7.3.2007 | 10:55
KOSIÐ UM LOKUN ÁLVERSINS?
Nær daglega er sagt í blaðagreinum að 31. mars kjósi Hafnfirðingar um lokun álversins í Straumsvík eftir sjö ár. Þá muni 450 starfsmenn þess, ca helmingur þeirra búsettur í Hafnarfirði, - verða atvinnulausir og verða vá fyrir dyrum. Grímulaus hótunin er nú orðin aðalmálið, - ekki stækkunin.
Engum virðist detta í hug að stækkun þessa gjöfulasta álvers fyrirtækisins með allt að fjögurra milljarða króna gróða á ári muni skila viðbótararði til þess og að þess vegna sé það besta fjárfestingin fyrir Alcan að stækka það og nýta enn betur orkuverð sem skrapar botninn. Gleymd er líka sú umsögn Alcan á sínum tíma að álverið sé í stöðugri þróun.
Engum virðist detta í hug sá möguleiki að þetta ofurlága orkuverð geti laðað til sín nýjan fjárfesti ef álverið verður lagt niður, - að Bill Gates eða hliðstæðir fjármálarisar vilji fá orkuna keypta fyrir starfsemi sem mengar ekki og býður upp á mun hugljúfari byggð og betur launuð og fjölbreyttari störf en álverið.
Hugljúf er framtíðarsýn stóriðjusinnanna inn í 21. öldina: Álrisarnir hóta lokun nema þeir fái sínu framgengt. Þá getur Alcoa hótað að loka álverunum í Reyðarfirði og við Húsavík nema þau fáist stækkuð um samanlagt eitthvað um 500 þúsund tonn sem þurfa mun viðbótarorku sem nemur einni og hálfri Kárahnjúkavirkjun með núverandi virkjunartækni.
Húsvíkingar og Reyðfirðingar, sem eru tíu sinnum færri en Hafnfirðingar, verða svínbeygðir.
En hver er svo þessi "vá fyrir dyrum" í Hafnarfirði? Jú, 450 manns missa þá vinnuna. Af þeim mun helmingur búsettur í Hafnarfirði en á sama tíma fjölgar störfum í Hafnarfirði sjálfkrafa um 240 á hverju ári án þess að nokkur taki eftir því. Vegna þess að starsmennirnir eiga heima víðsvegar um höfuðborgarsvæðið væri réttara væri að tala um 1200 ný störf sem skapast sjálfkrafa á höfuðborgarsvæðinu árlega án þess að það veki eftirtekt.
Berum þessa "vá" saman við það þegar 300 manns misstu vinnuna þegar herinn fór. Í áratugi var búið að útlista það hve mörg fyrirtæki og margt fólk á Suðurnesjum hefði atvinnu af því að þjónusta varnarliðið á alla lund. Svo fór herinn allt í einu og það var vá fyrir dyrum.
Andri Snær Magnason lýsti því svo skemmtilega í viðtali við blað Framtíðarlandsins hvernig hann sá bæjarstjóra Reykjanesbæjar fyrir sér þar sem hann var að raða þessum 300 atvinnuleysingjum eins og tindátum inn í líkan af álveri í Helguvík.
En nokkrum vikum eftir að herinn fór voru tindátarnir týndir, - þessir 300 starfsmenn voru horfnir inn í atvinnulífið og næst verður "vá fyrir dyrum" að reyna að hafa upp á þeim til þess að geta raðað þeim inn í verksmiðjuna líkt og Stalín gerði í fimm ára áætlununum Sovétríkjanna sáluðu.
En höfum ekki áhyggjur af því að leita að starfsmönnum fyrir álver í Helguvík þegar þar að kemur. Við getum flutt inn Pólverja og notað starfsmannabúðir byggingarverktakanna í Helguvík fyrir þá.
Athugasemdir
Sæll Ómar. Ég hefði nú haldið að virtur fréttamaður eins þú gætir farið með rétt mál. Þá á ég við að þú talar um að hjá Alcan vinni aðeins 216 . Þú veist betur Ómar og átt að fara með rétt mál,þú ert nú bara allveg splunkunýr stjórnmálamaður og ekki kominn meðleyfi fyrir að fara með fleipur.
kv Harry Þór
Harry þór Hólmgeirsson (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 11:11
Þökk fyrir ábendinguna, Harry Þór. Ég hef þegar breytt þessu samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alcans. Rétt skal ævinlega vera rétt og ég biðst afsökunar á því að hafa tekið töluna 216 trúanlega sem ég sá nýlega á prenti.
Ómar Ragnarsson, 7.3.2007 kl. 11:50
það að kosningin 31. mars næstkomandi snúist um lokun álversins í Straumsvík er eingöngu hræðsluáróður og ber að taka þannig.
Núgildandi orkusamningur rennur út 2014 en er með endurnýjunarákvæði til 2024. Alcan reynir í svörum sínum um þessi mál að hamra á hugsanlegri óvissu eftir 2014 ef ekki verður stækkað en hafa hvergi sagt berum orðum að verksmiðjunni verði lokað. Að mínu mati eru yfirmenn álversins að koma illa fram við allt það ágæta fólk sem þarna starfar með þessum málflutningi.
Einnig þarf að rifja upp hvað Alcan sagði í matskýrslu um svokallaðan núllkost (þ.e. ef verksmiðjan yrði ekki stækkuð). Þar segir að "álverið sé í stöðugri endurnýjun og sé því ekki talið að það úreldist í nánustu framtíð þótt ekki verði að stækkun".
Töluna 216 hlýturðu að hafa séð þegar rætt hefur verið um hvað margir Hafnfirðingar starfa í álverinu.
Með kveðju,
Þröstur Sverrisson,
félagi í Sól í Straumi
Þröstur Sverrisson (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 12:01
Það er eitthvað nýtt og auðvitað frábært ef störf eru farin að skapast sjálfkrafa.
Getur þú gefið upp tölur um hver mörg vel launuð verkamannastörf verða til "sjálfkrafa" á hverju ári?
Mín reynsla, reyndar reynsla vinkonu minnar, er að eina verkamannastarfið sem var laust fyrir hana á síðasta ári var á leikskóla sem þú veist eins og aðrir að er afar illa borgað.
En gaman væri að sjá einhverjar tölur í þessu samhengi.
Jóhanna Fríða Dalkvist, 7.3.2007 kl. 13:26
Stríður straumur þúsunda erlends verkafólks til landsins segir sína sögu um eftirspurnina eftir slíkum störfum.
Ómar Ragnarsson, 7.3.2007 kl. 13:35
Fyrirgefið innsláttarvilluna, - setningin átti að vera svona. Stríður straumur þúsunda erlends verkafólks til landsins segir sína sögu um eftirspurnina eftir fólki í slík störf.
Ómar Ragnarsson, 7.3.2007 kl. 13:37
Ég er merkilegt nokk á móti stækkun álversins í Straumsvík en tel samt sem áður að verksmiðjan muni starfa áfram í 10-15 ár. Tel ekki að álver eigi heima í íbúðarbyggð frekar en áburðarverksmiðja.
Einn heitasti stuðningsmaður stækkunar álversins í Straumsvík sem ég þekki var ákaflega ánægður þegar áburðarverksmiðjunni var lokað enda var hún beint fyrir framan stofugluggann hjá honum. En honum finnst allt í lagi að þúsundir Hafnfirðinga hafi risastórt álver fyrir utan stofuglugggan hjá sér.
Ef álverinu verður lokað vil ég hins vegar byggja nýtt helmingi stæra á Keilisnesi, Helguvík eða Þorlákshöfn.
Svo finnst mér að þú verðir að passa þig Ómar að vera ekki að gera lítið úr fólki sem vinnur í álverum. Staðreyndin er sú að þetta eru mjög góð störf fyrir margt lítið menntað fólk og eftirsótt. Þótt Pólverjar séu ágætir þá held ég að við getum mannað öll álver með Íslendingum fyrst það var hægt á Reyðarfirði.
Byggingaverkamaður (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 13:45
Ómar, hvað eru þessir erlendu starfsmenn með í laun?
Hver er aðbúnaður þeirra?
Komu þeir ekki hingað vegna atvinnuleysis á þeirra heimaslóðum?
Eru þetta ekki mest tímabundinn störf?
Getur þú bent mér á ný verkamannastörf hér á sama atvinnusvæði og Straumsvík er, sem gefa samsvarandi laun og Isal ? Og þá verkamannastörf sem konur og karlar geta unnið jafnt eins og reyndin er þar ?
Jóhanna Fríða Dalkvist, 7.3.2007 kl. 14:15
Sæl Jóhanna
Ómar rekur ekki neina upplýsingaþjónustu hér. Ég held að hann hafi í nógu að snúast. Ef þú vilt upplýsa okkur um eitthvað þá skaltu byrja á því að finna upplýsingarnar og svo skaltu upplýsa okkur.
Það verður úr nógu að velja fyrir ómenntað fólk á Íslandi á næstu áratugum þegar það kemur að vinnumarkaði. Margir ku ganga menntaveginn um þessar mundir svo færri verða um hituna þegar það kemur að störfum fyrir minna menntað fólk.
Það eru talsvert margir sem vilja ekki mengandi stóriðju á landinu, og hvað þá í þéttbýli, og vilja frekar ganga metnaðarfyllri veg. Það mun koma öllum til góða, einnig þeim ómenntaðri.
Árni
Árni (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 14:44
Árni óskráði: Þetta eru mjög skynsamlegar spurningar hjá Jóhönnu. Að sjálfsögðu verður stjórnmálamaðurinn að gera grein fyrir skoðunum sínum. Kosningar eru í nánd og ófært að þekkja ekki skoðanir frambjóenda.
Ágúst H Bjarnason, 7.3.2007 kl. 14:57
Þetta var nú ódýrt hjá Árna
"Ómar rekur ekki neina upplýsingaþjónustu hér."
En hvað segir Ómar í bloggi sínu?
"....á sama tíma fjölgar störfum í Hafnarfirði sjálfkrafa um 240 á hverju ári án þess að nokkur taki eftir því"
Ekkert getur talist óeðlilegt við það að Ómar færi rök fyrir svona fullyrðingum. Hann setur sitt mál þannig fram að það megi skilja það þannig að þau verkamannastörf sem verða til "af sjálfu sér" séu til jafns á við þau sem eru í álverinu, hvað laun varðar.
Er nokkuð óeðlilegt við það að hann sé krafinn um frekari útskýringar á þessum orðum sínum?
Ágúst Dalkvist, 7.3.2007 kl. 15:00
Ég mun aldrei tala niður til nokkurs fólks. Sjálfur var ég á vinnumarkaði verkamanna í tíu sumur og í jóla- og páskaleyfum og auk þess vann ég þrjú ár í öllum frístundum mínum í byggingarvinnu við að reisa blokkina Austurbrún 2 sem eigandi einnar íbúðar í henni.
Öll störf eru göfug, - vinnan göfgar manninn og öll störf eru nauðsynleg. Hins vegar verður að líta til þess að á öldinni sem er að hefjast mun velgengni þjóða ráðast af því hvort þær eru samkeppnisfærar í þjóðasamfélaginu um fjölbreytta menntun og færni þegna sinna.
Til þess að svo megi verða verða þjóðfélagsgerðin og umhverfið að laða fram hið ítrasta sem hver þegn getur innt af hendi um leið og hver þegn nýtir hæfileika sína í samræmi við það sem hæfileikar hans og vilji hans stendur til.
Framtíðarsýn stóriðjustefnunnar leiðir af sér umhverfi í hinum dreifðu byggðum álveranna þar sem risaverksmiðjur bera ægishjálm yfir aðra atvinnustarfsemi sem skapast af frumkvæði og sköpunarkrafti íbúanna.
Þessi stóriðjustefna mun skapa breikkandi gjá milli suðvesturhornsins og landbyggðarinnar þar sem á suðvesturhorninu verður fleyttur rjóminn ofan af tækifærum í hátækni og þekkingariðnaði á sama tíma sem helstu atvinnutækifæri landsbyggðarinnar felast í verksmiðjustörfum.
Sú hugsun að "skaffa" sem flest verksmiðjustörf og skín í gegn í allri umræðunni í dag á áreiðanlega þátt í því að nær þriðjungur 15 ára barna á Íslandi hefur engin áform um framhaldsmenntun.
Áberandi gjá er á milli suðvesturhornsins og norðausturhornsins hvað snertir framhaldsmenntun. Meiri hluti íbúanna á norðausturlandi hefur ekki framhaldsmenntun. Ég er fráhverfur því takmarki að viðhalda því ástandi. Fólkið á landsbyggðinni á betra skilið.
Mörg sóknarfæri er að finna í gegnum nýja hugsun og ný viðhorf sem tengjast málaflokki 21. aldarinnar, - umhverfismálum og skilar sér í breyttri stefnu í menntamálum, landbúnaðarmálum, sjávarútvegsmálum, byggðamálum, samgöngumálum og iðnaðar- og verslunarmálum.
Ómar Ragnarsson, 7.3.2007 kl. 15:25
Það er ekki nema sjálfsagt að maður rökstyðji fullyrðingar sínar, en spurningar Jóhönnu eru komnar talsvert frá fullyrðingum Ómars, og sumar þeirra krefjast heilmikillar rannsóknarvinnu. Það er óeðlilegt að Ómar hafi svörin við þessum spurningum á takteinunum. Það er sem sagt ekki hægt að ætlast til þess Ómar svari þeim, eða verði þess slags upplýsingaveita.
Svo nánar sé farið út í spurningar hennar, þá er alveg út í hött að spyrja "Getur þú gefið upp tölur um hver mörg vel launuð verkamannastörf verða til "sjálfkrafa" á hverju ári?" þegar ekki liggur ljóst fyrir hvernig "vel launað verkamannastarf" er skilgreint. Það er engin skynsemi í því.
Árni (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 15:40
Skylt og óskylt:
Í Sænautaseli bjuggu skötuhjúin herra Sjálfstæður og hans ektafrú til 12 ára, Framsóknarmaddaman, og sögðust hvergi fara úr kotinu meðan bæði libbðu. Þau væru sjálfstætt fólk í sjálfstæðu landi. Karl og kerling áttu tvær dætur en þær lentu í ástandinu á Kárahnjúkum og segir ekki meira af þeim, nema hvað þær búa núna í Kína. Ektaparið bjó með eina kú og 100 kindur með 19 milljarða styrk frá bróður Framsóknar. Þrenn hjú voru á bænum, Samfó hét eitt, Vinstri annað og Frjálslyndur það þriðja. Frjálslyndur var blindur og var því ekki mikið gagn af honum á búinu, enda drukknaði hann fljótlega í bæjarlæknum. Samfó var forkunnarfögur og feit, enda leit herra Sjálfstæður hana hýru auga. Framsókn varð þess vör og skipaði karli sínum að reka Samfó er vistinni, "því engin hornkerling vil ég vera á mínu eigin heimili". Nú nú, er þar komið sögunni að einungis eitt hjú var eftir í kotinu og getiði nú krakkar mínir hver það var. Jú rétt til getið, Vinstri var það heillin. Fer þá ekki herra Sjálfstæður að gera hosur sínar grænar fyrir Vinstri!
"Ja, nú þykir mér týra á skarinu og skörin vera farin að færast upp í bekkinn. Er þá karlinn ekki sódómískur eftir allt saman!" tautar þá Framsókn si svona, heldur önug og snýr upp á sig. "Þetta er örugglega allt saman Evrópusambandinu að kenna og þessu bévítans reglugerðarfargani frá þeim þar í neðra! Megi hann Brussell aldrei þrífast! Ég veit varla hvernig ég á að mjólka kúna lengur!" Er þar skemmst frá að segja að frú Framsókn skilur þar við karl sinn og arkar til byggða en verður úti á leiðinni vegna langvinnra gróðurhúsaáhrifa á heiðinni. En í Sænautaseli búa nú saman herra Sjálfstæður og Vinstri með 50 milljarða styrk frá Evrópusambandinu. Barnlausir eru þeir náttúrlega en buru eiga þeir gríðarstóra og geyma í henni allir reglugerðirnar frá Evrópusambandinu. Lýkur þar með sögunni af Sænautaseli, krakkar mínir, og farið nú út að leika ykkur!
Steini Briem (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 16:43
Guðlaugur, þú getur ekki búist við því að allir frambjóðendurnir verði þér fullkomlega að skapi. Ég hvet þig þó til að vera jákvæðan í þessu máli og horfa til aðalatriða. Ég held að Jakob muni ávinna sér traust í þessum flokki þegar hann fær loks sitt eðlilega tækifæri sem "hægri krati".
Haukur Nikulásson, 7.3.2007 kl. 17:07
Hlakka til að sjá stefnuskrá þína Ómar, sérstaklega sjá tillögurnar um hvernig þið ætlið að styðja landsbyggðina og fá hálært fólk til starfa þar sem enginn er fyrir og engin þar af leiðandi þjónustan.
Allt hlýtur þetta að þurfa að byrja á grunninum. Nú mun fjölga störfum gríðarlega á austurlandi. Fyrst í álverinu sjálfu, svo í þjónustu störfum til að þjóna því fólki. Þegar allt það fólk er komið á staðinn ÞÁ er kannski mögulegt að laða að annað fólk líka og skiptir þar engu hvort íslendingar eða aðrir vinni í álverinu sjálfu.
En ég sé á skrifum þínum Ómar hér að þú hefur aðrar hugmyndir og endurtek því bara að ég hlakka mikið til að sjá þær.
Ágúst Dalkvist, 7.3.2007 kl. 17:08
Stækkun Álversins Gæti leitt til fækkunar á Starfsfólki Álversins?
Ég verð var við að umræðan þessa dagana einkennist nú mikið af hræðslu starfsfólks og aðstandenda starfsfólk álversins í Straumsvík um starfsmissi, og er það skiljanlegt að fólk hugi um afleiðingar þess ef stækkun verði ekki samþykkt.
Eitt er þó óskiljanlegt fyrir þann sem fylgist með umræðunni utanfrá hvers vegna þessi umræða er orðin svona sterk. Ekki er að finna opinberlega staðhæfingu af hálfu stjórnenda um slíkt heldur þvert á móti.
Hinnvegar ef maður fer að hugleiða málið væri hægt að sjá rök fyrir því að stækkun gæti leitt til fækkunar starfsfólk hlutfallslega ef betur er að gáð.
Jú lítum á dæmið, í dag er bærilegur hagnaður af starfseminni, til að betrumbæta hagnaðinn þarf að minnka kostnað við framleiðsluna og hvaða kostnað er hægt að minnka?
Hráefnið? Námurnar eru í eigu félagsins
Raforkuverð? Nánast ekki hægt að verða sér út um rafmagn og allrasíst á svona góðu verði
Flutningar? Væntanlega í stöðugu útboði.
Skattar? Þegar búið að semja,
Launakostnaður? Þarna er væntanlega eftir mestu að slægjast og hvernig er hægt að lækka þennan lið? Taxtar og kjör eru háð samningum verkalýðsfélaga hér á landi svo varla er hægt að lækka laun starfsmanna. Framleiðni per starfsmann? Jú eitthvað kanski hægt að auka, en væntanlega er búið að fara eins langt og hægt er í þeim málum hér. Hvað er þá eftir? Jú það er að fækka mannlegum starfsmönnum og taka meiri tækni í þjónustu sína með því vélvæða starfsemina enn þá meira með Róbótum sama og bílaiðnaðurinn hefur farið í gegnum.
Slík vélmennisvæðing kostar mikið fé og sú fjárfesting borgar sig ekki nema þar sem stórar framleiðslueiningar eru. Stækkun álversins gæti komið álverinu í þessa stærðareiningu og þar með því leitt til fækkunar á starfsfólki !
Þetta eru nú bara pælingar og væri gaman að heyra skoðanir annara og þá sérstaklega starfsmanna á þessu.
jói (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 17:08
Ágúst/Jóhanna, það hefur margoft komið fram að upplýsingarnar um störfin 240 koma af vef Hafnarfjarðarbæjar. Og þau verða til við vegna þeirrar grósku sem er í atvinnulífi í Hafnarfirði, nýsköpunar og tilkomu fjölda nýrra fyrirtækja. Og með hagstæðara skattaumhverfi fyrir sprotafyrirtæki, hátækniðnað og þjónustufyrirtæki væri hægt tvöfalda eða þrefalda þessa tölu á nokkrum árum. Og þessi fyrirtæki borga góð laun. Þeir rúmlega 200 hafnfirðingar sem vinna í álverinu geta líka verið rólegir með sín háu laun næstu 20-30 árin.
Lárus Vilhjálmsson, 7.3.2007 kl. 17:19
Sæll Ómar
Mig langar að spyrja þig, þessi störf sem verða til "sjálfkrafa í Hafnarfirði" gera þau meir en að anna eðlilegri fjölgun í bænum? Því það fjölgar jú fólki í Hafnarfirði held ég.
Ég held einnig að það séu ekki mörg störf, sem teljast verkamannastörf, sem eru jafnvel launuð og í álverum. Ég hef sjálfur unnið í álveri, að vísu ekki ísal, en fullyrði eftir þá reynslu að þetta eru fínir vinnustaðir. Það er einnig nokkuð ljost að margir sem eru að reyna að koma því innhjá fólki að þessi störf séu einhver leiðindastörf sem fólk tekur afþví að það fær ekkert annað, það fólk hefur örugglega aldrei unnið sjálft, eða komið í álver. Þessi störf gera miklar kröfur til þekkingar og t.d þi NA þar sem ég var, voru flestallir starfsmenn, með einhverskonar iðnmentun og ég veit ekki betur en að ísal geri starfsmönnum sínum mögulegt að mennta sig í vinnunni. (stóriðjuskólinn)
Anton Þór Harðarson, 7.3.2007 kl. 17:32
Ómar þetta er heldur illa farið með staðreyndir. Álverið í Straumsvík er ekki gjöfulasta álver í eigu Alcan. Álverið í Alma í Kanada hefur 20% lægri núllpunkt en Ísal þeas. það þolir 20% lægra álverð án þess að skila tapi. Hversvegna ætli það sé? Alma er 5 ára gamalt álver sem notar nýjustu tækni sem völ er á og skilar því meira af sér þrátt fyrir að borga eitthvað hærra rafmagnsverð. Tæknin sem notuð er hjá Ísal er þegar öllu er á botninn hvolft nærri 40 ára gömul. Kerin og þeirra umbúnaður er sá sami eða svipaður og fyrir 40 árum og sú ákvörðun var tekin af hagkvæmnisástæðum að hafa stækkunina árið 1995 með sama sniði. Það segir sig sjálft að 40 ára gömul tækni er ekki framtíðin fyrir Alcan. Alcan hefur sagt og það með réttu að ávallt sé unnið að endurbótum en það er rangt hjá þér Ómar að nú sé búið að snúa við blaðinu. Málið er einfaldlega það að frekari framþróun er bæði erfið og dýr og hefur því náð þeim punkti þar sem ekki er lengur hagkvæmt að ganga mikið lengra í þá átt. Hvert horfa menn þá, auðvitað vilja menn stækka og nýta sér nýjustu tækni sem er í boði og ná þannig fram hámarks hagræðingu. Ég vil benda þér á færslu á síðunni minni þar sem bent er á nokkra punkta varðandi störf á Íslandi því þú og margir aðrir haldið því blákalt fram að allir séu æstir í að hlaupa til Íslands til að setja þar niður fyrirtæki. Ef þið gætuð komið með eitthvað meira en hugmyndir þá væri kanski hægt að taka mark á þessu tali. Það er hinsvegar alveg ljóst að það er enginn sem brauðfæðir fjölskyldu sína á skýjaborgum vinstri og hægri grænna.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 7.3.2007 kl. 18:46
Sæll Ómar
Ég vona að afstaða þín til okkar í Straumsvík sé vegna þess að þú hafir ekki haft tíma til að kynna þér málin, en ekki vegna þess að þú siglir með hraðbyr í pólitíkina.
Það er margt rangt sem fullyrt um álverið í Straumsvík, ótrúlega margt. Skoðaðu linkinn: straumsvík.is
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan
Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 19:54
Væntanlegt framboð á líf sitt undir því að valinn maður sé í hverju rúmi, að minnsta kosti í öllum efstu sætum hvers lista.
Jakob Frímann þekki ég ekki persónulega; örugglega vænsti maður, en það er fullreynt að hann slær ekki í gegn hjá kjósendum.
Kalt mat þarf að ráða vali á lista. Ískalt. Nú er lag, einstakt tækifæri til lífsnauðsynlegra breytinga í íslenskum stjórnmálum og í íslensku samfélagi. Það tækifæri verður að nýta með öllum ráðum. Það kemur ekki aftur í bráð.
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 20:53
Sæll Tryggvi
Ég skyggndist yfir kynningarbækling Alcan "Staðreyndir um stækkun álvers" sem aðgengilegur er á vefsíðunni.
Stærsti hluti bæklingsins fjallar um allt annað en fyrirhugaða stækkun álversins. Ef sá hluti er tekinn frá þá stendur lítið sem ekkert eftir. Ég reyndi að finna upplýsingar um magn koltvísýrings sem verksmiðjan losar á ári, fyrir og eftir stækkun.
Ég fann það ekki. Ég tók hins vegar eftir þessu:
"Í Straumsvík er losunin 47 kíló CO2-gildi á hvert framleitt tonn, en í heiminum er losunin 1.100kg CO2-gildi á hvert framleitt áltonn. Þetta leiðir til þess að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá ÍSAL er rúmum 40% lægri en að meðaltali við álframleiðslu í heiminum".
Hér er greinilega einhver villa eða Alcan er að segja hálfa söguna.
Ef að Alcan vill upplýsta umræðu um stækkun álversins, þá er meginatriði að upplýsingar um magn losunar gróðurhúsalofttegunda og annarra hættulegra lofttegunda komi fram.
Árni
Árni (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 20:56
Ómar og aðrir gegn álverum á Íslandi.
Við búum á littlum bláum hnetti, við skulum kalla hann Framtíðarhnöttinn eða Draumahnöttinn, þið ráðið? Á hnettinum okkar búa margar þjóðir og innan hverrar þjóðar margir einstaklingar. Einstaklingarnir á Framtíðarhnettinum/Draumahnettinum nota bíla, flugvélar, húsnæði, hnífapör, geisladiska, alls kyns byggingarvörur, spegla og svo margt margt annað sem búið er m.a. til úr áli.
Í dag eru fjöldamörg álver út um allan Draumahnöttinn/Framtíðarhnöttinn sem framleiða álið sitt (fyrir mig og þig og alla hina á hnettinum) með því að nota orku sem kemur frá kola- og olíuorkuverum. Þau eru vond, voða vond, því að þau spúa út í andrúmsloftið á Drauma/Framtíðarhnettinum slæmum efnum sem m.a. eru að ýta undir svokölluð Gróðurhúsaáhrif. Kannski finnst andstæðingum álvera á Íslandi það bara fínt því að þá verður kannski svo hlýtt á Íslandi að hægt verði að baða sig í dögginni á Arnarvatnsheiði allan ársins hring án þess að verða að rúsínu. (þarna niðri sko)
Á Framtíðar/draumahnettinum er svo lítil eyja, þessi eyja heitir Ísland, sumir kalla hana Draumalandið eða Framtíðarlandið og er það vel, þetta eru falleg orð. Á þessari eyju er ofsalega mikil orka, og galdurinn er sá að orkan sú er hrein og endurnýtanleg. Þessvegna m.a. finnst mörgum sniðugt að nýta orkuna til þess að framleiða málminn (álið) sem við notum svo mikið af (vegna þess að hann er léttur og sparar aðra orku) á Íslandi/Framtíðarlandinu/Draumalandinu. Það myndi nefnilega verða til þess að 1-2-3-4 álver annarsstaðar á Drauma/Framtíðarhnettinum sem nota voða vondu orkuverin yrði lokað. Þá væri nú gaman á hnettinum okkar.
Það er nefnilega þannig að við öll, ég, þú og allir á hnettinum okkar berum saman ábyrgð á því að reyna að sporna við Gróðurhúsaáhrifunum. Við erum búin að taka risastökk með því að reisa gott Álver á Reyðarfirði, jú, mikið rétt, við fórnuðum landi í staðinn en á móti því var 1-2-3 álverum annarstaðar á Draumahnettinum lokað og við það hlífðum við svo miklu miklu stærra landsvæði heldur en Kárahnjúkum.
Það er ljóst að ekki verður farið í fleiri Kárahnjúka, ekki mun minn flokkur standa fyrir því í það minnsta, því hefur hann lofað. Héðan í frá verður notast að mestu við gufuaflið sem við eigum svo mikið af og munum jafnvel eignast meira af með djúpborun.
Því bið ég ykkur andstæðinga álvera á Íslandi, þið sem þykist vera umhverfissinnar, horfið á stóru myndina!
HORFIÐ Á STÓRU MYNDINA!
Snæþór S. Halldórsson
Snæþór S. Halldórsson (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 21:01
Til Snæþórs
Ertu viss um að verið sé að loka ljótu vondu álverunum en ekki álverum sem knúin eru rafmagni frá vatnsaflsvirkjunum svo margfalda megi raforkuverðið?
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 21:29
Sæll Snæþór
Er þér í raun og veru ekki alveg sama um gróðurhúsaáhrif? Þú vilt bara álver, og notar loftlagsmál sem tylliástæðu.
Í fyrsta lagi snúast umhverfismál ekki bara um gróðurhúsaáhrif. Þau snúast líka um að koma í veg fyrir eyðileggingu náttúru Íslands.
Í öðru lagi eru það bara getgátur að lokun annarra álvera megi rekja til byggingar álvera á Íslandi. Ekki er ólíklegt að álverið eða stækkun þess verði viðbót við þann flota álvera sem mannkynið hefur reist. Á meðan að ekki er hægt að sanna að bygging álvers leiði beint til lokunar annars álvers, þá getur þetta ekki talist annað en viðbót.
Í þriðja lagi þá er hægt að skaffa rafmagn fyrir álver hvar sem er án þess að orkuöflunin hafi í för með sér losun á gróðurhúsalofttegundum. Því er algjör firra að álver verði að spilla náttúru á einu fegursta landi heims í nafni baráttu gegn hlýnun loftlags.
Árni
Árni (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 21:30
Sæll Árni
Nei, mér er svo sannarlega ekki sama um gróðurhúsaáhrifin. Af einhverri ástæðu þá telja menn eins og þú (öfgafullir umhverfissinnar) að allir þeir sem ekki séu sammála ykkur séu umhverfis-sóðar.
Eyðilegging náttúru Íslands segirðu. Ísland er 103.400 ferkílómetrar. Lónið við Kárahnjúka er ef ég man rétt 57 ferkílómetrar í fullri stærð. Það gera 0,05465% af flatarmáli landsins.
Sorglegt að sökkva landinu? Já.
Ánægjulegt að sjá uppbygginguna á Austurlandinu sem ól mig? Já.
Samþykkjanlegur fórnarkostnaður? Já.
Eru það bara getgátur að lokun annarra álvera megi rekja til byggingar álvera á Íslandi. Obb obb obb, Ómar sjálfur Ragnarsson hefur bent á það að Alcan ætli að loka álverum annarsstaðar í heiminum ef Straumsvík fær að stækka. Þú tekur nú allt sem hann segir sem heilagan sannleika, það sama hlýtur að gilda um þetta. Úbbs, þessi fullyrðing þín fallin.
En jæja, þú segir þó að þetta álver sé hugsanlega bara viðbót við álvera flotann. Nú ef svo væri þá er nú aldeilis gott að það álver sé knúið áfram af vistvænni orku en ekki reykspúandi kola/olíuorkuveri. Úbbs, þessi fullyrðing líka fallin.
Þú segir svo að hægt sé að skaffa rafmagn fyrir álver hvar sem er án þess að orkuöflunin hafi í för með sér losun gróðurhúsalofttegundum. Humm, athyglisvert, hvers vegna eru menn þá ekki að því? Eða ertu kannski að kjarnorku? Er hún allt í einu orðin að draumi þínum? Eða ertu að tala um sólarorku? Þú getur rétt ímyndað þér hversu marga ferkílómetra þyrfti að þekja til þess að ná nægilegri orku, nú eða ertu kannski að tala um vindmyllur? Þær framleiða 3-5 MW stykkið og eru 125-175 metra háar. Þannig að þú þyrftir svona 75-200 stykki til að knýja eitt meðal álver, það er ekkerst smá pláss sem þarf í það kallinn minn. Þannig að vúbbsí dúbbs, hér féll sú síðasta hjá þér.
Svo kemur þessi fáránlega yfirlýsing sem ég hef heyrt frá svo mörgum öfga umhverfissinnum. Já, Ísland er eitt fegursta land í heimi og það má ekki nota það til þess að berjast gegn hlýnun loftslags. ER EKKI ALLT Í LAGI MEÐ ÞIG! Ég er viss um að Þjóðverjum finnst þýskaland æði, Mexíkóum finnst Mexíkó fallegast og Namibíu menn telja sinn svörð þann fegursta. Við erum að tala um global mál hérna og það er enginn, enginn, ENGINN sem má láta út úr sér svona kjaftæði. Þessi málflutningur er einna líkastur málflutningi Frjálslyndra í innflytjendamálum, já, þú ert umhverfisrasisti!
Já og meðan ég man, hvaða málmur er í bílnum þínum?
Snæþór S. Halldórsson
Snæþór S. Halldórsson (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 21:56
Guðlaugur (14)
Mér finnst 148 þús á mánuði í grunnlaun, eins og Fjarðarál borgar framleiðslustarfsmönnum, ekki vera neitt há laun.
Ég man ekki nákvæmlega hvað leikskólakennarar fá en mig minnir að það sé svipað eða meira. Ég veit allavega að leikskólakennarar eru ekki með helming þessarar upphæðar (74 þús) eins og þú sagðir.
Þekkingarfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu eru að borga fólki í framleiðslu um 15% hærri laun en Fjarðarál.
Hins vegar bætist mikil yfirvinna og vaktaálag á laun í álveri en ég þori að veðja að starfsmönnum þar finnist þeir eiga það skilið fyrir að leggja á sig þessa auknu vinnu og og óhenntugan vinnutíma.
Það er því ekki hægt að bera saman heildarlaun starfsmanna í álverum og leikskólakennara eins og mig grunar að þú hafir verið að gera.
Ingólfur, 7.3.2007 kl. 22:08
"Eru það bara getgátur að lokun annarra álvera megi rekja til byggingar álvera á Íslandi. Obb obb obb, Ómar sjálfur Ragnarsson hefur bent á það að Alcan ætli að loka álverum annarsstaðar í heiminum ef Straumsvík fær að stækka. Þú tekur nú allt sem hann segir sem heilagan sannleika, það sama hlýtur að gilda um þetta. Úbbs, þessi fullyrðing þín fallin."
Hvaða álverum ætlar Alcan að loka ef Straumsvík stækkar? Ef þú vissir það þá hefðir þú sennilega nefnt það. En þú veist það sennilega ekki. Á meðan þú getur ekki sannað þetta þá stendur fullyrðing mín.
"En jæja, þú segir þó að þetta álver sé hugsanlega bara viðbót við álvera flotann. Nú ef svo væri þá er nú aldeilis gott að það álver sé knúið áfram af vistvænni orku en ekki reykspúandi kola/olíuorkuveri. Úbbs, þessi fullyrðing líka fallin."
Tekið af straumsvik.is : "Losun koltvísýrings er um 1,5 tonn á hvert framleitt tonn af áli." svo fullyrðingin stendur enn.
"Þú segir svo að hægt sé að skaffa rafmagn fyrir álver hvar sem er án þess að orkuöflunin hafi í för með sér losun gróðurhúsalofttegundum. Humm, athyglisvert, hvers vegna eru menn þá ekki að því? Eða ertu kannski að kjarnorku? Er hún allt í einu orðin að draumi þínum? Eða ertu að tala um sólarorku? Þú getur rétt ímyndað þér hversu marga ferkílómetra þyrfti að þekja til þess að ná nægilegri orku, nú eða ertu kannski að tala um vindmyllur? Þær framleiða 3-5 MW stykkið og eru 125-175 metra háar. Þannig að þú þyrftir svona 75-200 stykki til að knýja eitt meðal álver, það er ekkerst smá pláss sem þarf í það kallinn minn. Þannig að vúbbsí dúbbs, hér féll sú síðasta hjá þér."
Allir þessir kostir sem þú nefndir eru lausir við losun á gróðurhúsalofttegundum svo fullyrðingin stendur enn. Það vill reyndar svo til að á síðustu árum hefur kjarnorkutækninni fleygið svoleiðis fram að meira að segja Danir eru að spá í að skipta yfir í kjarnorku. Tæknin í dag býður upp á betri nýtni og skilar mun minni úrgangi en áður.
"Svo kemur þessi fáránlega yfirlýsing sem ég hef heyrt frá svo mörgum öfga umhverfissinnum. Já, Ísland er eitt fegursta land í heimi og það má ekki nota það til þess að berjast gegn hlýnun loftslags. ER EKKI ALLT Í LAGI MEÐ ÞIG! Ég er viss um að Þjóðverjum finnst þýskaland æði, Mexíkóum finnst Mexíkó fallegast og Namibíu menn telja sinn svörð þann fegursta. Við erum að tala um global mál hérna og það er enginn, enginn, ENGINN sem má láta út úr sér svona kjaftæði. Þessi málflutningur er einna líkastur málflutningi Frjálslyndra í innflytjendamálum, já, þú ert umhverfisrasisti!"
Ég hef stundum fylgt útlenskum vinum mínum um landið, og þeir eru alveg agndofa yfir fegurðinni. Það sem meira er, þeir sáu ýmistlegt við landið sem ég hafði verið blindur á áður fyrr. Ég hef ferðast víða um Evrópu og þar hef ég ekki fundið neitt landslag sem jafnast á við það íslenska. Meira að segja norsku firðirnir státa ekki af fjölbreytni íslensks landlags.
"Já og meðan ég man, hvaða málmur er í bílnum þínum?"
Ég á engan bíl, en hjóla mikið og tek strætó.
Árni
Árni (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 22:32
Ómar, frábært að sjá svona líflega og í flestum tilfellum Rökstudda umræðu....Þú átt þakkir skiðið fyrir vitundarvakningu!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2007 kl. 22:33
Hvet Árna til að vanda lesturinn á bæklingnum "Staðreyndir um álverið í Straumsvík".
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan
Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 22:48
Sæll Tryggvi
Ég er búinn að prenta bæklinginn út og finn ekki tölu magns losunar koltvísýrings frá álverinu, hvorki fyrir né eftir stækkun.
Ef Alcan kemur fram af heilindum, þá ættu þeir að setja lykilupplýsingar á borð við þessar tölur í þennan bækling. Á umræðan ekki að vera upplýsandi?
Árni (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 23:03
Skylt og óskylt:
Það væri vel hægt að rjúfa þingið nokkrum dögum seinna í þessum mánuði, því nógur er tíminn til kosninga. Stjórnarandstöðuflokkarnir samþykkja að sjálfsögðu ekki hvaða orðalag sem er hvað varðar nýtt ákvæði um auðlindir í stjórnarskránni. Og ef þeir samþykkja það ekki nú, samþykkir þingið það ekki á næsta kjörtímabili, því stjórnin fellur í kosningunum í vor. Meirihluti þeirra sem þá verða kosnir á þing þarf að samþykkja sjórnarskrárbreytingarnar óbreyttar til að þær öðlist gildi, þannig að það þýðir lítið fyrir Framsókn að fá unglingaveikina núna á gamals aldri, nema öll stjórnarandstaðan samþykki þessar breytingar. Stjórnarflokkarnir ættu því að berja saman þessar breytingar á stjórnarskránni í samvinnu við stjórnarandstöðuna, í staðinn fyrir að hunsa hana í þessu máli.
Steini Briem (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 23:09
Mikil finnst mér umhyggjan hjá sumum fyrir Móður Jörð. Þeir vilja bjarga henni frá gróðurhúsaáhrifunum og eru tilbúnir að fórna hvaða náttúruperlum sem er og nánast gefa rafmagnið sem fæst úr þeim, allt til þess að koma í veg fyrir að olíu sé brennd annarstaðar í heiminum.
Sömu aðilar halda líka að íslensku árnar séu þær einu í heiminum sem hægt er að virkja.
Olía og kol verða brennd meðan það er ekki of dýrt, og ef orkan er ekki notuð í álver þá verður hún noutuð í eitthvað annað.
En eftir því sem lækkar í olíubirgðum heimsins og eftir því sem meiri takmörk verða sett á útblástur þeim mun verður slíkt óhagstæðara og því mun fólk um allan heim leggja meiri áherslu á orkuoflun sem ekki byggir á brennslu kolefna.
Það sem íslendingar geta gert til að flýta fyrir þessari þróun er að styðja heilshugar þá losunarsamninga sem fram koma en ekki eyða kröftunum í ákvæði sem leyfir okkur að menga meira.
Ingólfur, 7.3.2007 kl. 23:14
Ég hef hvergi og aldrei sagt að Alcan ætli að loka álverum erlendis ef það stækkar álverið í Straumsvík. Hins vegar benti Katrín Fjeldsted á það í bókun með atkvæði sínu gegn Kárahnjúkavirkjun á Alþingi að Alcoa myndi loka tveimur álverum í staðinn í Bandaríkjunum.
Norsk Hydro hugleiðir í alvöru að loka álverum í Noregi ef reist verður norskt álver á Íslandi. Væntanlega yrði það í Þorlákshöfn en þar á bæ ætla menn að fá orku frá Norðlingaölduveitu, Torfajökulssvæðinu, Kerlingarfjöllum og Skaftárveitu.
Ég fullyrði að Torfajökulssvæðið er merkilegra en sjálfur Yellowstone þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum þar sem er gríðarleg jarðvarma- og vatnsorka en Bandaríkjamönnum dettur samt ekki í hug að snerta einn einasta af 10 þúsund hverum þar og hafa friðað fyrir borunum svæði umhverfis þjóðgarðinn sem er álíka stórt og Ísland.
Í staðinn reisa Bandaríkjamenn álver á Íslandi og láta okkur fórna einstæðum náttúrugersemum til þess að þeir geti varðveitt sín náttúrudjásn.
Sjónvarpsstöðin ABC útnefndi í haust samspil elds og íss á Íslandi sem eitt af sjö undrum veraldar. Yellowstone, Grand Canyon, Alparnir eða önnur þau fyrirbæri sem venjulega eru talin merkilegust erlendis eru ekki á þessum nýja lista.
Varðandi það að landsbyggðin búi yfir möguleikum til starfa sem þurfa meiri menntun en almennt starf í álveri má nefna að til þess að þjónusta ferðafólk þarf málakunnáttu og þekkingu á náttúru, sögu, listum, þjóðháttum og ótal öðrum atriðum sem krefjast góðrar menntunar.
Vatnsorka Íslands ásamt jarðvarmaorku landsins er langt innan við eitt prósent af óbeislaðri vatnsorku heimsins og væri því nær að virkja slíkar orkulindir í löndum þar sem fólk er með allt að 200 sinnum minni meðaltekjur en eru á Íslandi.
Og samt mun orkuvandi heimsins ekki leysast með því vegna þess að öll virkjanleg vatnsorka heimsins nægir aðeins fyrir 6% af orkuþörf veraldar.
Ómar Ragnarsson, 7.3.2007 kl. 23:14
Ég hef hvergi og aldrei sagt að Alcan ætli að loka álverum erlendis ef það stækkar álverið í Straumsvík. Hins vegar benti Katrín Fjeldsted á það í bókun með atkvæði sínu gegn Kárahnjúkavirkjun á Alþingi að Alcoa myndi loka tveimur álverum í staðinn í Bandaríkjunum.
Norsk Hydro hugleiðir í alvöru að loka álverum í Noregi ef reist verður norskt álver á Íslandi. Væntanlega yrði það í Þorlákshöfn en þar á bæ ætla menn að fá orku frá Norðlingaölduveitu, Torfajökulssvæðinu, Kerlingarfjöllum og Skaftárveitu.
Ég fullyrði að Torfajökulssvæðið er merkilegra en sjálfur Yellowstone þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum þar sem er gríðarleg jarðvarma- og vatnsorka en Bandaríkjamönnum dettur samt ekki í hug að snerta einn einasta af 10 þúsund hverum þar og hafa friðað fyrir borunum svæði umhverfis þjóðgarðinn sem er álíka stórt og Ísland.
Í staðinn reisa Bandaríkjamenn álver á Íslandi og láta okkur fórna einstæðum náttúrugersemum til þess að þeir geti varðveitt sín náttúrudjásn.
Sjónvarpsstöðin ABC útnefndi í haust samspil elds og íss á Íslandi sem eitt af sjö undrum veraldar. Yellowstone, Grand Canyon, Alparnir eða önnur þau fyrirbæri sem venjulega eru talin merkilegust erlendis eru ekki á þessum nýja lista.
Varðandi það að landsbyggðin búi yfir möguleikum til starfa sem þurfa meiri menntun en almennt starf í álveri má nefna að til þess að þjónusta ferðafólk þarf málakunnáttu og þekkingu á náttúru, sögu, listum, þjóðháttum og ótal öðrum atriðum sem krefjast góðrar menntunar.
Vatnsorka Íslands ásamt jarðvarmaorku landsins er langt innan við eitt prósent af óbeislaðri vatnsorku heimsins og væri því nær að virkja slíkar orkulindir í löndum þar sem fólk er með allt að 200 sinnum minni meðaltekjur en eru á Íslandi.
Og samt mun orkuvandi heimsins ekki leysast með því vegna þess að öll virkjanleg vatnsorka heimsins nægir aðeins fyrir 6% af orkuþörf veraldar.
Ómar Ragnarsson, 7.3.2007 kl. 23:14
Afsakið að athugasemd mín fór tvisvar inn á bloggið og ég kann ekki að þurrka slíkt út ef það er þá hægt.
Ómar Ragnarsson, 7.3.2007 kl. 23:17
Það væri gaman að sjá upplýsingar um álnotkun íslendinga ef þær upplýsingar liggja einhversstaðar fyrir.Tala nú ekki um ef þær væru á reiknaðar á höfðatölu sem okkur finnst alltaf svo gaman að nota í samanburði. Skildi þó ekki vera að við ættum metið í því?
Svo lengi sem það er eftirspurn eftir áli þarf þá ekki að framleiða það?
Sigfús (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 00:38
Ómar, þú ferð í "Færslulisti" velur svo "Athugasemdir" og þar geturðu valið að "fela" athugasemdina þína. Og svo þessa þegar þú ert búinn að finna út úr þessu.
Haukur Nikulásson, 8.3.2007 kl. 09:25
Sæll Árni og Ómar
Fyrst þú Árni, byrjum nú á byrjuninni:
"Hvaða álverum ætlar Alcan að loka ef Straumsvík stækkar? Ef þú vissir það þá hefðir þú sennilega nefnt það. En þú veist það sennilega ekki. Á meðan þú getur ekki sannað þetta þá stendur fullyrðing mín. "
Mér sýnist að Ómar svari þessu m.a. í kommenti hér að ofan. Það ætti að duga þér.
Tekið af straumsvik.is : "Losun koltvísýrings er um 1,5 tonn á hvert framleitt tonn af áli." svo fullyrðingin stendur enn.
Mér sýnist þú vera að tapa þér í ruglinu. Við vorum að tala um orkuverið þar sem að orkan fyrir álverið er búin til. Hvort heldurðu að það sé meiri losun koltvísýrings úr vatnsafls/gufuaflsvirkjun eða kola/olíuveri? Hugsaðu um það í dag.
"Allir þessir kostir sem þú nefndir eru lausir við losun á gróðurhúsalofttegundum svo fullyrðingin stendur enn. Það vill reyndar svo til að á síðustu árum hefur kjarnorkutækninni fleygið svoleiðis fram að meira að segja Danir eru að spá í að skipta yfir í kjarnorku. Tæknin í dag býður upp á betri nýtni og skilar mun minni úrgangi en áður. "
Aftur sami hausverkur hjá þér og áður. Þú skilur ekki um hvað málið snýst, því miður. Ég er að benda þér á að 75-200 vindmyllur taka gríðarlegt pláss. Ég er að benda þér á að sólarorkuver fyrir heilt álver þyrfti sennilega pláss á stærð við Reykjanes.
"Ég hef stundum fylgt útlenskum vinum mínum um landið, og þeir eru alveg agndofa yfir fegurðinni. Það sem meira er, þeir sáu ýmistlegt við landið sem ég hafði verið blindur á áður fyrr. Ég hef ferðast víða um Evrópu og þar hef ég ekki fundið neitt landslag sem jafnast á við það íslenska. Meira að segja norsku firðirnir státa ekki af fjölbreytni íslensks landlags. "
Ísland bezt í heimi? Umhverfisrasismi. Ég er farinn að skilja hvers vegna nýja framboðið ætlar að planta sér á hægri vængnum.
Snæþór S. Halldórsson
Snæþór S. Halldórsson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 09:44
"Það væri gaman að sjá upplýsingar um álnotkun íslendinga ef þær upplýsingar liggja einhversstaðar fyrir.Tala nú ekki um ef þær væru á reiknaðar á höfðatölu sem okkur finnst alltaf svo gaman að nota í samanburði. Skildi þó ekki vera að við ættum metið í því?
Svo lengi sem það er eftirspurn eftir áli þarf þá ekki að framleiða það? "
Eftirspurnarmagn fer eftir verði áls. Ef verð áls er hægt að ná niður, til dæmis með því að framleiða ál með mjög ódýru rafmagni frá Íslandi eða með því að byggja fleiri álver og auka framboðið, þá eykst eftirspurnarmagn áls. Ef álverð hins vegar hækkar, þá mun eftirspurnarmagn áls minnka og þeir sem eftirspurninni valda munu leitast við að nota önnur efni, sem eru ef til vill umhverfisvænni í framleiðslu, í stað álsins í framleiðslu sína.
Árni (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 10:58
Vil minna á það að Alcan er fyrirtæki á markaði og þó það gefi sig út fyrir að hafa sjálfbærni að leiðarljósi er staðreyndin samt sú að það er partur af eyðileggjandi iðnaði með yfirborðsnámuvinnslu á báxíti sem er mest eyðileggjandi námavínnsla sem þekkist. Í súrálframleiðslunni verður til svokölluð rauð leðja (Red mud) sem er náttúru, mönnum og dýralífi stórhættulegt þar eð hún er menguð af vítissóda. Landsvirkjun og stjórnvöld hefðu átt að fræða landsmenn um allt framleiðsluferli áls áður en farið var að laða álfyrirtæki hingað til Íslands með LOWEST ENERGY PRICES.
Um og yfir 50% af öllum álverum í heiminum nota rafmagn frá vatnsaflvirkjunum þannig að okkur Íslendingum ber enginn siðferðileg skylda að vera stærsti álframleiðandi Evrópu eða framarlega á þeim lista. Munum það líka að álframleiðendur eru hér vegna þess að þeir hafa fengið rafmagnið á ÚTSÖLUVERÐI.
Þó að við Hafnfirðingar höfum haft Ísal/Alcan hér í túnfætinum í 40 ár hafa skólabörn í bænum, svo ég viti til, aldrei verið frædd um mismunandi þætti álframleiðslu eins og báxítnám, súrálsvinnslu og neikvæðar afleiðingar af slíku. Þetta eru atriði sem álframleiðendur forðast að ræða en spurt er hvort maður ferðist ekki með flugvélum eða hvort ekki sé ál í bílnum manns.
Þröstur Sverrisson,
félagi í Sól í Straumi
Þröstur Sverrisson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 11:45
"Enda er nú svo mikill auður á Íslandi að þarf að farga honum, bílaumboð í borginni fargaði á síðasta ári 4-5 ára gömlum notuðum bílum sem ekki fékkst nógu hátt verð fyrir, frekar en selja þá ódýrt." Við bruðlum með jarðargróðann.
Pétur Þorleifsson , 8.3.2007 kl. 13:21
Fyrir utan það að við munum ekki koma í veg fyrir að ál verði framleitt í heiminum að þá veist þú Þröstur að rauða leðjan er endurunnin og allt umhverfi þar sem hún er tekin er skilað í sama horfi og það var áður. Þ.e. það er gróðursett upp á nýtt og gengið vel frá að öllu leiti. Lærum við í grunnskóla um mismunandi þætti í framleiðslu stáls, plasts, glers, kola og olíu t.d.? Auðvitað væri sniðugt að bæta þessu við en það er ekki hægt að kenna allt og ég vona að fyrst verði kennt táknmál í skólum áður en þetta verður kennt, enda myndi það nýtast fleirum.
Það er alltaf verið að tala um að þetta séu svo örfá störf sem séu í húfi og það verði ekkert mál fyrir fólk að fá vinnu. Strax á eftir er talað um að atvinnulíf í Hafnarfirði verði svo einhæft ef Isal verði stækkað!!!
Það er orðið ansi undarlegt þegar álverið á bæði að vera áfram og fara og svo hitt að atvinnulíf sé einhæft en samt séu þetta svo fá störf af heildinni...
Jóhanna Fríða Dalkvist, 8.3.2007 kl. 14:29
Einhvern veginn finnst mér skína í gegn svona almenn andúð á áliðnaðinum, hjá Þresti Sverrissyni, frekar en takamarkalaus ást og umhyggja fyrir umhverfinu.
Og svo tönglist þið stanslaust, andstæðingar áliðnaðarins, á því að rafmagnið sé á útsölu, spott-prís, gefið...og svo fylgir gjarnan með..."til erlendra auðhringa".
Ég veit ekki hvort gagni að ég segi ykkur þetta...en ég ætla að prófa: Rafmagn til stóriðju á Íslandi er í meðallagi ríkja OECD.
Vissulega má gagnrýna raforkuverð, en fyrir okkur ör-ríkið Ísland, þá hangir fleira á spýtunni en raforkuverðið eitt. Okkar tromp í því að laða erlenda fjárfesta í þessum iðnaðargeira hingað á útnára veraldar er einmitt raforkan og raforkuverðið. Þessi iðnaður skýtur stöndugum fótum undir alls kyns smærri iðnfyrirtæki og þjónustuaðila og eykur með því veltu en ekki síst framlegð. Öll þessi samanlögðu áhrif geta spilað stóra rullu í því að skapa þjóðinni við ysta haf, þá jákvæðu ímynd sem stöðugt, fjölbreytt og frjótt atvinnuumhverfi veitir henni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.3.2007 kl. 17:15
Skylt og óskylt:
Öll íslensk náttúra, bæði til sjávar og sveita, er auðlind og að sjálfsögðu á öll náttúra í eigu ríkisins að vera þjóðareign, enda þótt greitt verði fyrir afnot af henni. Eins og greitt er fyrir afnot af fiskimiðunum á að greiða fyrir afnot af öðrum náttúruauðlindum í eigu þjóðarinnar, til dæmis hálendinu, fallvötnum þar og gufu, svo og náttúrufegurð allri, að undanskilinni fegurð himinsins. Allt eru þetta takmörkuð gæði og fyrir afnot af slíkum gæðum á að greiða fyrir, ekki síst þegar hingað kemur ein milljón túrhesta árlega eftir nokkur ár. Annars munu margar auðlindir inn til landsins verða eyðilagðar, eins og raunin hefði orðið með auðlindir sjávarins, ef ekki hefði verið settur þar veiðikvóti á flestar tegundir.
Steini Briem (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 17:26
Sæl öll
Ég hélt ekki að ég ætti eftir að sjá það á prenti að "umhverfisverndarsinnar" færu að mæla kjarnorku bót, sjá Árni (32). Kannski við Íslendingar ættum að reisa kjarnorkuver, og hafa það, ja við Straumsvík ! Væri einhver tilbúinn að samþykkja það?
Ég hef kynnt mér orkumál í Danmörku þar sem ég lærði m.a. um vindmyllur, sólarorku, lífmassaorku o.fl. Danir fara skynsamlega að í orkumálum og nýta líka sínar auðlindir, ss. gas, kol o.þ.h. Þeir eru hinsvegar algerlega mótfallnir kjarnorku enn þann daginn í dag og fengu t.a.m. Svía til að loka Barseback kjarnorkuverinu sem er hinum megin við sundið vegna, slysa- og mengunarhættu ! Geislamengun er ekkert grín.
Árni segist ekki eiga bíl en hjólar og tekur strætó. Það er líka ál eða álblöndur í reiðhjólum og strætisvögnum. Léttur, slitsterkur og þ.a.l. umhverfisvænn málmur. Ímyndaðu þér ef hjólið væri allt úr stáli. Eða vélarblokkinn í ökutækjum? Þess vegna eru framleiðendur samgöngutækja í auknum mæli að nota ál- og álblöndur. Það er í lagi að viðurkenna það, þá maður er á móti álverum á Íslandi.
Mér finnst sjálfsagt að nýta okkar auðlindir á skynsaman hátt, rétt eins og allar aðrar þjóðir gera. Og að sjálfsögðu í sátt við umhverfi og annan atvinnurekstur. Þetta getur vel farið saman.
Munum það að langstærsti hluti umhverfismála er hvernig hver og einn hagar sínu lífi, en að sjálfsögðu með leiðsögn og skipulagi stjórnvalda. Fólk á ekki eingöngu að benda á stórfyrirtæki, heldur líka að hugsa hvað það getur sjálft gert til að draga mengun, t.a.m. loftmengun.
kveðja Gísli
Gísli Tryggvason (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 19:22
Sæll Gísli
Reyndar eru framleiðendur ökutækja og flugvéla farnir að nota trefjaefni í auknum mæli.
Sífellt fleiri telja að kjarnorka sé það eina sem getur leyst loftlagsvandann. Sú skoðun er líka vaxandi í Danmörku.
Það hefur orðið mikil þróun í kjarnorku og er enn. Öryggi og nýtni hefur batnað til muna og úrgangur minnkað Núna eru á teikniborðinu svokallaða 4. kynslóð kjarnaofna. Þú getur lesið t.d. hér:
http://www.uic.com.au/nip16.htm
http://www.sciencedaily.com/releases/2006/12/061211124018.htm
Eftir kannski 15 ár getur verið betri kostur fyrir Íslendinga að byggja kjarnorkuver frekar en að fórna náttúru okkar.
Árni
Árni (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 20:03
Notkun á áli fer ekki vaxandi í bílum því álið er svo miklu dýrara en stál. Milli 1954 og 57 reyndu Panhard verksmiðjurnar í Frakklandi að framleiða meðalstóran bíl úr áli sem hét Panhard Dyna en gáfust upp.
Audi verksmiðjurnar reyndu framleiðslu á Audi A2, sem var á stærð við Volkwagen Polo en gáfust upp í fyrra. Bíll af þessari gerð var um skeið stolts-sýningargripur við álverið í Straumsvík en ég hef ekki séð hann nýlega.
Ál er aðallega notað til að létta þunga og dýra bíla eins og Audi A8 sem er flaggskip og mesti lúxusbíll Audi verksmiðjanna.
Það þarf að minnsta kosti tífalt meiri orku til að framleiða tonn af áli en tonn af stáli. Endurvinnsla kostar aðeins 5% af kostnaði við að framleiða nýtt ál en auðvitað er slíkt ekki í hag álhringanna. Bandaríkjamenn kasta svo miklu af áldósum og álumbúðum á ári að það nægði í ál til að endurnýja allan flugflota þeirra á hverju ári.
Ómar Ragnarsson, 8.3.2007 kl. 21:35
Sælir Árni og Ómar og aðrir
Það getur vel verið að ýmsir telji kjarnorkuna leysa orkueftirspurnina, t.d. einhverjir í Bretlandi. En það vill bara svo til að engin vill kjarnorkuver í sínum túnfæti eins og sagt er og það með réttu. Dæmi : Þegar eitthvað mál kom upp í Sellafield bentu rekstraraðilar á að væri mjög öruggt en Sellafield er á afskekktum slóðum norðarlega í Skotlandi. Nú ýmsir svöruðu því þá til hvers vegna þeir reisa ekki þessa kjarnorkuendurvinnslu í fjölmenninu í Suður-Englandi ! Eiginlega svarar þetta öllu.
Þú þarft ekki nema lítið brot af geislavirkni frá þessum stöðvum sem þýðir að svæðið í kringum er mengað, ja til næstu 20.000 ára eða svo. Tækninni hefur fleygt fram, það er rétt en enn er þetta bara svona. Og Danir hafa ekki breytt um stefnu, þeir tóku þá ákvörðun að anna orkueftirspurn án kjarnorku að mig minnir á 7. áratugnum.
Trefjaefni ? Væntanlega átt við trefjastyrkt plast sem m.a. er ekkert umhverfisvænt og líka brennanlegt. Bolur t.d. flugvéla verður ekki gerður úr þessu efni. Ekki þau svæði sem þurfa að vera hitaþolin. Hinsvegar hefur það verið í þróun að nota svokölluð keramik efni, sem einmitt eru háhitaþolin. Minnir einmitt að keramik-málmbanda sé notuð í formúlunni.
En sjáið til. Það er aukin eftirspurn eftir áli á mörgum sviðum. Ég þekki reyndar ekki þennan orkumun milli framleiðslu áls og stáls, en það er engum blöðum um það að flétta að ál er að taka við af stáli. Nú hvort ekki mætti að auki endurvinna meira af áli þá getur það vel verið. En ef það er svona hagkvæmt (minni kostnaður) hljóta álfyrirtækin að sjá tækifærin. Þeir eru varla svo vitlausir að þeir kasti krónunni, eða hvað haldið þið? Og ekki fara þeir að framleiða ál, ef það er bæði mjög kostnaðarsamt og engin vill kaupa. Einnig, ef stálið verður aftur málið, þá getum við notað okkar orku í það, já og tölvuver Goggle þar sem netnotkun er að aukast. Svona hugmynd.
En talandi um aukna álnotkun, þá á ég göngustafi sem ég nota mikið á fjöllum. Þeir eru sagðir vera úr "titanal" eða títan-ál blanda. Sem sagt, léttir og sterkbyggðir. Við nánari skoðun þegar borað var í þá virtist þetta nú bara vera hreint ál ! En stafirnir eru góðir samt sem áður.
Með kveðju, Gísli
Gísli Tryggvason (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 08:58
Það þarf 30 sinnum meiri orku til að framleiða ál en stál stendur hér.Hvernig er rauða leðjan endurunnin ? "Leðjan er menguð af vítissóda, hábasísk og baneitruð. Leðjunni er safnað í lón og tjarnir en efnin seytla út í umhverfið og menga grunnvatn, stöðuvötn og drykkjarvatn. Fyrir milljón tonn af framleiddu áli verða til um það bil fjórar milljónir tonna af rauðri leðju."
Pétur Þorleifsson , 9.3.2007 kl. 10:50
Alveg ótrúlegt að sjá það reynt að gera álið að svona glæpsamlegu efni. Þetta er alveg skelfilegt!
Og Ómar54. Það var vissulega reynt að gera bíla nánast eingöngu úr áli en það var bara ekki að gera sig. Ég held að markaðurinn leiti hagkvæmustu leiða hverju sinni til hagræðingar, svona að lokum. Og varðandi endurvinnslu áls þá rétt að benda á að ál er 100% endurvinnanlegt með aðeins 5% orkuþörf miðað við frumflramleiðsluna. Stál er misgott að endurvinna með allt niður í 25% endurvinnanlegt og með mun meiri orkuþörf til endurvinnslunnar. Auk þess tærist og eyðist stál en ál lítið sem ekkert. Það að segja að það sé ekki "álhringunum" í hag að endurvinna ál....hvaða eindemis bull er þetta í þér Ómar minn. Stærstu álfyrirtæki heims með Alcoa í broddi fylkingar eru með sérstakar deildir innan fyrirtækisins sem vinna markvist í að hækka hlutfall endurunnins áls í framleiðslu sinni. Að hvetja enn frekar almenning, sérstaklega í USA til að farga ekki áldósum. Árangur hefur verið dramatískur og bandaríkjamenn eru að vakna hvað þetta varðar. Á íslandi, Noregi, Sviss, Japan o.fl. löndum hefur hlutfall endurunnina áldósa verið á bilinu 88-93%. Í Bandaríkjunum er þetta hlutfall ekki nema um 50% en var fyrir ekki svo löngu síðan aðeins 25%.
Þarna liggja sóknarfærin í verndun lofthjúpsins. Þið gerðuð meira gagn ef þið einbeittuð ykkur að að því að hvetja fólk "globalt" að huga að því sem það fargar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.3.2007 kl. 11:30
Og svo þessi orð þín í pistlinum Ómar:
"Engum virðist detta í hug sá möguleiki að þetta ofurlága orkuverð geti laðað til sín nýjan fjárfesti ef álverið verður lagt niður, - að Bill Gates eða hliðstæðir fjármálarisar vilji fá orkuna keypta fyrir starfsemi sem mengar ekki og býður upp á mun hugljúfari byggð og betur launuð og fjölbreyttari störf en álverið".
Komdu með Bill Gates Ómar. Ég er viss um að það verður tekið vingjarnlega á móti honum. En á meðan þú ert að sannfæra hann um að það sé vænn kostur fyrir hann að kaupa orku hérna eins og eitt stykki álver notar, væri þér sama þó við könnuðum "eitthvað annað" á meðan?
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.3.2007 kl. 11:42
Við erum ekki í nauðum stödd. Við þurfum ekki að haga okkur eins og fátæklingar. Við getum látið ósmekklegar hótanir Alcan um afkomumissi sem vind um eyru þjóta.
Ég hlakka til þegar Hafnfirðingar gera fyrirtækinu þetta ljóst og kjósa sína eign velferð og barna sinna fremur en að gera bæinn sinn að "álbræðslubænum". Þeir munu stórgræða á því.
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 13:22
Auðvitað kjósa Hafnfirðingar, að álverið skuli stækka annað væri fá sinna. Vegna þess að álverið er máttarstólpi Hafnfirðinga. Og verður þeirra stolt umm alla framtíð.
Eru Ísfirðingar í góðum málum vegna sprota fyrirtækja????????
Ísfirðingar hafa staðið sig frábærlega vel á tæknisviðinu hvað er í gangi???????????
Björn Emil Traustason, 10.3.2007 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.