"Að vinna vinnuna sína" við að beita valdinu.

Sumum embættum og störfum fylgir það að beita valdi frá morgni til kvölds. Allir gera sér grein fyrir því að hjá slíku verði ekki komist í okkar flókna þjóðfélagi. Valdbeitingin fellur undir setninguna, sem svo oft er höfð um beitingu valdnsins: "Við erum bara að vinna vinnuna okkar."

Sem betur fer fara langflestir vel með vald sitt og hafa varúð í huga.  

En því miður virðist það svo að í einstaka tilfellum sé valdbeitingin orðin að aðalatriðinu í því að hafa nóg að gera í vinnunni sinni og hafa ánægju af því að sinna verkefnum, sem felast í starfinu.

Þegar við þetta bætist að geðþóttinn sé ekki langt undan og að aðdragandinn sé langvarandi beiting valds þarf að fara að huga að því, að það er vandasamt að beita valdi.

Um það hefur verið sagt að allt vald spilli og mikið og langvarandi vald gerspilli.  

Þegar svo er komið vaknar stundum spurningin um hvort valdbeitingin sé orðin að valdníðslu. Hún vaknar þegar lesið er um hið furðulega mál Svifflugsfélagsins. Hún vaknaði líka í Gálgahrauni síðastliðið haust.  


mbl.is Standa í stríði um skólastofur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Fylgir því ekki nokkur ábyrgð að vera þjóðþekktur
einstaklingur í samfélaginu og sá er margir líta upptil
og vildu eflaust líkjast um margt?

Get ekki neitað því að mér finnst óviðurkvæmilegt að
gefa til kynna að ein stétt manna í þjóðfélaginu eða fleiri
stundi það sem má lesa hér að neðan: "... valdbeitingin orðin
að aðalatriðinu í því að hafa nóg að gera í vinnunni sinni
og hafa ánægju af því að sinna verkefnum, sem felast í starfinu."

Húsari. (IP-tala skráð) 27.6.2014 kl. 11:47

2 identicon

Já, það er margt óviðurkvæmilegt að gersta á klakanum Húsari, hvort sem manni líkar betur eða verr.

Lestu fréttina um Samuel E. Unuko fyrir neðan og einng máttu rifja upp "þáttinn" um Tony Omos. En það er nú bara þannig, "shit happens" í bananalýðveldi.  

http://www.dv.is/frettir/2014/6/27/islenska-rikid-tvistrar-hjonum-4LXUZS/

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.6.2014 kl. 13:12

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Húsari góður. Því fer fjarri að ég alhæfi um valdamenn í bloggpistlinum, heldur tek ég það sérstaklega fram að yfirleitt fara menn mjög vel með vald sitt. Engu að síður eru dæmi, undantekningar, sem hollt er að skoða og íhuga.

Ómar Ragnarsson, 27.6.2014 kl. 15:39

4 identicon

Sæll Ómar.

Þakka þér fyrir svarið; allt er þetta á hreinu og vonandi að
mædd augu horfi aldrei framar uppá hetjuna sína borna í burtu af
vondu svörtu köllunum!

Húsari. (IP-tala skráð) 27.6.2014 kl. 15:54

5 Smámynd: KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON

Allt of oft á síðustu 4 árum hef ég séð opinbera starfsmenn beyta valdníðslu í skjóli þess að yfirmenn og ráðuneyti verja gerðir þeirra og hylma yfir.

Ein grímulausasta valdníðslan var í síðustu viku þegar lögreglustjórinn í Reykjavík bannaði Svifflugfélaginu að flytja tvær kennslustofur á Sandskeið.  Hann misnotaði orðið umferðaröryggi til að rökstyðja valdníðslu sína og ítrekaði í sífellu, "þú getur bara kært".

Félagið hefur orðið fyrir milljóna tjóni og getur ekki nýtt sér eignir sínar eða komið þeim í skjól.  Þannig valdniðsla verður að hafa afleiðingar.  Svona stjórnsýslu þurfum við ekki á að halda.

Húsari, við eigum að virða þá sem þora að andæfa valdnýðslu opinberra starfsmanna. Hvort sem yfirvaldið er lögregla eða kennari.

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 28.6.2014 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband