Íslandsljóð.

ÍSLANDSLJÓÐ.  

(Með sínu lagi)  

 

Langt í norðri laugað bárum rís  /

landið, þar sem ég á mínar rætur.  / 

Miklar öfgar magna eld og ís,  /

myrka daga, bjartar sumarnætur.  /

Ástarorð mín hljómi´um hlíð og fjöll !  /

Heitorð mín í gjúfrum fossinn syngur:  /

:,: Stöðugt skal ég standa um þig vörð,  /

stoltur af að vera Íslendingur :,: /

 

Landið mitt er hvítt og kalt að sjá.

Krapahríðar lemja, stormar belja.

Mörgum finnst það muni vera á

mörkum þess sem byggilegt má telja.  

Þegar stórborgirnar laða ljúft,

lokka menn og trylla má ei gleyma

að :,: þó að landið okkar þyki hrjúft

þá er hvergi betra´að eiga heima :,: 

 

Vafin geislum vakir byggðin mín

vinaleg í faðmi brattra fjalla.

Unaðsleg hún ól upp börnin sín

er þau hlupu´um strönd og græna hjalla.   

 Meðan jökultind við blámann ber;

björgin kljúfa hvíta öldufalda

:,: ævinlega´er efst í huga mér

æskuslóðin kæra, landið kalda :,:   

  

  

 

 


mbl.is Lýðveldið var ekki sjálfgefið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit ég hvað ætti að hafa breyst í efnahagsmálum Íslendinga við það að Ísland varð lýðveldi fyrir sjötíu árum.

Ísland hefur ekki verið hluti af danska ríkinu frá 1. desember 1918 þegar landið varð sjálfstætt ríki og því engin ástæða fyrir Danmörku að moka dönskum krónum í Íslendinga eftir það, eins og þeir hafa gert í Færeyjum og Grænlandi.

Hins vegar eru flestar nauðsynjar hér á Íslandi enn fluttar hér inn, til að mynda alls kyns matvæli, bifreiðar, fiskiskip, landbúnaðartæki, byggingavörur og vélar í iðnaði.

En bandaríski utanríkisráðherrann heldur að Bandaríkin hafi árið 1944 verið fyrst til að viðurkenna sjálfstæði íslenska ríkisins þegar það hafði verið sjálfstætt í 26 ár.

Hann heldur því væntanlega einnig að Kanada sé hluti af Bretlandi, þar sem Elísabet Bretadrottning er þjóðhöfðingi beggja ríkjanna.

Þorsteinn Briem, 17.6.2014 kl. 14:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"1. desember 1918

Ísland verður fullvalda ríki. Íslendingar öðlast forræði utanríkismála sinna. Stefnan í utanríkismálum er ákveðin af ríkisstjórninni en framkvæmd af dönsku utanríkisþjónustunni í umboði Íslendinga. Utanríkismálin heyra undir forsætisráðherra, Jón Magnússon. Kveðið er á um hlutleysi Íslands í sambandslagasamningi við Danmörku.

1918-1940


Nokkrir íslenskir viðskiptaerindrekar störfuðu erlendis milli heimsstyrjaldanna.

4. ágúst 1919


Danir skipa fyrsta erlenda sendiherrann á Íslandi, J.E. Bøggild, sem var af íslenskum ættum.

16. ágúst 1920


Fyrsta sendiráð Íslands er opnað í Kaupmannahöfn. Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands, er skipaður fyrsti sendiherra Íslands.

26. júní 1921


Kristján X., konungur Danmerkur og Íslands, heimsækir Ísland í fyrsta sinn.

1921


Lárus Jóhannesson, lögfræðingur, er ráðinn til starfa hjá forsætisráðherra í tvær klukkustundir á dag til þess að annast utanríkismál. Hann er fyrsti starfsmaður Stjórnarráðs Íslands sem annast þau sérstaklega.

1924-1926


Staða sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn er lögð niður af sparnaðarástæðum og endurvakin á ný. Sveinn Björnsson fer til Íslands en Jón Krabbe er forstöðumaður á meðan.

1. febrúar 1925


Stefán Þorvarðsson, lögfræðingur, síðar fyrsti skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins, gerist starfsmaður í dönsku utanríkisþjónustunni. Fleiri Íslendingar fylgja í kjölfarið, Pétur Benediktsson 1930, Svanhildur Ólafsdóttir 1933, Vilhjálmur Finsen 1934, Agnar Kl. Jónsson 1934, Helgi P. Briem 1935, Gunnlaugur Pétursson 1939 og Henrik Sv. Björnsson 1939.

1927


Jón Þorláksson, forsætisráðherra, áskilur Íslendingum réttindi á Jan Mayen til jafns við aðrar þjóðir.

1928


Utanríkismálanefnd Alþingis stofnuð. Fyrstu nefndarmennirnir voru Benedikt Sveinsson, sem var formaður, Jón Þorláksson, Ásgeir Ásgeirsson, Sigurður Eggerz, Bjarni Ásgeirsson, Ólafur Thors og Héðinn Valdimarsson.

1930


Alþingishátíð vegna 1000 ára afmælis Alþingis. Fjöldi erlendra gesta kemur til Íslands.

30. janúar 1934


Vilhjálmur Finsen, ritstjóri, er skipaður "attaché" við danska sendiráðið í Ósló, fyrsti fulltrúi Íslands við danskt sendiráð.

20. mars 1938


Stofnuð er utanríkismáladeild í Stjórnarráðinu, fyrsta starfseining þess sem fjallar um utanríkismál og hún heyrir undir forsætisráðherra. Stefán Þorvarðsson verður fyrsti yfirmaður hennar.

1939


Síðari heimsstyrjöldin hefst.

1939-1940


Ísland tekur þátt í heimssýningu í fyrsta sinn, sem haldin er í New York.

9. apríl 1940


Þjóðverjar ráðast inn í Danmörku.

10. apríl 1940


Ísland tekur meðferð utanríkismála í eigin hendur. Utanríkismáladeild Stjórnarráðsins er gerð að utanríkisráðuneyti, sem er upphaf íslensku utanríkisþjónustunnar.

23. apríl 1940


Aðalræðisskrifstofa Íslands er opnuð í New York. Hún er fyrsta sendiskrifstofan sem opnuð er eftir að utanríkisþjónustan verður til. Vilhjálmur Þór er skipaður aðalræðismaður, fyrsti ræðismaður Íslands. Hann verður síðar utanríkisráðherra.

27. apríl 1940


Ísland opnar sendiráð í London. Og sendiráð er opnað í Stokkhólmi skömmu síðar, í Washington 1941 og Moskvu 1944.

10. maí 1940


Bretar hernema Ísland.

8. júlí 1940


Stefán Jóh. Stefánsson verður fyrsti utanríkisráðherra Íslands. Bráðabirgðalög eru sett um utanríkisþjónustu erlendis.

1940


Á fyrsta starfsári utanríkisþjónustunnar er staðan þessi: Sendiráð: 3. Ræðisskrifstofa: 1. Starfsmenn í ráðuneytinu: 5. Launaðir starfsmenn erlendis: 15. Starfsmenn samtals: 20.

15. febrúar 1941


Lög sett um utanríkisráðuneyti Íslands og fulltrúa þess erlendis.

17. júní 1941


Sveinn Björnsson, sendiherra, kjörinn ríkisstjóri Íslands.

1. júlí 1941


Samningur er gerður við Bandaríkin, meðal annars um varnir landsins, viðurkenningu á frelsi og fullveldi þess, að sjá landinu fyrir nægum nauðsynjavörum á stríðstímanum og tryggja siglingar að og frá landinu.

16. ágúst 1941


Churchill, forsætisráðherra Breta, kemur til Íslands eftir að hafa undirritað Atlantshafssáttmálann með Roosevelt, Bandaríkjaforseta. Sáttmálinn markaði upphafið að stofnun Sameinuðu þjóðanna 1945.

17. janúar 1942


Ólafur Thors verður utanríkisráðherra í fyrra skiptið.

1942


Fyrsta kjörræðisskrifstofa Íslands er stofnuð í Winnipeg. Grettir Leó Jóhannsson verður fyrsti kjörræðismaður Íslands. Í utanríkisráðuneytinu er stofnuð upplýsingadeild undir stjórn Agnars Kl. Jónssonar og hann verður jafnframt fyrsti deildarstjóri ráðuneytisins.

16. desember 1942


Vilhjálmur Þór verður utanríkisráðherra."

Þorsteinn Briem, 17.6.2014 kl. 14:12

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í athugasemdum dönsku nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn 1918 segir meðal annars:

"Ísland myndi samkvæmt þessu verða frjálst og sjálfstætt land [...] og þannig eins og Danmörk sérstakt ríki með fullræði yfir öllum málum sínum [...]"

Og í athugasemdum dönsku og íslensku nefndarmannanna um samninginn segir meðal annars:

"Um 6. gr. Sjálfstæði landanna hefur í för með sér sjálfstæðan ríkisborgararétt."

Þorsteinn Briem, 17.6.2014 kl. 14:24

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Dísus, maður var nú bara hálftíma að rúlla niður síðunni vegna athugasemda frá Steina til að komast að athugasemdunum. En ég ætla að segja það að ég hef sjaldan séð eins vel ort og er þetta sennilega það besta sem frá þér hefur komið. Eða eins og Kristín.H.M.J.ö. Björnson eða hvað sú ágæta kona hét sem var að reyna að selja ljóðabókina sína í Fljótunum í Den sagði: "þetta er sko ekkert Atombombur og rugl".

Jósef Smári Ásmundsson, 17.6.2014 kl. 14:37

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert greinilega mikill vesalingur, ef þú varst hálftíma að þessu, Jósef Smári Ásmundsson,.

Í minni sveit þótti einungis eitt verra en að hallmæla fólki og það var að hæla því.

Þorsteinn Briem, 17.6.2014 kl. 14:59

6 identicon

Það má nú kítta í hinn sögulega langhund Steina Briem, enda er hægt að búa til alls kyns sögu með því að líma saman eftir vali.

9. Apríl 1940. Þjóðverjar hernema Danmörku, og við það er haldinn fundur síð-kvölds á Alþingi þar sem Íslendingar taka yfir öll sín mál.

Árin 1972-1976 eru svo athyglisverð sem eftirmáli sjálfstæðis. 

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 19:14

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í athugasemdum undirritaðs hér að ofan eru orðréttar tilvitnanir í Sambandslagasamning Íslands og Danmerkur, þar sem Danir staðfesta og skjalfesta sjálfstæði Íslands frá 1. desember 1918.

Í athugasemdum dönsku nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn 1918 segir meðal annars:

"Ísland myndi samkvæmt þessu verða frjálst og sjálfstætt land [...] og þannig eins og Danmörk sérstakt ríki með fullræði yfir öllum málum sínum [...]"

"1. desember 1918

Ísland verður fullvalda ríki. Íslendingar öðlast forræði utanríkismála sinna. Stefnan í utanríkismálum er ákveðin af ríkisstjórninni en framkvæmd af dönsku utanríkisþjónustunni í umboði Íslendinga."

Þorsteinn Briem, 17.6.2014 kl. 19:39

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sambandslagasamningurinn 1918:

1. gr. Danmörk og Ísland eru frjáls og fullvalda ríki í sambandi við einn og sama konung [...]"

"7. gr. Danmörk fer með utanríkismál Íslands í umboði þess. [...]"

"4. ágúst 1919

Danir skipa fyrsta erlenda sendiherrann á Íslandi, J.E. Bøggild, sem var af íslenskum ættum.

16. ágúst 1920


Fyrsta sendiráð Íslands er opnað í Kaupmannahöfn. Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands, er skipaður fyrsti sendiherra Íslands."

Færeyjar
opnuðu hins vegar svokallaða sendistofu í Reykjavík 15. september 2007 en ekki sendiráð.

Og Ísland er heldur ekki með sendiráð og sendiherra í Færeyjum, enda eru þær ekki sjálfstætt ríki eins og Ísland hefur verið frá 1. desember 1918, en aðalræðisskrifstofa Íslands í Færeyjum var opnuð 1. apríl 2007.

Þorsteinn Briem, 17.6.2014 kl. 20:04

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla einkennilegt að menn skuli ekki vilja viðurkenna staðreyndir en gapa þess í stað að um form á athugasemdum, sem þeim kemur ekkert við.

Þorsteinn Briem, 17.6.2014 kl. 20:18

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Heyrðu , fyrirgefðu elsku vinur. Það var nú aldrei ætlunin að særa neinn. Það kom bara upp "Strákurinn" í mér þegar ég sá þessa ritgerð frá þér. Enn og aftur, þetta var bara augnabliks ölæði og það er þegar runnið af mér

Jósef Smári Ásmundsson, 17.6.2014 kl. 20:43

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta er ekki nýtt fyrirbrigði hjá þér, Jósef Smári Ásmundsson.

Þorsteinn Briem, 17.6.2014 kl. 20:48

12 identicon

"7. gr. Danmörk fer með utanríkismál Íslands í umboði þess

Nebbnilega. En það gátu þeir ekki lengur gert eftir 9. Apríl 1940 ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 07:55

13 Smámynd: Mofi

Virkilega flott Ómar!  Landið kalda, já, það eru einhverjir galdrar við landið okkar.

Mofi, 18.6.2014 kl. 09:22

14 identicon

Hélt að Pegasus sá er fylgt hefur Ómari
og betrumbætt stórgallaðar færslur hans
í gegnum tíðina mundi gleðja okkur með því
að yrkja upp Íslandsljóðið en svo bregðast víst
krosstré sem ... eða hvað? Vonandi er ljóðformið
ekki svo yfirþyrmandi að menn sjái sér þann kost
grænstan að snúa ljóðfáki sínum frá í ofboði.
Er hægt að gera öllu betur?

Húsari. (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 11:09

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með Sambandslagasamningnum 1918 veitti íslenska ríkið danska ríkinu umboð til að fara með utanríkismál Íslands og það varð að sjálfsögðu ekki sjálfstætt ríki 9. apríl 1940 þegar danska ríkið gat ekki lengur framkvæmt þetta umboð þegar Þjóðverjar hernámu Danmörku.

"7. gr. Danmörk fer með utanríkismál Íslands í umboði þess. [...]"

"1. desember 1918

Ísland verður fullvalda ríki. Íslendingar öðlast forræði utanríkismála sinna.

Stefnan í utanríkismálum
er ákveðin af ríkisstjórninni en framkvæmd af dönsku utanríkisþjónustunni í umboði Íslendinga."

Íslendingar urðu íslenskir ríkisborgarar 1. desember 1918, enda varð Ísland þá sjálfstætt ríki.

Og í athugasemdum dönsku og íslensku nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn segir meðal annars:

"Um 6. gr. Sjálfstæði landanna hefur í för með sér sjálfstæðan ríkisborgararétt."

Móðurafi minn fæddist hér á Íslandi sem danskur ríkisborgari árið 1899, fimm árum áður en Ísland fékk heimastjórn og varð þá að sjálfsögðu ekki íslenskur ríkisborgari en það varð hann 1. desember 1918 þegar Ísland varð sjálfstætt ríki.

Og dætur hans fæddust sem íslenskir ríkisborgarar á fjórða áratugnum.

Færeyjar og Grænland eru nú með heimastjórn en Færeyingar og Grænlendingar eru danskir ríkisborgarar og danska ríkið þarf ekki umboð frá Færeyjum og Grænlandi til að fara með utanríkismál þeirra.

Skotland er einnig með heimastjórn en Skotar kjósa nú í haust um sjálfstæði landsins eins og Íslendingar gerðu árið 1918.

Þorsteinn Briem, 18.6.2014 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband