25.6.2014 | 20:15
Ókannaðar víddir andans.
Máttur andans er enn hulinn mönnum og ókannaður. Fróðleg vísindaleg tilraun fyrir 13 árum sýndi, að í rými þar sem eindir voru á sveimi í óreiðu (kaos) röðuðust þær skyndlega dag einn í kerfi um stund en fóru síðan í óreiðu á ný.
Þetta gerðist "fyrir hreina tilviljun" 11. september 2001, en aldrei hafa jafn margir milljarðar manna verið í sjokki fyrir framan sjónvarpið á sama tíma og þegar ráðist var á New York og Washington.
Hugir manna eru misnæmir og sendistyrkur og móttökustyrkur sömuleiðis, rétt eins og hjá radíótækjum.
Ef einhver hefði spáð því fyrir 200 árum að hægt yrði að senda mynd og hljóð um víða veröld eftir 250 ár hefði sá hinn sami verið talinn fullkomlega geggjaður, enda hefði engum heilvita manni dottið slíkt í hug.
Sama hefði verið sagt um mann, sem fyrir 50 árum hefði spáð fyrir um það að hægt yrði að stýra bíl með hugsunum sínum einum saman.
Ég hef upplifað atburði og fyrirbæri sem engin leið er að útskýra nema með því að álykta sem svo, að máttur hugans, hraði hans og víddir, sem spanna óendanleikann og eilífðina, sé staðreynd, sem nær út fyrir þann efnislega þrívíddarheim sem við viðurkennum og vísindin fást við.
Stýra bíl með hugsunum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fróðlegt væri að fá nánari lýsingu á þessari tilraun og upplýsingar um í hvaða ritrýndu vísindariti niðurstöðurnar birtust.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 25.6.2014 kl. 20:48
Ég hef alltaf trúað á mátt jákvæðrar hugsunar. Fátt annað.
Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 25.6.2014 kl. 23:12
Gleymum ekki tímanum, sem ásamt þríviðu evklíðsku rúmi myndar fjórvítt rúm, svokallað tímarúm (space time, Minkowski space).
Slíkt rúm hefur fjögur hnit: þrjú rúmhnit og eitt tímahnit (afstæðiskenning Einsteins).
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.6.2014 kl. 23:13
U.þ.b. Þriðjungur allrar heimsverslunar er á vörum sem þróast hafa út frá skammtaeðlisfræðinni, t.d.
tölvur, sjónvörp, fjarskiptatæki o.m.fl.
Þó er sagt að skammtaeðlisfræðin séu vísindi sem enginn botni í.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 26.6.2014 kl. 00:25
Jamm, ekki veit ég til þess að öll vísindi fáist nú við "efnislegan þrívíddarheim".
Meira að segja löngu áður en undirritaður bjó í Álfheimunum og jafn langt væri þaðan niður á Hlemm og nú í metrum talið var nokkuð ljóst að ef strætisvagninn færi þá leið með meira en ljóshraða hefðu forsendur strætómiðans breyst allnokkuð.
Þorsteinn Briem, 26.6.2014 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.