Örn og Heinrich "leiddust" í mark.

Einvígi Arnar Clausens og Frakkans Heinrichs á EM í frjálsum íþróttum 1950 var magnað og sögulegt.

Hlaðmenn í Reykjavík gleymdu tökus Arnar og var hann skólaus í Brussel. Skólaus tugþrautarmaður er í vonlausri aðstöðu öðrum fremur, af því að mismunandi skór eru notaðir í greinunum.

Í spjótkastinu var Örn í skóm af Jóel Sigurðssyni, sem voru tveimur númerum og stórir.

Í síðustu greininni, 1500 metra hlaupi gat Örn tryggt sér sigur með því að vera um það til 10-15 sekúndum á undan Heinrich í mark. En Heinrich fylgdi honum eins og skugginn og þegar 50 metrar voru eftir virtist vonlaust fyrir Örn að rífa sig frá honum.

Á síðustu metrunum hægði hann á sér og rétti Heinrich höndina og þannig hlupu þeir í gegnum endamarkið.

Heinrich sagði síðar að síðustu 100 metrarmir hefði verið martröð fyrir hann, því að hann hefði verið gersamlega búinn en einsett sér að láta Örn ekki verða varan við það.

Það hefði tekiðst og vinarbragð Arnar hefði skipt sköpum.

Áður en EM var haldið var búið að taka í notkun nýja stigatöflu en Frakkar fengu því framgengt að gamla taflan yrði notuð.

Það var Heinrich í hag, en ef nýja taflan hefði verið notuð hefði Örn unnið.

Fyrir bragðið varð niðurstaðan skondin: Heinrich varð Evrópumeistari, en á töflunni yfir bestu tugþrautarmenn heims var Örn í 3ja sæti en Heinrich í 4ða af því að þar var nýja stigataflan notuð.

Örn náði þeim árangri í einstökum greinum tugþrautarinnar að hann hefði getað komist á verðlaunapall bæði í langstökki og 110 metra grindahlaupi ef hann hefði keppt í þeim greinum.

Þrjú ár í röð var hann í 2. til 3ja sæti á heimsafrekalistanum í tugþraut og keppti þó aðeins einu sinni á hverju sumri í greininni.

Þetta er einstakt og því fáránlegt þegar hann er settur langt niður á listanum yfir bestu íþróttamenn og frjálsíþróttamenn, sem þjóðin hefur átt.  


mbl.is Leiddust og voru hnífjafnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband