14.6.2014 | 06:57
Einsdæmi: Markakóngur án þess að skora mark.
Giovanni Dos Santos er sennilega fyrsti leikmaðurinn í sögu HM sem er í hópi mestu markaskorara mótsins á ákveðnum tímapunkti í því, án þess að hafa skorað eitt einasta löglegt mark.
Ef dómararnir hefðu ekki tekið af honum tvö rétt skoruð mörk í leiknum við Kamerún, væri hann einn af þremur leikmönnum mótsins, sem hafa skorað flest mörk og hampað sem slíkum.
Atvikin varðandi Don Santos minna á það þegar Linford Christie var dæmdur úr leik fyrir þjófstart án þess að hafa þjófstartað. Hann var bara svona rosalega viðbragðsfljótur.
Don Santos var ranglega refsað fyrir þann frábæra hæfilega að vera eldsnöggur innfyrir um leið og boltinn var farinn af stað.
Mótið byrjar með látum, ekki aðeins með fjörlegum, spennandi og skemmtilegum leikjum, heldur líka með nógum deiluefnum til að rífast um, svo sem vafasömum vítaspyrnum.
Sumir sakna þess að nýja tæknin varðandi það hvort boltinn fer inn fyrir marklínuna kemur í veg fyrir að eilífðardeiluefni eins og markið, sem sneri úrslitaleiknum á HM 1966 Englendingum í vil, hafi verið löglegt eða ekki.
En nú þegar hafa dómararnir á HM í Brasilíu séð til þess að þeir geti jafnvel orðið aðalmennirnir í sumum leikjunum.
Dómararnir stálu senunni í sigri Mexíkó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"... einhverrar verstu ákvörðunar herforingjastjórnarinnar sem sat að völdum í Brasilíu á árunum 1964-1985 og gerði sannarlega mörg slæm axarsköft á þeim tíma.
Ein af örvæntingarfullum tilraunum þeirrar stjórnar til að styrkja efnahagslífið var að hefja stórfellda fólksflutninga frá strandhéruðunum inn í Amazon-skógana í norðvestanverðu landinu um miðjan áttunda áratuginn.
Skógarhögg, námuvinnsla og landbúnaður í stórum stíl fyrir erlenda markaði var það sem átti að leysa vandann.
Talið er að einn sjötti regnskóganna hafi verið eyðilagður síðan þá."
Þorsteinn Briem, 14.6.2014 kl. 11:42
Athugasemdin hér að ofan átti reyndar að vera með næstu færslu á undan þessari.
Þorsteinn Briem, 14.6.2014 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.