16.6.2014 | 13:38
Hér kom Jónsmessuhret um árið.
Troms og Finnmörk í Noregi liggja norðar en Ísland og engin fyrirstaða er fyrir kalt loft að streyma frá Norðurpólnum þangað suður eftir.
Um hásumarið er samt að meðaltali aðeins hlýrra en hér á landi vegna áhrifa Golfstraumsins, sem liggur alveg norður fyrir Nordkapp.
Það eru ekki mörg ár síðan Jónsmessuhret hefur komið hér á landi og snjóaði meira að segja hressilega og heldur meira en sjá má af myndum af snjónum í Norður-Noregi.
Fátt er svo með öllu illt að ei boði eitthvað gott: Hretið í Norður-Noregi mun vafalaust lina þjáningar kuldatrúarmanna, sem þeir hafa þurft að þola vegna hins hlýja veðurs sem hefur verið hér á landi það sem af er þessu ári.
Snjókoma í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar ég fermdist í Svarfaðardal í júní var stórhríð og aflýsa þurfti fermingarbarnamóti í Hrísey vegna veðurs.
Hins vegar töluðum við Skíðdælingar og Svarfdælingar aldrei um "snjóstorm".
Þorsteinn Briem, 16.6.2014 kl. 14:00
Kuldinn um miðjan maí í ár linaði nú þjáningar mínar það sem af er þessu ári, þó svo að þið ofsahitatrúarmenn hafið ekki tekið eftir honum.
Náttúran tók hins vegar vel eftir honum. Afleiðingin er m.a. sú að í ár er mjög lítið af birkifrjómagni í andrúmsloftinu hér syðra og ekkert af asparfrjói.
Birkið virðist m.a.s. ekki ætla að bera nein fræ í ár.
En hvað gerir það til, ef statistíkin sýnir óvenju mikinn hita?!
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 14:50
Ekki veit ég til þess að einhverjir hafi talað um "ofsahita" hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 16.6.2014 kl. 15:31
8.6.2014:
"Bændur eru byrjaðir að hirða hey á nokkrum bæjum, bæði sunnan heiða og norðan.
Heyskapur hófst sums staðar allt að tveimur vikum fyrr en venja er.
Tíðarfar hefur verið óvenju gott þetta vorið - hlýtt í veðri, sólskin en þó næg rigning.
Bændur á nokkrum bæjum sem fréttastofa hefur rætt við segja að spretta sé afar góð.
Nokkrir bændur byrjuðu að slá á föstudag, þegar ekki var liðin vika af júnímánuði.
Kári Ottósson bóndi í Viðvík í Skagafirði segir að það hafi hjálpað til að það var enginn jarðklaki í vor.
Þá hafi tíðin verið góð og engin kuldahret komið.
Kári segist hefja heyskap um tveimur vikum fyrr en venjulega. "Það hefur aldrei verið byrjað svona snemma.
Sunnan heiða eru menn einnig byrjaðir í heyskap.
Fréttasíðan Skessuhorn ræddi við bændur í Reykholtsdal sem sögðust aldrei hafa byrjað jafn snemma og nú."
Þorsteinn Briem, 16.6.2014 kl. 15:55
Um miðjan maí féll hitinn hjá mér í uppsveitum niður í 3ja gráðu frost. Líklega að nóttu til. Skemmdir á ösp og birki.
Min/Max mælirinn sýnir lágmarkshitann -3°
Ágúst H Bjarnason, 16.6.2014 kl. 23:01
Hér má sjá afleiðingarnar á um metershárri ösp. Fleiri urðu yrir skemmdum, en mis miklum. Öll laufblöðin kalin:
Ágúst H Bjarnason, 16.6.2014 kl. 23:04
Víða má sjá skemmdir sem urðu á birki:
Ágúst H Bjarnason, 16.6.2014 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.