17.6.2014 | 18:46
Vel að þessu kominn.
Það fer vel á því að Gunnar Þórðarson sé valinn borgarlistamaður Reykjavíkur.
Þótt hann sé fæddur í Strandasýslu og haslað sér fyrst völl þar, þjóðfrægur sem frábært tónskáld og hryggjarstykkið í Hljómum frá Keflavík, hefur hann mestallan starfsaldur sinn starfað í Reykjavík, orðið hluti af menningarlífi borgarinnar og náð hámarki sem listamaður með hinni margverðlaunuðu óperu Ragnheiði.
Gunnar er fyrir löngu orðinn Reykvíkingur og sum laga hans eru svo sannarlega reykvísk eins og Við Reykjavíkurtjörn, Gaggó Vest og Reykjavíkurljóð svo að dæmi séu nefnd.
Samfellt og mikið samstarf okkar Gunnars hefur staðið 50 ár og ég hef lengst af þeim tíma aðeins ávarpað hann "maestro" og það ekki að ástæðulausu, enda er hann einstaklega gefandi og ljúfur einstaklingur.
Gunnar Þórðarson valinn borgarlistamaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.