20.6.2014 | 19:40
Taka einskonar "selfie" til að merkja minniskort.
Það hefur komið fyrir alla að týna minniskortum um lengri eða skemmri tíma. Þá er mjög bagalegt ef einhver finnur kortið og ómögulegt er að sjá hver á það svo að það kemst aldrei til skila.
Við þessu er eitt ráð: Í hvert skipti sem nýtt minniskort er tekið í notkun er afar fljótlegt að merkja það á þann hátt, að taka mynd af dagsetningunni og nafninu sínu.
Ef maður á minnisbók með nafni sínu fremst og tekur fyrst mynd af fremsta blaði með upplýsingum um sig og síðan mynd nr. 2 af vikunni í bókinni, sem minniskortið er tekið í notkun í, þarf ekki að gera meira.
Enn einfaldara er að skrifa nafnið sitt og dagsetningu á blað og taka af því mynd.
Eða taka mynd af dagblaði dagsins og skrifa nafnið sitt á það.
Síðan má drita inn einni og einni mynd á stangli af viðkomandi viku og nafni sínu.
Þetta með vikuna kemur sér vel þegar verið er að átta sig á því hvenær myndirnar í kring voru teknar og leitað að myndum frá ákveðnum tímum og viðburðum.
Þekkir þú manninn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
You lose it, so what!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.6.2014 kl. 20:39
Er ekki bara einfaldast að merkja kortið að utanverðu með nafni og símanúmeri heldur en að standa í myndatökum af nafninu sínu með dagblöðum dagsins? Þá þarf ekki einu sinni að tengja kortið við tölvu til að finna út hver á það.
Erlingur Alfreð Jónsson, 21.6.2014 kl. 00:16
Minniskortin eru flest afar lítil og sumir minniskubbar enn minni og því erfitt að koma miklum upplýsingum fyrir á þeim. Og það að taka af og til myndir af dagblaði inn á milli mynda til að gefa tímaröð hefur reynst mér vel.
Ómar Ragnarsson, 21.6.2014 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.