16.6.2014 | 22:36
Nákvæmlega eins veður og 17. júní í fyrra.
Jónas heitinn stýrimaður skrifaði einu sinni í pistli að hann væri alltaf jafn undrandi á þeirri bjartsýni Íslendinga að halda útihátíðir á sumrin. Það væri engu líkara en að Íslendingar héldu að það rigndi aldrei nema 17. júní.
Þetta kemur upp í hugann þegar veðrið á lýðveldisdaginn er nokkurn veginn það sama og það var fyrir réttu ári síðan, nokkuð hlýtt og milt fyrri part dagsins en síðan þykknaði upp seinnipartinn og byrjaði að rigna.
Þetta þýðir að maður getur strax farið að bíða í spennu eftir því hvort næsti 17. júní verði eins og sami dagur í ár og fyrra, og að orð Jónasar stýrimanns um rigninguna 17. júní sannist enn einu sinni.
Fyrst þurr, svo blautur 17. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það rignir nú víðar en hér á Íslandi á sumrin, sem betur fer.
Þorsteinn Briem, 16.6.2014 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.