Ómetanlegir liðsmenn.

Björk Guðmundsdóttir er líkast til þekktasti Íslendingur vorra tíma. Vigdís Finnbogadóttir er einnig vel þekkt um allan heim. Þessar tvær konur hafa unnið íslenskri náttúruvernd ómetanlegt gagn með skeleggri framkomu sinni þegar þau mál ber á góma.

Björk segist í viðtali í Guardian vonast til að málefnið berist víðar, enda ekki einkamál Íslendinga.

Hárrétt. Við eigum ekki landið heldur höfum það að láni frá komandi kynslóðum og erum vörslufólk þess fyrir þær og mannkyn allt.

Þarn kemur hún að kjarna málsins, því að þeir, sem ákafast sækja að íslenskum náttúruverðmætum í því skyni að gera dýrmætustu svæðin að iðnaðarsvæðum og virkjanasvæðum hafa kappkostað að viðhalda fáfræði um eðli þessa máls bæði innanlands og utan, - viðhalda því sem ég hef kosið að nefna áunna fáfræði.

Kárahnjúkadeilan sem snerist um margfalt stærri óafturkræf umhverfisáhrif en Altavirkjun, fór framhjá heimsbyggðinni. Um Altavirkjunina var hins vegar fjallað í fjölmiðlum um allan heim.

Svo frægt var nafn Bjarkar þó á þeim tíma, að tímabundið mótmælasvelti móður hennar var nokkurn veginn það eina sem sást eitthvað um varðandi Kárahnjúkavirkjun í erlendum fjölmiðlum. Á tímabili mátti sjá setningu um það rúlla neðst yfir skjá á einni erlendri sjónvarpsrás. Hún var þriðja konan sem reyndi að leggja málinu lið þannig að einhver tæki eftir því.

Jón Sigurðsson mun hafa sagt, að Íslendingum væri nauðsyn á að eiga stuðning erlendis fyrir sjálfstæði sínu.

Sama á við um íslenska náttúru. Þess vegna er framlag Bjarkar Guðmundsdóttur svo mikilvægt nú.  

   


mbl.is Náttúruvernd ekki okkar einkamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björk for president!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.6.2014 kl. 11:42

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Falleg mynd af grænni uglu sem fylgir greininni. Ugla sat á kvisti, átti börn og missti eitt, tvö, þrjú ...

Þegar Hálendið er í umræðunni dettur mér í hug málshátturinn: Oft ber blaðfátt tré bestan ávöxtinn. Fátt er eins heillandi og að vera einn í auðninni í góðra vina hópi. Fjarri skarkala, í fegurð himins og fjalla.

Það er vel gert hjá Björk að styrkja það verkefni.

Sigurður Antonsson, 15.6.2014 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband