrstu heimildir um Laugarnes koma fyrir í Njálu."
Hraun frá sögulegum tíma á Reykjanesskaganum - Sjá neðst á síðunni
Föst búseta hófst í Vestmannaeyjum seint á Landnámsöld, um 920, hálfri öld síðar en í Reykjavík, og eins og segir í Sturlubók, Landnámu eftir handriti Sturlu Þórðarsonar, "var þar veiðistöð og lítil veturseta eða engin" fyrir þann tíma.
Meirihluti landsmanna býr við sunnanverðan Faxaflóa vegna þess að þar voru og eru bestu miðin við landið og veðurskilyrði hagstæð.
Hver eru helstu fiskimiðin við Ísland?
Hver eru bestu fiskimiðin í Faxaflóa?
Öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar gátu ekki borist með hafstraumum frá Ingólfshöfða til Reykjavíkur.
"Ingólfsfjall er 551 m hátt móbergsfjall í Ölfusi."
"Inghóll, og reyndar lög neðar í fjallinu, eru úr grágrýti.
Inghóll var til forna viðmið sjófarenda og gæti nafn fjallsins upphaflega verið dregið að því, Inghólsfjall."
Landnámabók, 6. kafli - Þá er Ingólfur sá Ísland, skaut hann fyrir borð öndugissúlum sínum til heilla; hann mælti svo fyrir, að hann skyldi þar byggja, er súlurnar kæmi á land. Ingólfur tók þar land er nú heitir Ingólfshöfði
Hitafar hér á Íslandi frá landnámi (bls. 23) og hafstraumar hér við land (bls. 26) - Öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar gátu ekki borist með hafstraumum frá Ingólfshöfða til Reykjavíkur
Þorsteinn Briem, 13.6.2014 kl. 13:54
Katla - Eldgjá 934 | Eldgos | Eldfjöll | Eldstöðvar
Eldgjá
Þorsteinn Briem, 13.6.2014 kl. 18:56
Jú, þeir hljóta að hafa verið hræddir við eldgos. Það er rétt. Skíthræddir. Sem vonlegt var.
En með ummæli um eldgos í fornum ritum, að þá eru ummælin sem eignuð eru Snorra goða í Kristnisögu umhugsunarverð.
Að þá, í stuttu máli, voru innbyggjar að baxast við að taka upp kristni og þegar þeir voru alveg að verða búnir að því þarna á þingi, þá kom maður hlaupandi og sagði að jarðeldur væri kominn í Ölfusi og stefndi á bæ Þórodds goða.
Sagt er í Kristnisögu að heiðnir menn hefðu mælt að það væri að vonum að goðin reiddust slíku háttalagi og framferði er nú væri að eiga sér staðþ (þ.e. kristnitakan.)
Þá á Snorri goði að hafa mælt: ,,Um hvat reiddust goðin þá, er hér brann hraunit, er nú stöndum vér á?"
Þessa setningu er vissulega hægt að túlka á nokkra vegu - en við fyrstu sýn virðist hún vera einkennilega raunsæ og lýsa menntaðri afstöðu.
Þó megi alveg draga í efa að Snorri sjálfur hafi sagt þetta og alveg eins sé líklegt að sá sem skráði Kristisögu hafi skáldað þetta upp meira eða minna - að þá samt er þetta merkilega yfirveguð afstaða eða hugsun skrásetjarans sem sennilega skráði á 12. eða 13.öld.
Er nefnilega merkilegt, að svo virðist sem þeir eru voru að bauka við að skrá allar þessar sögur á þessum tíma - hafi sumir verið merkilega yfirvegaðir og menntaðir. Allavega að sumu leiti eða gagnvart sumum málefnum.
En svo er að vísu það sjónarhorn, að við vitum ekki nákvæmlega hvað skrásetjarinn var að hugsa þegar hann setti þetta niður á skinn eða hvernig nákvæmlega hann hugsaði ummælin.
Sem dæmi, vitum við ekki alveg nákvæmlega hvort skrásetjari taldi í raun guðlega krafta búa þarna að baki eða ekki.
Það virðist við fyrstu sýn sem hann hafni aðkomu guðs eða guða - en við nánari rýningu í orðin er það alls ekki víst.
Hann gæti alveg eins verið að meina að ekki sé hægt að einblína um of á einstaka reiði guðs eða guða í þessu eða hinu tilfellinu.
Hann gæti líka hafa talið að hinn guð kristinna hefði sent þetta gos til að hræða heiðna. Það er ekki útilokað.
Er nefnilega vandamálið oft með þessi fornu rit. Það vantar oft aðeins meira til að átta sig alveg á hvert menn voru að fara.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.6.2014 kl. 19:45
Eins og sagði hér að ofan var ótti við heimsendi árið 1000 geysimikill meðal kristinna á þessum tíma, og þeir hafa vafalaust talið gosið upphaf hans. Það kemur hins vegar ekki fram í þeirri Íslendingabók sem við höfum. Ástæðan virðist augljós. Ari hafði áður skrifað um kristnitökuna, en kirkjunnar menn samþykktu ekki þá útgáfu, enda hefru þar líklega verið rætt um heimsendafárið mikla, sem örugglega hefur átt mikinn þátt í því að kristni var lögtekin, en kirkjan vildi þegja í hel. Ari var því látinn skrifa aftur. Honum hefur augljóslega mislíkað þetta því hann segir í seinni bókinni (eftir minn) „Hvat er missagt kann að vera í fræðum þessum, þá er réttara að hafa heldur þat, er sannara reynist“.
Vilhjálmur Eyþórsson, 13.6.2014 kl. 20:43
Sæll Ómar.
Hver er ekki hræddur við eldgos? Ætli megi ekki telja
nokkuð víst að í undirmeðvitund margra Reykvíkinga
blundi ótti við eldgos í Bláfjöllum? Hættan er fyrir hendi.
Íslendingasögur eru ekki eitthvert einangrað menningarlegt
fyrirbrigði heldur eiga sér hliðstæður í menningu annarra Evrópuþjóða.
Alþýðubókin e. HKL hefur að geyma hugleiðingar um þetta.
Meðalaldur Íslendinga um 35 ár þá þær sagnir gerðust sem
geymdar eru og varðveittar.
Hetjan hvort heldur Gunnar eða Vésteinn í Gíslasögu
tekur örlögum sínum en flýr þau ekki.
Orð Gunnars eru hvað skýrust í því ljósi að Hlíðin,
akrarnir og hin slegnu tún eru ekki framlenging á
einhverju guðlegu valdi hans sjálfs yfir því öllu
eða til að ráðskast með í einhverju valdatafli; þau eru þarna
og nú fyrir augum búmannsins sem loksins getur leyft sér að
segja hug sinn að því marki sem hetjan getur leyft sér.
Húsari. (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 21:54
Mesta hættan er væntanlega á að hraun renni yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, sem ætti nú að gleðja Hraunavini.
En harla ólíklegt að hraun næði að renna þangað á nokkrum klukkutímum.
Þorsteinn Briem, 13.6.2014 kl. 22:00
"Reykjaneskerfið (vestast) er um 35 km langt og 5-15 km breitt. Það nær frá Reykjanesi að Grindavíkursvæðinu og að svæði suðaustan við Voga á Vatnsleysuströnd í NA.
Síðasta eldgosahrina varð á fyrri hluta 13. aldar, þ.e. Reykjaneseldar, u.þ.b. 1211-1240.
Trölladyngjukerfið er 40-50 km langt og 4-7 km breitt. Það teygir sig frá Krísuvík og norður í Mosfellsdal í NA-SV stefnu.
Síðustu gos eru talin hafa átt sér stað á 12. öld, í Krísuvíkureldum, u.þ.b. 1151-1180.
Brennisteinsfjallakerfið er skilgreint 45 km langt og og 5-10 km breitt og teygir sig frá Geitahlíð í suðri, yfir Bláfjöll og að Mosfellsheiði í NA-SV stefnu.
Síðustu gos eru talin hafa orðið á 9.-10. öld (Bláfjallaeldar). Óstaðfestar heimildir greina einnig frá gosum á 13. og 14. öld sunnarlega í kerfinu.
Hengilskerfið er um 100 km langt og 3-16 km á breidd. Síðustu eldgos eru talin vera frá fyrir 2000 árum, á gossprungu sem náði frá Sandey í Þingvallavatni og suður fyrir Skarðsmýrarfjall og er m.a. Gíghnúkur á þeirri sprungu."
Þorsteinn Briem, 13.6.2014 kl. 22:03
Hraun frá sögulegum tíma á Reykjanesskaganum:
Þorsteinn Briem, 13.6.2014 kl. 22:07
Þeir hafa eflaust verið hræddir við eldgos, eða hvað? En hvernig þeir túlkuðu það ? Það er spurning.
Í Heiðni er Hel ísköld svo ekki var Hel að oppnast þegar eld fór að spúa úr jörðu, held frekar að Jötnar hafi verið að sína sig frá Jötunheimum.
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 13.6.2014 kl. 22:36
Hér á Íslandi komu landnámsmenn frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Skotlandi og Írlandi og íbúar þessara landa hafa væntanlega fengið fréttir af eldgosum hér á Íslandi frá landnámsmönnum í ferðalögum á milli til að mynda Íslands og Noregs.
En þrátt fyrir þessar fréttir fluttu margir íbúar þessara landa einnig hingað til Íslands.
Og íbúar Norður-Evrópu, til að mynda kristnir landnámsmenn hér á Íslandi, hafa væntanlega einnig frétt af eldgosum skammt frá páfanum í Róm.
"Í þann mund sem fyrstu landnámsmennirnir settust hér að var nýlokið eða um það bil að ljúka stórgosi að Fjallabaki, nánar tiltekið þar sem nú heita Vatnaöldur.
Opnaðist þar a.m.k. 10 km löng sprunga sem spýtti úr sér 3,3 km3 af gjósku auk lítilræðis af hrauni.
Í þessu gosi myndaðist hið svokallaða "landnámslag" sem er tvílitt gjóskulag ættað úr þessu gosi og gosi sem varð samtímis í Torfajökulskerfinu."
"Öskufall varð töluvert um allt land nema á Vestfjörðum og hefur áreiðanlega víða valdið skemmdum á grónu landi."
Vatnaöldur 870 | Eldgos | Eldfjöll | Eldstöðvar
Katla - Eldgjá 934 | Eldgos | Eldfjöll | Eldstöðvar
Egill Skalla-Grímsson fæddist líklega árið 910 á Borg á Mýrum. Egill ferðaðist víða um Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin og England. Hann tilheyrði fyrstu kynslóð Íslendinga og dó á Mosfelli um 990 en síðustu orð hans voru: "Vil ég fara til laugar."
Egils saga
Þorsteinn Briem, 13.6.2014 kl. 23:46
Ég er sammála þessum niðurstöðum. Íslendingasögurnar snerust mikið um sögurnar, heiðnin fjallaði um náttúruútskýringarnar.
Ef við lítum á Ragnarök, þá snerust þau einmitt mikið um þegar eldjötuninn Surtur kemur upp með eldsverðið sitt. Svo í lokin kemur erindið
Sól tér sortna
Sígur fold í mar
Hverfa af himni heiðar stjörnur
Geisar eimi við aldurnara
Leikur hár hiti við himinn sjálfan.
Þetta er ekta íslenskt eldgos sem þarna er verið að fjalla um. Menn voru skíthræddir við Ragnarök og því ekki skrýtið að menn voru hræddir við eldgos.
Kári Pálsson (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.