Marklínutæknin sannaði sig. Önnur sjónarhorn blekkjandi.

Í umræðum um umdeilt mark Frakka sem var dæmt gilt með nýrri myndatækni, hafa menn látið leiða sig á villigötur, að venjulegar myndir, sem teknar voru úr af hlið úr báðum áttum, sýndu boltann ekki allan fyrir innan línuna.

En það sjónarhorn er blekkjandi, af því að marksúlan er mun nær myndavélinni heldur en marklínan, þar sem boltinn fór inn fyrir, og sýnist því breiðari miðað við línuna en hún raunverulega er.  

Eina pottþétta og vísindalega sjónarhornið og er að sjálfsögðu nýja kvikmyndatæknin og hún sannaði sig svo um munaði í kvöld.

Á þar með að koma í veg fyrir frekari deilur um svona atriði eins og löngu var orðið tímabært.

Nema við tökum gild þau rök að óvissan um svona hluti gefi knattspyrnunni sjarma, sem ekki hefði átt að vera að ræna af henni.

P. S. Nú er ég búinn að setja inn grófa útskýringarmynd á facebook-síðuna mína.   


mbl.is Benzema og marklínutæknin fóru með Hondúra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband