Hröð þróun og margvísleg verkefni.

2010 fylgdist ég með Dana nokkrum, sem kom til landsins þegar Eyjafjallajökull gaus og tók myndir í gríð og erg með því að nota litla mannleysuþyrlu. Annar Dani flaug með mér og tók myndir með litlum myndatökuvélum sem hann festi á flugvélina og eru kallaðar go-pro.

Gæði myndanna voru ótrúlega mikil. Síðan hefur þróunin í þessum efnum verið ævintýraleg.

Ég kynntist henni enn betur þegar þýsk-franska sjónvarpsstöðin Arte gerði tvær heimildamyndir sumarið 2012 þar sem franskur flugmaður fór í tveggja stunda flugferð með mér frá Hvolsvelli og með Arngrími Jóhannssyni frá Akureyri og útkoman birtist í tveimur aðskildum hálftíma sjónvarpsþáttum.

Í þáttunum Ferðastiklum gegna go-pro vélarnar mikilvægu hlutverki, en þar eru þær settar inn og utan á bíla.  

Ljóst er að mikil fjölgun og fjölbreytni þessara flygilda mun kalla á miklar vangaveltur og þróun í reglum og umfangi notkunar þeirra, því að eins og hendir um öll mannanna verk mun ýmislegt geta komið upp á varðandi flug á mannleysum þessum.  


mbl.is Banna dróna í atvinnustarfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Er hér ekki heldur frjálslega farið með hið gamla og ágæta orð "mannleysa"? Ég veit ekki hvað hann kollega þinn Eiður Guðnason kynni að segja um þetta.

Sigurbjörn Sveinsson, 26.6.2014 kl. 09:01

2 identicon

Sæll Ómar!

Vissulega freistandi að senda mannleysur allar þráðbeint
í Eyjafjallajökul!

Mætti ef til vill nota myndflaug fremur en mannleysisflaug; myndþjarki.

Húsari. (IP-tala skráð) 26.6.2014 kl. 09:21

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Myndfis?

Sigurbjörn Sveinsson, 26.6.2014 kl. 10:07

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Myndfluga?

Sigurbjörn Sveinsson, 26.6.2014 kl. 10:10

5 identicon

Myndþeysir, Myndarki, Myndþyrill, Loki, Myndskjóni, Myndskutla.

Húsari. (IP-tala skráð) 26.6.2014 kl. 11:21

6 identicon

Hann gisti hjá mér þessi Dani árið 2010. Þetta var nú ekki þyrla hjá honum heldur fjarstýrð flugvél, fislétt, og úr frauðplasti. Ein skrúfa rafknúin, flugþol einhverjar mínútur, og myndavélin framan á. Man ekki alveg hvar sendirinn var.
Það sem var magnaðast var stjórnstöðin. Allt keyrt inn í tölvu og úr henni í sérstök gleraugu, þar sem maður horfði í raun á tvo skjái, og eins og maður veri um borð!
Hann var með tvö sett af gleraugum, og vegna birtunnar þurfti maður að hafa jakka eða eitthvað yfir andlitinu svo maður sæi eitthvað.
Við stóðum á jörðinni og fórum í "flugtúr". Aldeilis magnað, og fyndið að sjá sjálfan sig úr lofti með jakkadruslu yfir hausnum.
Sá svo svona myndavélaþyrlu í Almannagjá um daginn. Þar hefur verið hægt að ná loftmyndum sem engin flugvél nær. Rosaleg "canyon ride"!!!

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.6.2014 kl. 11:50

7 identicon

Dróni, beygist eins og róni.

"If it ain't broke, don't fix it."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.6.2014 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband