16.6.2014 | 23:24
Í þágu flugöryggis ?
7. nóvember 2007 misstu báðir hreyflar Fokker F50 vélar afl norður af Brúarjökli. Farþegar voru beðnir um að búa sig undir nauðlendingu inni á öræfunum.
Flugmönnum tókst að halda öðrum hreyflinum gangandi og skrölta til Egilsstaða á afli hans og lenda. Farþegunum var veitt áfallahjálp.
Augljóst var af þessu að það gæti verið öryggisatriði að hægt væri að lenda á skráðum, viðurkenndum og nógu stórum flugvelli á hinu stóra flugvallalausa svæði norðan Vatnajökuls, ekki aðeins ef bilun ætti sér stað eða að neyðarástand flugvélar skapaðist, heldur einnig ef stórslys eða náttúruhamfarir á borð við eldgos yrðu á þessu eldvirka svæði.
Á síðustu árum hefur flugvöllum verið fækkað af sparnaðarástæðum og ljóst var 2007, að ISAVIA myndi ekki gera flugvöll á þessu svæði, þótt Agnar Koefoed-Hansen hefði fengið leyfi bóndans á Brú árið 1938 til að leggja flugvöll við Sauðá á Brúaröræfum norðan Brúarjökuls á frábæru flugvallarstæði (sjá mynd á facebook síðu minni)
Úr því að ISAVIA var ekki inni í myndinni í þessu efni, sá ég ekki annað ráð en að fara í það sjálfur að merkja og valta flugvöll á þessum stað og gera hann þannig úr garði að þar gætu allar vélar lent, sem á annað borð mega nota malarflugvelli, allt upp í Fokker F50, Dash 8, Lockheed Hercules og Boeing C-17 Globemaster, sem er tvöfalt stærri þota en Boeing 757 vélar Icelandair.
Völlurinn fékk viðurkenningu með alþjóðaeinkennisstafina BISA vorið 2011 og hefur verið tiltækur,skráður og viðurkenndur síðan en skýrt tekið fram að hann sé einkavöllur svo að öll ábyrgð á ástandi hans og rekstri sé örugglega mín.
Brautirar eru 5, alls 4,7 km langar brúttó og völlurinn næststærsti flugvöllur landsins.
Ég fór í þetta í þágu flugöryggis og undrar það að ef ég myndi hætta að halda þessum flugvelli við og láta hann missa viðurkenningu sína gæti ég sagt að það yrði gert í þágu flugöryggis.
Flugvellirnir þrír, sem ISAVIA ætlar að leggja niður nú, eru ekki þeir einu sem þannig háttar til um, heldur er þessi fækkun flugvalla framhald af niðurlagningu flugvalla í mörg ár, til dæmis Patreksfjarðarflugvallar.
Tveir fjallvegir eru á milli hans og Bíldudalsflugvallar og komið getur fyrir að ófært sé á Bíldudal en fært á Patreksfjörð.
Það er ekki dýrt að halda Sauðárflugvelli við, miðað við umfang ISAVIA á Íslandi, en það er dýrt fyrir einstakling. Mér telst til að kostnaður við að viðhalda Sauðárflugvelli sé um 800 þúsund krónur á ári, enda er hann nokkurn veginn eins langt í burtu frá Reykjavík og hugsast getur.
Hluti af þessum kostnaði mínum eru gjöld sem ég borga Flugmálastjórn fyrir að völlurinn sé viðurkenndur.
Ef ég legg þennan flugvöll niður myndi ég ekki geta afborið það ef upp kæmi atvik þess eðlis, að segja mætti að niðurlagning hans hefði komið í veg fyrir að hægt væri að bjarga manslífum.
Má benda á, að flugbraut við Grímsstaði reyndist dýrmæt fyrir 16 árum, þegar rútuslys varð skammt þar norður af, engin þyrla var tiltæk en Twin Otter vél frá Akureyri gat notast sem sjúkraflugvél, lent á vellinum og flogið með slasaða til Akureyrar.
Setja má spurningarmerki við það að leggja Sprengisandsflugvöll niður en halda Nýjadalsflugvelli.
Sá síðarnefndi liggur nálægt fjöllum og þar getur því verið sviptivindasamt. Hann liggur auk þess tæpum 600 fetum hærra en Sprengisandsflugvöllur og brautin er aðeins ein, en tvær brautir eru á Sprengisandsflugvelli, önnur þeirra 60 metrum lengri en Nýjadalsbrautin.
Það að auki er Sprengisandsflugvöllur fjær fjöllum og því ekki sviptivindasamt þar.
ISAVIA lokar þremur flugvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Isavia er greinilega á móti flugi og flugvöllum.
Þorsteinn Briem, 16.6.2014 kl. 23:56
"Í þágu hagræðingar og sparnaðar" = fjárskortur. Því fylgir spurningin: Hvar á að spara og hagræða?
Ómar Ragnarsson, 17.6.2014 kl. 00:24
Frekar hæpið að segja að Globemaster sé tvöfalt stærri þota en 757. Vissulega ber hún meira, ~35%, en það eru ekki það margir metrar á milli í lengdunum. Og það er jú það sem flestir hugsa um þegar talað er um stærð flugvéla. :)
Karl J. (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 04:24
Innan ISAVIA er til viðamikið þekkingarleysi á flugi og þörfum þess. Þar er hinsvegar til staðar mikil þekking á verslunarrekstri og excel skjölum.
Hvumpinn, 17.6.2014 kl. 10:12
Þegar miðað er við rúmmál, þyngd og afl, er Globemaster á við tvær 757 og skagar hátt í fyrstu gerðir 747 varðandi þyngdina. Enginn myndi segja að Landrover jeppi væri álíka stór og Yaris þótt þessir bílar séu álíka langir.
Ómar Ragnarsson, 17.6.2014 kl. 10:14
Þarf nokkurn flugvöll Þar sem flugleiði feitidvergurinn getur ekki samið um laun flugvirkja.
Hann er að láta alþingi klara skitverkin fyrir sig.
AMX (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 12:06
Leiðinlegt að þurfa að leiðrétta Ómar sem hefur svo oft rétt fyrir sér en þann 7 November 2007 var slökkt á öðrum hreyfli Fokker F 50 eftir að hreyfillinn misti olíuþrýsting. Vélin snéri við og lenti á Egilstöðum án þess að það væru nein vankvæði með afl á hinum hreyflinum. Því þætti mér vænt um sem starfsmanni tæknideildar Flugfélags Íslands að Ómar leiðrétti þessa færslu.
Þess ber að geta að síðan 1992 er þetta í eina skipti í sögu Fokker F 50 á Íslandi þar sem hefur neyðst til að slökkva á hreyfli í flugi vegan bilunar. Sem gerir um það bil eitt engine in flight shutdown á ca 150.000 klst sem Fokker F 50 hefur flogið hér á landi. Það verður að teljast til alveg einstaks árángur. Geri aðrir betur.
Elias Erlingsson (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 22:25
Skammastu þín Elías, Ómar var búinn að búa til svo flotta hryllingssögu og rökstyðja með glans hvers vegna þyrfti stóra flugvelli með 100 kílómetra millibili hringinn í kring og þvers og kruss yfir Ísland þegar þú kemur eins og skrattinn úr sauðaleggnum og rústar öllu. Það telst til dónaskapar á Íslandi að skjóta menn niður með staðreyndum þegar skáldagyðjan nær á þeim tökum og hugsjónirnar verða rökhugsun yfirsterkari.
Espolin (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 03:29
Hann vidurkennir aldrei staðreindir blessaður. Það hentar ekki hæpnum malstað að svara þessu.Þetta er eggjakasts frettamenska
Hallo (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 09:25
Þegar ég flutti nú á dögunum um set í Útvarpshúsinu úr vinnuherbergi mínu í kjallara hússins var herbergið fullt af myndspólum af merkum fyrirbærum, sem ekki hafði unnist tími eða aðstaða til að fara í gegnum og flokka og koma á skipulegt safn''
hverjir eiga Þetta efni? skattgreidendur?Hvert fer ágóðin af syningu ?i ruvom?
hversu ha er leigan há er leigan hjá ruvom?Vantar adstöðu til skrifta?Veit að Omar svarar ekki þessu frekar en öðrum spurningum sem ekki henta honum.
'\'\\
"Þegar ég flutti nú á dögunum um set í Útvarpshúsinu úr vinnuherbergi mínu í kjallara hússins var herbergið fullt af myndspólum af merkum fyrirbærum, sem ekki hafði unnist tími eða aðstaða til að fara í gegnum og flokka og koma á skipulegt safn
hallo (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 11:13
Þú ert aldeilis óborganlegur flugáhugamaður Ómar. Ég tæki ofan fyrir þér ætti ég hatt.
Völlur þessi er þvílíkt framtak og hlýtur að vera þess virði að í hann sé slett milljón á ári miðað við það sem hann gæti bjargað.
En það er raunalegt að sjá að ÍSAVÍA er fremur að fækka völlum en fjölga. Er það ekki afturför í samgöngumálum alveg eins og að leggja Reykjavíkurflugvöll niður og gera kennslu og einkaflug útlægt þaðan?
Halldór Jónsson, 18.6.2014 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.